„Okkur langar að dreyma“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. mars 2023 08:01 Björgvin Páll kallar eftir standard í umfjöllun fjölmiðla um landsliðið. Vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, kveðst meðvitaður um að liðið eigi við ofurefli að etja er það sækir Göppingen heim í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld. Um er að ræða erfiðan útivöll og þeir þýsku eru með sjö marka forskot eftir fyrri leikinn á Hlíðarenda. Leikurinn fer fram í EWS Arena í Göppingen sem var byggð árið 1967. Þrátt fyrir endurbætur ber hún enn þess merki að hún sé gömul og Björgvin segir þetta mikla gryfju. „Hún er góð, skemmtileg og þétt setin þegar pakkað er í henni. Stúkan er nálægt vellinum og svolítil gryfja. Við fengum smá smjörþef af því að æfa á gólfinu hjá þeim - þetta er auðvitað fornfrægt félag með mikla sögu og maður finnur það þegar maður gengur þarna inn.“ Búist er við að öll 5.600 sætin á vellinum verði upptekin annað kvöld og stemningin eftir því. Þá er höllin þekkt fyrir að vera einn erfiðasti útivöllurinn að sækja heim í Þýskalandi. „Þetta verður upplifun fyrir þessa gæja. Við erum búnir að spila á mörgum stöðum, þetta er tólfti leikurinn okkar í keppninni og fimm lönd sem við höfum farið til. Við höfum upplifað misjafna stemningu en nú erum við komnir í 16-liða úrslit og það verður fullt af fólki,“ „Að sjúga það í sig er verkefni morgundagsins og þurfum að bæta því við að skila sigri í hús,“ segir Björgvin Páll. Vilja enda á sigri Tapið var býsna stórt gegn Göppingen í síðustu viku; Valur tapaði með sjö marka mun og er það munur sem þarf að vinna upp ef liðið ætlar ekki að falla úr keppninni á morgun. Aðspurður hvort menn hafi náð þeim leik fullkomnlega úr kerfinu segir Björgvin Páll: „Ekki að fullu. Það vonandi tekst með því að eiga góðan leik. Við viljum ekki enda þetta svoleiðis. Þetta var hörkuleikur lengi vel en þeirra gæði og okkar mistök skila þeim þessum sjö marka sigri. Sem er kannski aðeins of mikið fyrir leikinn og fyrir einvígið en við ætlum að reyna vinna leikinn á morgun. Það væri auðvitað draumur,“ „Það verður erfitt en okkur langar að dreyma og okkur langar að enda þetta vel. Ef við vinnum ekki með sjö, þá allavega að vinna leikinn,“ segir Björgvin Páll. Klippa: Björgvin Páll í Göppingen Stoltir af frammistöðunni Björgvin Páll segir Valsmenn þá geta borið höfuðið hátt eftir frammistöðuna í Evrópu í vetur. Sama hvernig fer á morgun. „Við erum bara stoltir af okkar frammistöðu, bæði inni á vellinum og utan vallar. Við erum búnir að skila á þriðjudagskvöldum í Valsheimilinu eru búin að koma átta þúsund manns í húsið, sem er auðvitað bara geggjað,“ „Svo fyrir íslenska handbolta og fyrir okkur. Við erum að - innan gæsalappa - missa leikmenn í atvinnumennsku þannig að þetta er búið að gefa alveg helling,“ segir Björgvin Páll. Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum. Fleira kemur fram í viðtalinu við Björgvin sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Sjá meira
Leikurinn fer fram í EWS Arena í Göppingen sem var byggð árið 1967. Þrátt fyrir endurbætur ber hún enn þess merki að hún sé gömul og Björgvin segir þetta mikla gryfju. „Hún er góð, skemmtileg og þétt setin þegar pakkað er í henni. Stúkan er nálægt vellinum og svolítil gryfja. Við fengum smá smjörþef af því að æfa á gólfinu hjá þeim - þetta er auðvitað fornfrægt félag með mikla sögu og maður finnur það þegar maður gengur þarna inn.“ Búist er við að öll 5.600 sætin á vellinum verði upptekin annað kvöld og stemningin eftir því. Þá er höllin þekkt fyrir að vera einn erfiðasti útivöllurinn að sækja heim í Þýskalandi. „Þetta verður upplifun fyrir þessa gæja. Við erum búnir að spila á mörgum stöðum, þetta er tólfti leikurinn okkar í keppninni og fimm lönd sem við höfum farið til. Við höfum upplifað misjafna stemningu en nú erum við komnir í 16-liða úrslit og það verður fullt af fólki,“ „Að sjúga það í sig er verkefni morgundagsins og þurfum að bæta því við að skila sigri í hús,“ segir Björgvin Páll. Vilja enda á sigri Tapið var býsna stórt gegn Göppingen í síðustu viku; Valur tapaði með sjö marka mun og er það munur sem þarf að vinna upp ef liðið ætlar ekki að falla úr keppninni á morgun. Aðspurður hvort menn hafi náð þeim leik fullkomnlega úr kerfinu segir Björgvin Páll: „Ekki að fullu. Það vonandi tekst með því að eiga góðan leik. Við viljum ekki enda þetta svoleiðis. Þetta var hörkuleikur lengi vel en þeirra gæði og okkar mistök skila þeim þessum sjö marka sigri. Sem er kannski aðeins of mikið fyrir leikinn og fyrir einvígið en við ætlum að reyna vinna leikinn á morgun. Það væri auðvitað draumur,“ „Það verður erfitt en okkur langar að dreyma og okkur langar að enda þetta vel. Ef við vinnum ekki með sjö, þá allavega að vinna leikinn,“ segir Björgvin Páll. Klippa: Björgvin Páll í Göppingen Stoltir af frammistöðunni Björgvin Páll segir Valsmenn þá geta borið höfuðið hátt eftir frammistöðuna í Evrópu í vetur. Sama hvernig fer á morgun. „Við erum bara stoltir af okkar frammistöðu, bæði inni á vellinum og utan vallar. Við erum búnir að skila á þriðjudagskvöldum í Valsheimilinu eru búin að koma átta þúsund manns í húsið, sem er auðvitað bara geggjað,“ „Svo fyrir íslenska handbolta og fyrir okkur. Við erum að - innan gæsalappa - missa leikmenn í atvinnumennsku þannig að þetta er búið að gefa alveg helling,“ segir Björgvin Páll. Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum. Fleira kemur fram í viðtalinu við Björgvin sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Sjá meira