Lífeyrismál unga fólksins Kristófer Már Maronsson skrifar 29. mars 2023 08:01 Það getur skipt sköpum að kynna sér lífeyrismálin fyrir tvítugt frekar en um fertugt eða seinna. Það er mikilvægt að velja sér lífeyrissjóð og kynna sér ávöxtunarleiðir, möguleika til að nýta sparnaðinn til fyrstu fasteignakaupa o.s.frv. þegar fyrstu launaseðlarnir berast. Það er samt aldrei of seint að skoða lífeyrismálin, en því fyrr því betra. Raunhæf verkefni til að vekja áhuga Ég býð mig fram í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins og vil m.a. nýta tíma minn í stjórn til þess að kynna lífeyrismál betur fyrir fólki, þá sérstaklega unga fólkinu. Ég tel að jafningjafræðsla sé besta leiðin til þess að kynna lífeyrismál fyrir ungu fólki, sem er ekki einu hálfnað á vegferð sinni að eftirlaunaaldri. Þetta vil ég t.d. gera með því að fá nemendur í framhaldsskólum um land allt til þess að taka þátt í raunhæfum verkefnum tengdum lífeyrismálum. Fyrir áratug var ég nemandi í Verzlunarskóla Íslands og þar unnum við raunhæf verkefni þar sem við þurftum til dæmis að vinna okkur í gegnum allt ferlið við að kaupa draumabílinn. Það þurfti að finna bílinn, fjármagna hann og skoða greiðsluáætlun ásamt því að skoða sérstaklega hversu mikið er greitt í vexti og lántökukostnað. Þetta opnaði augun hjá mér og líklega fleirum fyrir því hvað lántaka er dýr. Lög um fyrstu fasteign Þetta raunhæfa verkefni skilaði sér í því að þegar ég fór að huga að húsnæðiskaupum pældi ég mikið í því hvernig væri hægt að greiða lánið hratt niður til þess að lágmarka vaxtakostnað. Eftir miklar excel-æfingar taldi ég sniðugt að gefa fólki kost á því að nota lífeyrissparnaðinn til þess að greiða niður lánin sín í nokkur ár þegar það kaupir sína fyrstu fasteign og ritaði um það stuttan pistil. Umræðan fór á flug eftir pistilinn og mætti ég m.a. í Kastljós ásamt Gunnari Baldvinssyni, framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins, til þess að ræða málin. Umræðan rataði alla leið inn á Alþingi og nokkrum mánuðum síðar voru samþykkt lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð sem nýst hafa fjölda fólks sem eru að koma inn á markaðinn í fyrsta sinn. Hver getur kosið? Um 57.000 sjóðfélagar geta kosið í stjórnarkjörinu, en Almenni Lífeyrissjóðurinn er m.a. starfsgreinasjóður lækna, arkitekta, tæknifræðinga, hljómlistamanna og leiðsögumanna. Einnig getur um helmingur launþega valið að greiða í sjóðinn. Til þess að hugmyndir mínar nái fram að ganga þarf ég á öflugu umboði sjóðfélaga að halda. Rafrænar kosningar eru í gangi til kl. 16 í dag, 29. mars, og ég óska eftir þínum stuðningi - hvort sem þú getur kosið eða látið vini og vandamenn vita. Margt smátt gerir eitt stórt og í krafti fjöldans er hægt að gera breytingar til hins betra. Hafir þú áhuga á því að fylgjast með eða komast í samband við mig bendi ég á vefsíðu framboðsins. Höfundur er hagfræðingur og býður sig fram í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. - smelltu hér til að kjósa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Lífeyrissjóðir Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það getur skipt sköpum að kynna sér lífeyrismálin fyrir tvítugt frekar en um fertugt eða seinna. Það er mikilvægt að velja sér lífeyrissjóð og kynna sér ávöxtunarleiðir, möguleika til að nýta sparnaðinn til fyrstu fasteignakaupa o.s.frv. þegar fyrstu launaseðlarnir berast. Það er samt aldrei of seint að skoða lífeyrismálin, en því fyrr því betra. Raunhæf verkefni til að vekja áhuga Ég býð mig fram í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins og vil m.a. nýta tíma minn í stjórn til þess að kynna lífeyrismál betur fyrir fólki, þá sérstaklega unga fólkinu. Ég tel að jafningjafræðsla sé besta leiðin til þess að kynna lífeyrismál fyrir ungu fólki, sem er ekki einu hálfnað á vegferð sinni að eftirlaunaaldri. Þetta vil ég t.d. gera með því að fá nemendur í framhaldsskólum um land allt til þess að taka þátt í raunhæfum verkefnum tengdum lífeyrismálum. Fyrir áratug var ég nemandi í Verzlunarskóla Íslands og þar unnum við raunhæf verkefni þar sem við þurftum til dæmis að vinna okkur í gegnum allt ferlið við að kaupa draumabílinn. Það þurfti að finna bílinn, fjármagna hann og skoða greiðsluáætlun ásamt því að skoða sérstaklega hversu mikið er greitt í vexti og lántökukostnað. Þetta opnaði augun hjá mér og líklega fleirum fyrir því hvað lántaka er dýr. Lög um fyrstu fasteign Þetta raunhæfa verkefni skilaði sér í því að þegar ég fór að huga að húsnæðiskaupum pældi ég mikið í því hvernig væri hægt að greiða lánið hratt niður til þess að lágmarka vaxtakostnað. Eftir miklar excel-æfingar taldi ég sniðugt að gefa fólki kost á því að nota lífeyrissparnaðinn til þess að greiða niður lánin sín í nokkur ár þegar það kaupir sína fyrstu fasteign og ritaði um það stuttan pistil. Umræðan fór á flug eftir pistilinn og mætti ég m.a. í Kastljós ásamt Gunnari Baldvinssyni, framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins, til þess að ræða málin. Umræðan rataði alla leið inn á Alþingi og nokkrum mánuðum síðar voru samþykkt lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð sem nýst hafa fjölda fólks sem eru að koma inn á markaðinn í fyrsta sinn. Hver getur kosið? Um 57.000 sjóðfélagar geta kosið í stjórnarkjörinu, en Almenni Lífeyrissjóðurinn er m.a. starfsgreinasjóður lækna, arkitekta, tæknifræðinga, hljómlistamanna og leiðsögumanna. Einnig getur um helmingur launþega valið að greiða í sjóðinn. Til þess að hugmyndir mínar nái fram að ganga þarf ég á öflugu umboði sjóðfélaga að halda. Rafrænar kosningar eru í gangi til kl. 16 í dag, 29. mars, og ég óska eftir þínum stuðningi - hvort sem þú getur kosið eða látið vini og vandamenn vita. Margt smátt gerir eitt stórt og í krafti fjöldans er hægt að gera breytingar til hins betra. Hafir þú áhuga á því að fylgjast með eða komast í samband við mig bendi ég á vefsíðu framboðsins. Höfundur er hagfræðingur og býður sig fram í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. - smelltu hér til að kjósa.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar