„Þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni“ Máni Snær Þorláksson skrifar 28. mars 2023 18:33 Helga Vala Helgadóttir var á meðal þeirra sem bar af sér sakir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Fjórir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi allsherjar- og menntamálanefndar báru af sér sakir á Alþingi í dag. Þingmennirnir fundu sig knúna til að gera það eftir að dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn og aðra alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra óskaði eftir því á Alþingi í dag að tengingar einstaklinga á Alþingi, þá sérstaklega innan allsherjar- og menntamálanefndar, við hælisleitendur yrðu skoðaðar. „Var mögulegt að einhverjir hefði komuð að borðinu áður með vinnu við að sinna þeim hælisleitendum sem voru að fá veitingu ríkisborgararéttar? Hafa mönnum borið einhver sérstakur þakklætisvottur fyrir að hafa veitt ríkisborgararétt? Þetta eru kannski atriði sem væri ástæða til þess að fá til skoðunar hjá nefndinni og fá svör við því hvort einhver orðrómur um slíkt hafi við rök að styðjast,“ sagði Jón í ræðu sinni. „Ég er orðin svo leið á þessu“ Alls komu fjórir meðlimir allsherjar- og menntamálanefndar upp í pontu í kjölfar þessara ummæla og báru af sér sakir. Það voru þau Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna og Eyjólfur Ármannsson. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi nefndarinnar, bar einnig af sér sakir. Fjallað var málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: Helga Vala var fyrst til að bera af sér sakir og sagði að sér væri mjög brugðið: „Þetta er slíkur viðbjóður, ég er orðin svo leið á þessu, ég er orðin svo leið á þessum róg frá þingmönnum og ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, að ég bara óska eftir því að herra forseti grípi inn í þegar þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni. Þetta er orðið alveg passlegt. Reyndu að hafa stjórn á þessu liði.“ Arndís Anna fór næst upp í pontu. Hún sagði að „viðurstyggileg orð“ dómsmálaráðherra væru að mörgu leyti ekki svaraverð en að henni hafi hins vegar þótt rétt að bera af sér sakir. „Ég hef aldrei þegið mútur fyrir það að veita fólki ríkisborgararétt frá Alþingi. Aldrei. Og myndi aldrei gera,“ sagði Arndís svo. „Mig langar til þess að spyrja þingmenn meiri hlutans og hæstvirta ráðherra í þessari ríkisstjórn: Hversu lengi ætlið þið að láta þetta ganga yfir ykkur? Svona framkomu? Ég bara spyr. Hvað þarf til? Hvað þarf til?“ Væri stórmannlegt að draga ummælin til baka Sigmar tók til máls á eftir Arndísi og fór fram á að dómsmálaráðherra biðji Allsherjar- og menntamálanefnd afsökunar. Hann sagði að svona lagað ætti ekki að heyrast á Alþingi, raunar ætti enginn að tala með þessum hætti: „Það væri stórmannlegt að koma til baka og draga þessi ummæli til baka. Við getum síðan haldið áfram að tala um hið efnislega varðandi það sem snýr að lögbroti hæstvirts ráðherra. Þessar dylgjur sem hér fóru fram eiga ekki að heyrast hér í ræðustól Alþingis og svona á reyndar ekki nokkur einasti maður að tala, það á enginn að dylgja með svona hætti um samstarfsmenn sína, hvað þá þegar menn eiga sæti í einni af fastanefndum þingsins.“ Jódís var næst og benti á að í nefndinni eru bæði fulltrúar frá minnihlutanum og meirihlutanum. Þó svo að sýn nefndarmeðlima sé ólík þá leggja sig allir fram við að vinna faglega. Hún sagði að orð dómsmálaráðherra væru óboðleg og bar af sér sakir. Að lokum kom Eyjólfur upp í ræðustól. Hann sagðist telja að þetta væri einfaldlega rangt hjá dómsmálaráðherra. Þá sagði hann dómsmálaráðherra hafa þyngt vinnuna í nefndinni „alveg ótrúlega mikið“ þar sem nefndin hefur ekki fengið gögn sem hún á að fá. Þykir leitt að hafa ekki verið skýrari Dómsmálaráðherra hefur nú tjáð sig um ummælin en hann gerir það í færslu sem hann birtir á Facebokk-síðu sinni. „Það var ekki rétt af mér í ræðustól Alþingis að vitna til orðróms sem hefur verið í gangi – enda hef ég ekki lagt slíkt í vana minn,“ segir Jón í færslunni. „Í ræðu minni á þingi vísaði ég til þess orðróms sem hefur verið á kreiki um að tiltekinn þingmaður hafi greitt atkvæði um umsóknir um ríkisborgararétt handa einstaklingum sem hann hafði sinnt hagsmunagæslu fyrir. Þá hafi þingmaður hugsanlega í einhverju tilviki þegið þakklætisvott fyrir aðkomu sína að afgreiðslu mála.“ Jón segist hafa kallað eftir því að umræddur orðrómur yrði skoðaður þar sem að um alvarlegt mál væri að ræða ef hann reynist sannur. Það hafi hins vegar ekki hvarflað að honum að ásaka neinn um að hafa þegið mútur. „Mér þykir leitt að ég hafi ekki orðað þann hluta ræðu minnar nægilega skýrt. Með engum hætti vil ég saka þingmenn um mútuþægni.“ Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra óskaði eftir því á Alþingi í dag að tengingar einstaklinga á Alþingi, þá sérstaklega innan allsherjar- og menntamálanefndar, við hælisleitendur yrðu skoðaðar. „Var mögulegt að einhverjir hefði komuð að borðinu áður með vinnu við að sinna þeim hælisleitendum sem voru að fá veitingu ríkisborgararéttar? Hafa mönnum borið einhver sérstakur þakklætisvottur fyrir að hafa veitt ríkisborgararétt? Þetta eru kannski atriði sem væri ástæða til þess að fá til skoðunar hjá nefndinni og fá svör við því hvort einhver orðrómur um slíkt hafi við rök að styðjast,“ sagði Jón í ræðu sinni. „Ég er orðin svo leið á þessu“ Alls komu fjórir meðlimir allsherjar- og menntamálanefndar upp í pontu í kjölfar þessara ummæla og báru af sér sakir. Það voru þau Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna og Eyjólfur Ármannsson. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi nefndarinnar, bar einnig af sér sakir. Fjallað var málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: Helga Vala var fyrst til að bera af sér sakir og sagði að sér væri mjög brugðið: „Þetta er slíkur viðbjóður, ég er orðin svo leið á þessu, ég er orðin svo leið á þessum róg frá þingmönnum og ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, að ég bara óska eftir því að herra forseti grípi inn í þegar þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni. Þetta er orðið alveg passlegt. Reyndu að hafa stjórn á þessu liði.“ Arndís Anna fór næst upp í pontu. Hún sagði að „viðurstyggileg orð“ dómsmálaráðherra væru að mörgu leyti ekki svaraverð en að henni hafi hins vegar þótt rétt að bera af sér sakir. „Ég hef aldrei þegið mútur fyrir það að veita fólki ríkisborgararétt frá Alþingi. Aldrei. Og myndi aldrei gera,“ sagði Arndís svo. „Mig langar til þess að spyrja þingmenn meiri hlutans og hæstvirta ráðherra í þessari ríkisstjórn: Hversu lengi ætlið þið að láta þetta ganga yfir ykkur? Svona framkomu? Ég bara spyr. Hvað þarf til? Hvað þarf til?“ Væri stórmannlegt að draga ummælin til baka Sigmar tók til máls á eftir Arndísi og fór fram á að dómsmálaráðherra biðji Allsherjar- og menntamálanefnd afsökunar. Hann sagði að svona lagað ætti ekki að heyrast á Alþingi, raunar ætti enginn að tala með þessum hætti: „Það væri stórmannlegt að koma til baka og draga þessi ummæli til baka. Við getum síðan haldið áfram að tala um hið efnislega varðandi það sem snýr að lögbroti hæstvirts ráðherra. Þessar dylgjur sem hér fóru fram eiga ekki að heyrast hér í ræðustól Alþingis og svona á reyndar ekki nokkur einasti maður að tala, það á enginn að dylgja með svona hætti um samstarfsmenn sína, hvað þá þegar menn eiga sæti í einni af fastanefndum þingsins.“ Jódís var næst og benti á að í nefndinni eru bæði fulltrúar frá minnihlutanum og meirihlutanum. Þó svo að sýn nefndarmeðlima sé ólík þá leggja sig allir fram við að vinna faglega. Hún sagði að orð dómsmálaráðherra væru óboðleg og bar af sér sakir. Að lokum kom Eyjólfur upp í ræðustól. Hann sagðist telja að þetta væri einfaldlega rangt hjá dómsmálaráðherra. Þá sagði hann dómsmálaráðherra hafa þyngt vinnuna í nefndinni „alveg ótrúlega mikið“ þar sem nefndin hefur ekki fengið gögn sem hún á að fá. Þykir leitt að hafa ekki verið skýrari Dómsmálaráðherra hefur nú tjáð sig um ummælin en hann gerir það í færslu sem hann birtir á Facebokk-síðu sinni. „Það var ekki rétt af mér í ræðustól Alþingis að vitna til orðróms sem hefur verið í gangi – enda hef ég ekki lagt slíkt í vana minn,“ segir Jón í færslunni. „Í ræðu minni á þingi vísaði ég til þess orðróms sem hefur verið á kreiki um að tiltekinn þingmaður hafi greitt atkvæði um umsóknir um ríkisborgararétt handa einstaklingum sem hann hafði sinnt hagsmunagæslu fyrir. Þá hafi þingmaður hugsanlega í einhverju tilviki þegið þakklætisvott fyrir aðkomu sína að afgreiðslu mála.“ Jón segist hafa kallað eftir því að umræddur orðrómur yrði skoðaður þar sem að um alvarlegt mál væri að ræða ef hann reynist sannur. Það hafi hins vegar ekki hvarflað að honum að ásaka neinn um að hafa þegið mútur. „Mér þykir leitt að ég hafi ekki orðað þann hluta ræðu minnar nægilega skýrt. Með engum hætti vil ég saka þingmenn um mútuþægni.“
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira