„Ef við tökum úrslitin út fyrir sviga er bara gott að enda þetta svona“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. mars 2023 21:34 Alexander Örn Júlíusson í leik með Valsmönnum. Vísir/Bára Dröfn „Auðvitað getum við gengið stoltir frá þessu verkefni,“ sagði Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, eftir að liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í handbolta gegn þýska liðinu Göppingen í kvöld. „Ég get alveg viðurkennt það að okkur hefur gengið töluvert betur en við gerðum ráð fyrir. Við áttum alveg eins von á því að við myndum tapa öllum leikjunum, en við náðum þessum fína árangri og komumst í 16-liða úrslit. Og auðvitað er dálítið fallegt að enda þetta hérna í Þýskalandi á móti Bundesligu-liði fyrir fullri höll og í hörkustemningu.“ „Leiðinlegt samt sem áður hvernig þessi rimma fór því við hefðum viljað sýna betri frammistöðu í fyrri leiknum og í dag líka. En með góðri frammistöðu í fyrri leiknum hefði allt getað gerst.“ Í þýska liðinu eru tveir tvöllvaxnir línumenn sem Valsmenn áttu oft og tíðum í erfiðleikum með að hemja. „Þetta eru auðvitað bara gæðaleikmenn í öllum stöðum og eins og þú segir mjög erfitt að glíma við þessa línumenn. Þeir eru talsvert stærri og sterkari en við og á köflum þá liggur við að þetta sé ekki sanngjarn leikur. En auðvitað bara gaman að fá að glíma við þá allra bestu í sportinu og við þurftum frekar oft að horfast í augu við það að vera bara dálítið eftir á.“ „Eins og ég segi var bara ótrúlega gaman og fallegt að enda þetta hér. Hörkustemning og mikil læti þannig að ef við tökum úrslitin út fyrir sviga þá er bara gott að enda þetta svona.“ Viðtalið við Alexander í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Alexander Júlíusson eftir tapið gegn Göppingen Valur Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
„Ég get alveg viðurkennt það að okkur hefur gengið töluvert betur en við gerðum ráð fyrir. Við áttum alveg eins von á því að við myndum tapa öllum leikjunum, en við náðum þessum fína árangri og komumst í 16-liða úrslit. Og auðvitað er dálítið fallegt að enda þetta hérna í Þýskalandi á móti Bundesligu-liði fyrir fullri höll og í hörkustemningu.“ „Leiðinlegt samt sem áður hvernig þessi rimma fór því við hefðum viljað sýna betri frammistöðu í fyrri leiknum og í dag líka. En með góðri frammistöðu í fyrri leiknum hefði allt getað gerst.“ Í þýska liðinu eru tveir tvöllvaxnir línumenn sem Valsmenn áttu oft og tíðum í erfiðleikum með að hemja. „Þetta eru auðvitað bara gæðaleikmenn í öllum stöðum og eins og þú segir mjög erfitt að glíma við þessa línumenn. Þeir eru talsvert stærri og sterkari en við og á köflum þá liggur við að þetta sé ekki sanngjarn leikur. En auðvitað bara gaman að fá að glíma við þá allra bestu í sportinu og við þurftum frekar oft að horfast í augu við það að vera bara dálítið eftir á.“ „Eins og ég segi var bara ótrúlega gaman og fallegt að enda þetta hér. Hörkustemning og mikil læti þannig að ef við tökum úrslitin út fyrir sviga þá er bara gott að enda þetta svona.“ Viðtalið við Alexander í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Alexander Júlíusson eftir tapið gegn Göppingen
Valur Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira