Lánasjóður Roman Abramovich: „Lánaði Vitesse rúmlega 17 milljarða“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. mars 2023 23:31 Roman Abramovich var eigandi Chelsea til fjölda ára. Nordicphotos/AFP Roman Abramovich, fyrrverandi eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, „lánaði“ hollenska úrvalsdeildarfélaginu Vitesse allt að 117 milljónir evra [17,4 milljarða íslenskra króna]. Þetta kemur fram í skjölum sem miðillinn The Guardian hefur nú undir höndum. Var „lánunum“ haldið leyndum en hollenska knattspyrnusambandið skoðaði tvívegis eignarhald Vitesse meðan Roman átti Chelsea. The Guardian greindi frá þessu fyrr í kvöld. Þar segir að Roman - sem seldi Chelsea síðasta vor - hafi fjármagnað Vitesse til fjölda ára á meðan hann átti Lundúnafélagið. Hollenska knattspyrnusambandið taldi maðk vera í mysunni en rannsóknir þess á eignarhaldi Vitesse sýndu ekki fram á tengingu milli félagsins í Hollandi og Roman. Þá neituðu talsmenn auðjöfursins að hann væri tengdur Vitesse. Annað hefur nú komið í ljós. The Guardian hefur undir sínum höndum það sem kallað hefur verið „ólígarkí-skjölin.“ Þar kemur fram að Roman hafi sett rúmlega 17 milljarða íslenskra króna í Vitesse í gegnum hin ýmsu skattaskjól. Vitesse var keypt árið 2010 af Merab Jordania, fyrrum knattspyrnumanni frá Georgíu með tengsl við Roman. Hann sagði þó að rússnesku auðjöfurinn væri ekki tengdur yfirtöku hans á Vitesse. REVEALED: Roman Abramovich secretly bankrolled Dutch football club Vitesse Arnhem, leaked documents suggest;Abramovich's Chelsea denied for years that the oligarch was funding Vitesse;By me with the brilliant @SimonLockTBIJ of @TBIJ and @ByRobDavies. https://t.co/1vU8joKp5O— David Conn (@david_conn) March 29, 2023 Þegar fjöldi leikmanna Chelsea fór á láni til Vitesse þá runnu á menn tvær grímur. Meðal leikmanna sem fóru til Vitesse frá Lundúnum má nefna Mason Mount og Nemanja Matić. Árið 2013 urðu eigendaskipti hjá Vitesse þegar Alexander Chigirinsky eignaðist félagið. Sá hafði einnig tengsl við Roman. Ári síðar virtist fyrrum eigandinn Jordania gefa til kynna að félögin tvö væru tengd þegar hann sagði að félagið hefði ekki fengið aukið fjármagn til að vinna Eredivisie [hollensku úrvalsdeildina] og komast undankeppni Meistaradeildar Evrópu því „London vildi það ekki.“ Reglur Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, kveða á um að lið sem mætist í Evrópukeppnum megi ekki vera undir sama eignarhaldi til að tryggja heilindi keppninnar. Þá má enginn einstaklingur eða aðili ráða yfir meiru en einu félagi sem tekur þátt í keppnum á vegum UEFA. Eftir ummæli Jordania hófst önnur rannsókn hollenska knattspyrnusambandsins á eignarhaldi Vitesse. Aftur kom ekkert undarlegt á yfirborðið, það er þangað til nú. Þegar The Guardian hafði samband við Chelsea sögðu lögfræðingar félagsins einfaldlega að félagið væri nú með nýja eigendur og Abramovich þyrfti að svara spurningum sem þessum. Lögfræðingar Abramovich neituðu að svara. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
The Guardian greindi frá þessu fyrr í kvöld. Þar segir að Roman - sem seldi Chelsea síðasta vor - hafi fjármagnað Vitesse til fjölda ára á meðan hann átti Lundúnafélagið. Hollenska knattspyrnusambandið taldi maðk vera í mysunni en rannsóknir þess á eignarhaldi Vitesse sýndu ekki fram á tengingu milli félagsins í Hollandi og Roman. Þá neituðu talsmenn auðjöfursins að hann væri tengdur Vitesse. Annað hefur nú komið í ljós. The Guardian hefur undir sínum höndum það sem kallað hefur verið „ólígarkí-skjölin.“ Þar kemur fram að Roman hafi sett rúmlega 17 milljarða íslenskra króna í Vitesse í gegnum hin ýmsu skattaskjól. Vitesse var keypt árið 2010 af Merab Jordania, fyrrum knattspyrnumanni frá Georgíu með tengsl við Roman. Hann sagði þó að rússnesku auðjöfurinn væri ekki tengdur yfirtöku hans á Vitesse. REVEALED: Roman Abramovich secretly bankrolled Dutch football club Vitesse Arnhem, leaked documents suggest;Abramovich's Chelsea denied for years that the oligarch was funding Vitesse;By me with the brilliant @SimonLockTBIJ of @TBIJ and @ByRobDavies. https://t.co/1vU8joKp5O— David Conn (@david_conn) March 29, 2023 Þegar fjöldi leikmanna Chelsea fór á láni til Vitesse þá runnu á menn tvær grímur. Meðal leikmanna sem fóru til Vitesse frá Lundúnum má nefna Mason Mount og Nemanja Matić. Árið 2013 urðu eigendaskipti hjá Vitesse þegar Alexander Chigirinsky eignaðist félagið. Sá hafði einnig tengsl við Roman. Ári síðar virtist fyrrum eigandinn Jordania gefa til kynna að félögin tvö væru tengd þegar hann sagði að félagið hefði ekki fengið aukið fjármagn til að vinna Eredivisie [hollensku úrvalsdeildina] og komast undankeppni Meistaradeildar Evrópu því „London vildi það ekki.“ Reglur Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, kveða á um að lið sem mætist í Evrópukeppnum megi ekki vera undir sama eignarhaldi til að tryggja heilindi keppninnar. Þá má enginn einstaklingur eða aðili ráða yfir meiru en einu félagi sem tekur þátt í keppnum á vegum UEFA. Eftir ummæli Jordania hófst önnur rannsókn hollenska knattspyrnusambandsins á eignarhaldi Vitesse. Aftur kom ekkert undarlegt á yfirborðið, það er þangað til nú. Þegar The Guardian hafði samband við Chelsea sögðu lögfræðingar félagsins einfaldlega að félagið væri nú með nýja eigendur og Abramovich þyrfti að svara spurningum sem þessum. Lögfræðingar Abramovich neituðu að svara.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira