Þá er verið að skoða að opna vegi milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar um Fannardal og frá Reyðarfirði yfir á Egilsstaði um Fagradal.
Þá verður fundur með Veðurstofu og Almannavörnum klukkan ellefu í dag og stendur til að meta stöðuna fyrir austan í kjölfar hans. Lögreglan biður íbúa að fylgjast með tilkynningum í fjölmiðlum, á vef almannavarna, Veðurstofu og Vegagerðar sem og á fésbókarsíðum lögreglu og sveitarfélaga.