Lesfimleikar þingmanns Heiða María Sigurðardóttir skrifar 30. mars 2023 16:00 Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, skrifaði á dögunum grein um lestur barna þar sem hann kallar eftir að leshraðamælingum verði hætt. Með því er hann að vísa til lestrarprófs á vegum Menntamálastofnunar sem alla jafna er lagt fyrir þrisvar á ári í íslenskum grunnskólum og er ætlað að mæla lesfimi (e. reading fluency). Máli sínu til stuðnings vitnar hann í vísindamennina Kate Nation og Margaret Snowling sem hann bendir réttilega á að eru meðal helstu sérfræðinga í heiminum í lestrarfræðum. „Hvar eru menntamálaráðherra og Háskóli Íslands?” spyr Eyjólfur í grein sinni, og heldur áfram: „Fræðimenn Háskóla Íslands á sviði lestrar hafa ekkert fært fram og þögnin þar um leshraðamælingar... er æpandi.” Vandinn er að Nation og Snowling eru bara ekkert á þeirri skoðun að leggja eigi niður lestrarpróf af þessu tagi. Um það skrifa þær ásamt Freyju Birgisdóttur – sem er einmitt fræðimaður í Háskóla Íslands á sviði lestrar – í svargrein sinni, „Vísindin á bak við lesfimipróf”. Í stað þess að gleðjast yfir því að dósent við Háskóla Íslands bregðist við kallinu um að rjúfa hina meintu æpandi þögn þá bregst Eyjólfur ókvæða við. Á opnum Facebook-þræði segir hann: „Með hreinum ólíkindum að fara í nánast sömu setningu… að nota hugtakið lesfimipróf og fara svo að fabúlera. Háskóli Íslands hættir seint að vera sér til skammar… Hvernig stendur á því að hún [Freyja Birgisdóttir] notar hugtakið lesfimipróf til að svara mér þegar ég nota hugtakið hraðlestrarpróf og hraðlestrarmælingar? Þetta eru tvö gjörólík hugtök.” En þetta eru ekki tvö gjörólík hugtök – það er eins og að segja að algebrupróf og stærðfræðipróf séu gjörólík hugtök. Að mæla leshraða er ein leið til að mæla lesfimi, og að mæla kunnáttu í algebru er ein leið til að mæla kunnáttu í stærðfræði. Og rétt eins og hægt er að meta stærðfræðikunnáttu með fleiri aðferðum, eins og með því að leggja fyrir dæmi í rúmfræði, þá eru líka til fleiri leiðir til að mæla lesfimi, svo sem að kanna einnig hversu rétt er lesið. En hið blessaða „hraðlestrarpróf” Menntamálastofnunar, sem Eyjólfi er svo illa við, gerir einmitt það. Það mælir fjölda rétt lesinna orða á mínútu, sem nær þá utan um bæði snerpu og nákvæmni í lestri, sem eru einmitt helstu þættir lesfimi. Mælingar á lesfimi eru svolítið eins að taka blóðprufu. Læknar taka ekki blóðprufur af því að þeir hafa svo einstaklega mikinn áhuga á blóði – heldur vegna þess að eiginleikar blóðs geta gefið mikilvægar vísbendingar um heilsufar fólks. Sömuleiðis eru mælingar á lesfimi ekki gerðar af því að fræðimenn – í Háskóla Íslands eða annars staðar – hafi svo ótrúlega mikinn áhuga á hvort börn geti bunað út úr sér texta á methraða heldur gefa mælingar á lesfimi vísbendingu um ýmsa aðra þætti, svo sem lesskilning og lesblindu. Lesfimi gefur til kynna að sjálfvirkni í lestri er orðin mikil og barnið er þá líklegra til að skilja og muna textann sem það les. Lestur snýst vissulega ekki bara um lesfimi – en enginn hefur haldið því fram. Ekki ég, ekki Freyja Birgisdóttir, og ekki hinir virtu erlendu fræðimenn. Eyjólfur virðist þó ósáttur og segir: „Þetta eru hraðapróf og ekkert annað. Þú hefðir aldrei fengið þessa meðhöfunda ef þú hefðir notað hugtakið leshraðapróf. Svo einfalt er það, og það vissirðu allan tímann.” Þarna vísar hann orðum sínum til Freyju, sem svarar Eyjólfi á þá leið að beinar tilvitnanir í grein hans hafi verið þýddar beint í samskiptum hennar við fræðimennina Nation og Snowling, til dæmis hafi orðið „leshraðapróf” verið þýtt sem „measures of reading speed”. En þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að leiðrétta misskilning Eyjólfs um að allir séu að misskilja hann, þá ásakar Eyjólfur fólk um svik og pretti. Í viðtali segir Eyjólfur að starfsmenn Háskóla Íslands hafi blekkt hinar erlendu fræðikonur, Snowling og Nation, til að skrifa svargrein við upphaflegum skrifum hans. Eyjólfur segist enn fremur aldrei hafa kynnst „annarri eins rætni og fræðihroka gagnvart gagnrýnendum Háskóla Íslands”. Þetta er nú aldeilis skemmtilegt hjá þingmanninum og augljóslega enginn hroki fólginn í hans eigin orðum. Hvaða hagsmuna væri dósent við Háskóla Íslands að gæta sem fengju hann til að ljúga að erlendum kollegum sínum til þess eins að geta skrifað grein um að Eyjólfur hafi rangt fyrir sér? „Hahaha”, hugsaði örugglega dósentinn, „þarna klekkti ég á þingmanninum!”. Er ekki líklegra að lestrarsérfræðingarnir Freyja Birgisdóttir, Kate Nation og Margaret Snowling hafi einfaldlega viljað að fólk fengi rétta mynd af kostum og göllum lesfimiprófa sem lögð eru fyrir í íslenskum grunnskólum? Ég er kannski hvöss í þessari grein en tónninn hér er viðbragð við órökstuddum dylgjum um lygar og blekkingar starfsfólks Háskóla íslands sem ekki eru sæmandi kjörnum fulltrúa þjóðarinnar. Höfundur er doktor í taugavísindum og dósent við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, skrifaði á dögunum grein um lestur barna þar sem hann kallar eftir að leshraðamælingum verði hætt. Með því er hann að vísa til lestrarprófs á vegum Menntamálastofnunar sem alla jafna er lagt fyrir þrisvar á ári í íslenskum grunnskólum og er ætlað að mæla lesfimi (e. reading fluency). Máli sínu til stuðnings vitnar hann í vísindamennina Kate Nation og Margaret Snowling sem hann bendir réttilega á að eru meðal helstu sérfræðinga í heiminum í lestrarfræðum. „Hvar eru menntamálaráðherra og Háskóli Íslands?” spyr Eyjólfur í grein sinni, og heldur áfram: „Fræðimenn Háskóla Íslands á sviði lestrar hafa ekkert fært fram og þögnin þar um leshraðamælingar... er æpandi.” Vandinn er að Nation og Snowling eru bara ekkert á þeirri skoðun að leggja eigi niður lestrarpróf af þessu tagi. Um það skrifa þær ásamt Freyju Birgisdóttur – sem er einmitt fræðimaður í Háskóla Íslands á sviði lestrar – í svargrein sinni, „Vísindin á bak við lesfimipróf”. Í stað þess að gleðjast yfir því að dósent við Háskóla Íslands bregðist við kallinu um að rjúfa hina meintu æpandi þögn þá bregst Eyjólfur ókvæða við. Á opnum Facebook-þræði segir hann: „Með hreinum ólíkindum að fara í nánast sömu setningu… að nota hugtakið lesfimipróf og fara svo að fabúlera. Háskóli Íslands hættir seint að vera sér til skammar… Hvernig stendur á því að hún [Freyja Birgisdóttir] notar hugtakið lesfimipróf til að svara mér þegar ég nota hugtakið hraðlestrarpróf og hraðlestrarmælingar? Þetta eru tvö gjörólík hugtök.” En þetta eru ekki tvö gjörólík hugtök – það er eins og að segja að algebrupróf og stærðfræðipróf séu gjörólík hugtök. Að mæla leshraða er ein leið til að mæla lesfimi, og að mæla kunnáttu í algebru er ein leið til að mæla kunnáttu í stærðfræði. Og rétt eins og hægt er að meta stærðfræðikunnáttu með fleiri aðferðum, eins og með því að leggja fyrir dæmi í rúmfræði, þá eru líka til fleiri leiðir til að mæla lesfimi, svo sem að kanna einnig hversu rétt er lesið. En hið blessaða „hraðlestrarpróf” Menntamálastofnunar, sem Eyjólfi er svo illa við, gerir einmitt það. Það mælir fjölda rétt lesinna orða á mínútu, sem nær þá utan um bæði snerpu og nákvæmni í lestri, sem eru einmitt helstu þættir lesfimi. Mælingar á lesfimi eru svolítið eins að taka blóðprufu. Læknar taka ekki blóðprufur af því að þeir hafa svo einstaklega mikinn áhuga á blóði – heldur vegna þess að eiginleikar blóðs geta gefið mikilvægar vísbendingar um heilsufar fólks. Sömuleiðis eru mælingar á lesfimi ekki gerðar af því að fræðimenn – í Háskóla Íslands eða annars staðar – hafi svo ótrúlega mikinn áhuga á hvort börn geti bunað út úr sér texta á methraða heldur gefa mælingar á lesfimi vísbendingu um ýmsa aðra þætti, svo sem lesskilning og lesblindu. Lesfimi gefur til kynna að sjálfvirkni í lestri er orðin mikil og barnið er þá líklegra til að skilja og muna textann sem það les. Lestur snýst vissulega ekki bara um lesfimi – en enginn hefur haldið því fram. Ekki ég, ekki Freyja Birgisdóttir, og ekki hinir virtu erlendu fræðimenn. Eyjólfur virðist þó ósáttur og segir: „Þetta eru hraðapróf og ekkert annað. Þú hefðir aldrei fengið þessa meðhöfunda ef þú hefðir notað hugtakið leshraðapróf. Svo einfalt er það, og það vissirðu allan tímann.” Þarna vísar hann orðum sínum til Freyju, sem svarar Eyjólfi á þá leið að beinar tilvitnanir í grein hans hafi verið þýddar beint í samskiptum hennar við fræðimennina Nation og Snowling, til dæmis hafi orðið „leshraðapróf” verið þýtt sem „measures of reading speed”. En þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að leiðrétta misskilning Eyjólfs um að allir séu að misskilja hann, þá ásakar Eyjólfur fólk um svik og pretti. Í viðtali segir Eyjólfur að starfsmenn Háskóla Íslands hafi blekkt hinar erlendu fræðikonur, Snowling og Nation, til að skrifa svargrein við upphaflegum skrifum hans. Eyjólfur segist enn fremur aldrei hafa kynnst „annarri eins rætni og fræðihroka gagnvart gagnrýnendum Háskóla Íslands”. Þetta er nú aldeilis skemmtilegt hjá þingmanninum og augljóslega enginn hroki fólginn í hans eigin orðum. Hvaða hagsmuna væri dósent við Háskóla Íslands að gæta sem fengju hann til að ljúga að erlendum kollegum sínum til þess eins að geta skrifað grein um að Eyjólfur hafi rangt fyrir sér? „Hahaha”, hugsaði örugglega dósentinn, „þarna klekkti ég á þingmanninum!”. Er ekki líklegra að lestrarsérfræðingarnir Freyja Birgisdóttir, Kate Nation og Margaret Snowling hafi einfaldlega viljað að fólk fengi rétta mynd af kostum og göllum lesfimiprófa sem lögð eru fyrir í íslenskum grunnskólum? Ég er kannski hvöss í þessari grein en tónninn hér er viðbragð við órökstuddum dylgjum um lygar og blekkingar starfsfólks Háskóla íslands sem ekki eru sæmandi kjörnum fulltrúa þjóðarinnar. Höfundur er doktor í taugavísindum og dósent við Sálfræðideild Háskóla Íslands.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun