„Sögðumst ætla að ná topp fjórum og enduðum í þriðja sætinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. mars 2023 21:52 Mate Dalmay, þjálfari Hauka. Vísir/Diego „Ég upplifi þetta eins og við séum á kosningavöku, þar sem einhverjar tölur eru að fara að detta inn.“ Sagði Máté Dalmay, þjálfari Hauka, þegar hann mætti í viðtal eftir flottan sigur sinna manna gegn Breiðablik nú í kvöld. Lokamínútan í grannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur var í gangi en sigur Njarðvíkur tryggði Haukum þriðja sætið í deildinni. „Það skiptir engu máli hvort liðið við fáum. Þau eru bæði helvíti góð. Menn vilja samt spara sér bensínpeninginn og sleppa því að fara á Krókinn. “ Um leið og Máté lætur þessi orð falla klárast leikur Keflavíkur og Njarðvíkur og ljóst er að Haukar mæta Þór Þorlákshöfn í úrslitakeppninni. Hvernig líst Máté á að fá Þór Þorlákshöfn? „Það er bara staðfest að við séum í þriðja sæti. Þeir eru mjög heitir en hins vegar töpuðu þeir fyrir okkur með tíu stigum á heimavelli. Ég er mjög spenntur að mæta heitum Þórsurum. Þeir eru með sérstakt lið. Þeir eru með Ameríkana sem gerir mjög mikið. Við erum með hörku varnarmenn þannig að ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni. “ Þegar Máté er spurður um leikinn hér í kvöld er ljóst að honum er mjög létt. „Ég er bara ánægður að þetta sé búið. Þessir tveir síðustu leikir hafa í raun verið svolítið steiktir. Mér finnst mannskapurinn einhvern veginn einbeittari að því að halda sér heilum, meiðast ekki og bíða eftir úrslitakeppninni í staðinn fyrir að gera hlutina almennilega. Bæði hér og í Grindavík.“ Frammistaða Hauka í vetur kemur eftilvill mörgum á óvart, nýliðarnir lenda í þriðja sæti. Var þetta eitthvað sem þjálfarinn sá fyrir. „Við endum í þriðja sæti. Þetta er under promised og over delivered. Við sögðumst ætla að ná topp fjórum og enduðum í þriðja sætinu.“ Breki Gylfason var ekkert með Haukum í dag. Hver er staðan á honum og hópnum svona rétt fyrir úrslitakeppnina? „Staðan á hópnum er bara góð. Breki sat úti í dag svo hann verður 110 prósent í næstu viku. Aðrir eru vonandi að toppa á réttum tíma.“ Subway-deild karla Haukar Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Breiðablik 105-97 | Veik úrslitakeppnisvon Blika varð að engu Haukar unnu góðan átta stiga sigur er liðið tók á móti Breiðablik í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 105-97. Tapið þýðir að veik von Blika um sæti í úrslitakeppninni varð að engu. 30. mars 2023 20:48 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
„Það skiptir engu máli hvort liðið við fáum. Þau eru bæði helvíti góð. Menn vilja samt spara sér bensínpeninginn og sleppa því að fara á Krókinn. “ Um leið og Máté lætur þessi orð falla klárast leikur Keflavíkur og Njarðvíkur og ljóst er að Haukar mæta Þór Þorlákshöfn í úrslitakeppninni. Hvernig líst Máté á að fá Þór Þorlákshöfn? „Það er bara staðfest að við séum í þriðja sæti. Þeir eru mjög heitir en hins vegar töpuðu þeir fyrir okkur með tíu stigum á heimavelli. Ég er mjög spenntur að mæta heitum Þórsurum. Þeir eru með sérstakt lið. Þeir eru með Ameríkana sem gerir mjög mikið. Við erum með hörku varnarmenn þannig að ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni. “ Þegar Máté er spurður um leikinn hér í kvöld er ljóst að honum er mjög létt. „Ég er bara ánægður að þetta sé búið. Þessir tveir síðustu leikir hafa í raun verið svolítið steiktir. Mér finnst mannskapurinn einhvern veginn einbeittari að því að halda sér heilum, meiðast ekki og bíða eftir úrslitakeppninni í staðinn fyrir að gera hlutina almennilega. Bæði hér og í Grindavík.“ Frammistaða Hauka í vetur kemur eftilvill mörgum á óvart, nýliðarnir lenda í þriðja sæti. Var þetta eitthvað sem þjálfarinn sá fyrir. „Við endum í þriðja sæti. Þetta er under promised og over delivered. Við sögðumst ætla að ná topp fjórum og enduðum í þriðja sætinu.“ Breki Gylfason var ekkert með Haukum í dag. Hver er staðan á honum og hópnum svona rétt fyrir úrslitakeppnina? „Staðan á hópnum er bara góð. Breki sat úti í dag svo hann verður 110 prósent í næstu viku. Aðrir eru vonandi að toppa á réttum tíma.“
Subway-deild karla Haukar Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Breiðablik 105-97 | Veik úrslitakeppnisvon Blika varð að engu Haukar unnu góðan átta stiga sigur er liðið tók á móti Breiðablik í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 105-97. Tapið þýðir að veik von Blika um sæti í úrslitakeppninni varð að engu. 30. mars 2023 20:48 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Breiðablik 105-97 | Veik úrslitakeppnisvon Blika varð að engu Haukar unnu góðan átta stiga sigur er liðið tók á móti Breiðablik í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 105-97. Tapið þýðir að veik von Blika um sæti í úrslitakeppninni varð að engu. 30. mars 2023 20:48