Minnst þrjátíu og fimm létust þegar gólf gaf sig og tugir féllu í brunn Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 31. mars 2023 10:23 Margir féllu ofan í brunninn og minnst 35 létust. AP Að minnsta kosti þrjátíu og fimm létu lífið þegar gólf í musteri Hindúa á Indlandi gaf sig í morgun. Fólkið féll ofan í vatnsbrunn sem var undir gólfinu og drukknaði en vatnið mun hafa verið um átta metrar á dýpt. Enn er verið að leita í brunninum og er eins manns saknað, samkvæmt AP fréttaveitunni. Mikill fjöldi fólks var í musterinu þar sem trúarhátíð var í gangi. en björgunarfólki tókst að bjarga fjórtán á lífi upp úr brunninum. Nrendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segist harmi sleginn yfir slysinu. Staðarmiðlar segja að musterið hafi verið byggt fyrir um fjörutíu árum en áður hafði brunnurinn verið byrgður og tekinn úr notkun. Margir sátu á loki brunnsins og voru við bænir þegar það gaf sig. Vitni sagði Times of India að fólk hefði ekki áttað sig á því hvað væri að gerast. Fyrst hefði hávær hvellur heyrst og svo hefði gólfið gefið sig og við það hefðu gestir musterisins sem voru við bænir fallið ofan í holuna. Um 140 manns, og þar á meðal hermenn, hafa komið að björgunarstörfum og var notast við stiga og reipi til að koma fólki, bæði látnu og lifandi, upp úr brunninum. Þá var vatni dælt úr honum. Times of India segir að eigendum musterisins hafi verið skipað í janúar að opna brunninn þar sem lokun hans hefði verið ólögleg og hættuleg. Atvik sem þessi eru ekki óalgeng á Indlandi. Í október hrundi aldargömul brú í á í Gujarat en þá voru hundruð manna á brúnni og minnst 132 dóu. Það slys var það versta á Indlandi um árabil. Í sjónvarpsfréttinni hér að neðan má sjá myndefni frá vettvangi. Indland Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Sjá meira
Enn er verið að leita í brunninum og er eins manns saknað, samkvæmt AP fréttaveitunni. Mikill fjöldi fólks var í musterinu þar sem trúarhátíð var í gangi. en björgunarfólki tókst að bjarga fjórtán á lífi upp úr brunninum. Nrendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segist harmi sleginn yfir slysinu. Staðarmiðlar segja að musterið hafi verið byggt fyrir um fjörutíu árum en áður hafði brunnurinn verið byrgður og tekinn úr notkun. Margir sátu á loki brunnsins og voru við bænir þegar það gaf sig. Vitni sagði Times of India að fólk hefði ekki áttað sig á því hvað væri að gerast. Fyrst hefði hávær hvellur heyrst og svo hefði gólfið gefið sig og við það hefðu gestir musterisins sem voru við bænir fallið ofan í holuna. Um 140 manns, og þar á meðal hermenn, hafa komið að björgunarstörfum og var notast við stiga og reipi til að koma fólki, bæði látnu og lifandi, upp úr brunninum. Þá var vatni dælt úr honum. Times of India segir að eigendum musterisins hafi verið skipað í janúar að opna brunninn þar sem lokun hans hefði verið ólögleg og hættuleg. Atvik sem þessi eru ekki óalgeng á Indlandi. Í október hrundi aldargömul brú í á í Gujarat en þá voru hundruð manna á brúnni og minnst 132 dóu. Það slys var það versta á Indlandi um árabil. Í sjónvarpsfréttinni hér að neðan má sjá myndefni frá vettvangi.
Indland Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Sjá meira