Hátt í hundrað missa vinnuna: „Kolvitlaust gefið á þessum markaði“ Atli Ísleifsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 31. mars 2023 11:44 Blaðamenn Fréttablaðsins og 433 á spjalli á ritstjórninni. Vísir/Arnar Hátt í hundrað manns missa vinnuna í tengslum við að hætt hafi verið við útgáfu Fréttablaðsins og að útsendingar Hringbrautar stöðvast. Þetta segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, í samtali við fréttastofu. Starfsfólki var tilkynnt um ákvörðunina á starfsmannafundi í morgun. Hann segir þetta mikinn sorgardag fyrir allt samstarfsfólkið á Torgi sem hafi verið að gefa út dagblað, vef og unnið við sjónvarp og hlaðvörp. „Róðið lífróður í þessu starfi við mjög erfiðar aðstæður, eftir heimsfaraldurinn, eftir Úkraínustríðið sem hefur haft mikil áhrif á rekstur og í raun rekstur allra einkarekinna fjölmiðla. Það er þverpólitísk sátt um að hlúa að einum fjölmiðli sem er ríkisfjölmiðillinn. Hinir mega svo gott sem eiga sig. Það þekkja allir sem reka einkarekna fjölmiðla í dag að það er mjög hart sótt að þeim af hinu opinbera. Hvort heldur sem það heiti fjölmiðlanefnd eða yfirleitt pólitískur áhugi á að reka hér lýðræðislega, þróttmikla fjölmiðla í landinu,“ segir Sigmundur Ernir. Kolvitlaust gefið Sigmundur Ernir segir þetta vera sorgardag fyrir þjóðina sem hafi haft afskaplega gaman af því að lesa Fréttablaðið, njóta Hringbrautar og allrar þeirrar menningar og sögu sem þar hefur birst landsmönnum. „Þetta er áfall fyrir lýðræði í landinu,“ segir Sigmundur Ernir. Hann segir kolvitlaust vera gefið á fjölmiðlamarkaði og það hafi verið allar götur frá því að einokun Ríkisútvarpsins hafi verið afnumin á ljósvakamiðlum. „Það hefur aldrei verið gert ráð fyrir því að einkareknir fjölmiðlar væru reknir við hliðina á Ríkisútvarpinu. Það hefur allt forskotið og það er þverpólitísk sátt um að hafa þetta svona og meðan svo verður munu einkareknir fjölmiðlar leggja upp laupana í ríkari mæli,“ segir Sigmundur Ernir. Fólk að pakka saman, Sigmundur þeirra á meðal Hann segir hátt í hundrað manns missa vinnuna hjá fyrirtækinu. „Fólk er að fara og pakka saman.“ Sigmundur Ernir segir tólf starfsmenn áfram vera starfandi á dv.is en hinir þurfa að leita sér að vinnu. Hann segist sjálfur vera í hópi þeirra sem láti nú af störfum. Var það banabitinn að hætta að bera Fréttablaðið í hús? „Við höfðum ekki lengur efni á því að dreifa blaðinu í hús, ókeypis fyrir landsmenn alla. Það kostaði okkur um milljarð á ári og við áttum hann ekki í fórum okkar. Við reyndum þessa tilraun að hafa blaðið aðgengilegt á fjölförnum stöðum en auglýsingarnar skiluðu sér ekki eftir það og því fór sem fór.“ Hvernig voru viðbrögð starfsfólks þegar þetta var tilkynnt í morgun? „Döpur,“ segir Sigmundur Ernir. Hann segir ekki hafa verið reiði meðal starfsfólks. „VIð höfum staðið þétt saman. Það hefur verið gaman á hverjum einasta degi. Skemmtilegt fólk, miklir vinir og við kvödddum hvort annað með virðingu.“ Þetta ber brátt að. Var aðdragandinn langur og hefði verið hægt að milda höggið. Þurfti að tilkynna þetta svona allt í einu? „Það er aldrei þægilegt að tilkynna svona hluti og það er aldrei ein rétt aðferð að gera það. En um áramót lögðum við af stað í þessa vegferð. Við gerðum tilraun með því að dreifa Fréttablaðinu á fjölförnum stöðum og við ætluðum að gera þá tilraun til þriggja mánaða. Nú eru þeir þrír mánuðir að baki og við sjáum fram á það að við munum halda áfram að tapa peningum og þeir peningar eru einfaldlega ekki til.“ Hann segir að stjórnendur fyrirtækisins hafi gert sér grein fyrir því um áramót að svona gæti farið eftir þriggja mánaða tilraun. Vinnumarkaður Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42 Nýjung í fjölmiðlasögunni og kveikjan að stjórnskipunarlegri byltingu Blað var brotið í fjölmiðla- og stjórmálasögu Íslands þegar Fréttablaðið byrjaði að koma út fyrir rúmum tuttugu árum. Það var fyrsta frídreifingarblað landsins og kom við sögu þegar forseti beitti synjunarvaldi í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. 31. mars 2023 11:37 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Þetta segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, í samtali við fréttastofu. Starfsfólki var tilkynnt um ákvörðunina á starfsmannafundi í morgun. Hann segir þetta mikinn sorgardag fyrir allt samstarfsfólkið á Torgi sem hafi verið að gefa út dagblað, vef og unnið við sjónvarp og hlaðvörp. „Róðið lífróður í þessu starfi við mjög erfiðar aðstæður, eftir heimsfaraldurinn, eftir Úkraínustríðið sem hefur haft mikil áhrif á rekstur og í raun rekstur allra einkarekinna fjölmiðla. Það er þverpólitísk sátt um að hlúa að einum fjölmiðli sem er ríkisfjölmiðillinn. Hinir mega svo gott sem eiga sig. Það þekkja allir sem reka einkarekna fjölmiðla í dag að það er mjög hart sótt að þeim af hinu opinbera. Hvort heldur sem það heiti fjölmiðlanefnd eða yfirleitt pólitískur áhugi á að reka hér lýðræðislega, þróttmikla fjölmiðla í landinu,“ segir Sigmundur Ernir. Kolvitlaust gefið Sigmundur Ernir segir þetta vera sorgardag fyrir þjóðina sem hafi haft afskaplega gaman af því að lesa Fréttablaðið, njóta Hringbrautar og allrar þeirrar menningar og sögu sem þar hefur birst landsmönnum. „Þetta er áfall fyrir lýðræði í landinu,“ segir Sigmundur Ernir. Hann segir kolvitlaust vera gefið á fjölmiðlamarkaði og það hafi verið allar götur frá því að einokun Ríkisútvarpsins hafi verið afnumin á ljósvakamiðlum. „Það hefur aldrei verið gert ráð fyrir því að einkareknir fjölmiðlar væru reknir við hliðina á Ríkisútvarpinu. Það hefur allt forskotið og það er þverpólitísk sátt um að hafa þetta svona og meðan svo verður munu einkareknir fjölmiðlar leggja upp laupana í ríkari mæli,“ segir Sigmundur Ernir. Fólk að pakka saman, Sigmundur þeirra á meðal Hann segir hátt í hundrað manns missa vinnuna hjá fyrirtækinu. „Fólk er að fara og pakka saman.“ Sigmundur Ernir segir tólf starfsmenn áfram vera starfandi á dv.is en hinir þurfa að leita sér að vinnu. Hann segist sjálfur vera í hópi þeirra sem láti nú af störfum. Var það banabitinn að hætta að bera Fréttablaðið í hús? „Við höfðum ekki lengur efni á því að dreifa blaðinu í hús, ókeypis fyrir landsmenn alla. Það kostaði okkur um milljarð á ári og við áttum hann ekki í fórum okkar. Við reyndum þessa tilraun að hafa blaðið aðgengilegt á fjölförnum stöðum en auglýsingarnar skiluðu sér ekki eftir það og því fór sem fór.“ Hvernig voru viðbrögð starfsfólks þegar þetta var tilkynnt í morgun? „Döpur,“ segir Sigmundur Ernir. Hann segir ekki hafa verið reiði meðal starfsfólks. „VIð höfum staðið þétt saman. Það hefur verið gaman á hverjum einasta degi. Skemmtilegt fólk, miklir vinir og við kvödddum hvort annað með virðingu.“ Þetta ber brátt að. Var aðdragandinn langur og hefði verið hægt að milda höggið. Þurfti að tilkynna þetta svona allt í einu? „Það er aldrei þægilegt að tilkynna svona hluti og það er aldrei ein rétt aðferð að gera það. En um áramót lögðum við af stað í þessa vegferð. Við gerðum tilraun með því að dreifa Fréttablaðinu á fjölförnum stöðum og við ætluðum að gera þá tilraun til þriggja mánaða. Nú eru þeir þrír mánuðir að baki og við sjáum fram á það að við munum halda áfram að tapa peningum og þeir peningar eru einfaldlega ekki til.“ Hann segir að stjórnendur fyrirtækisins hafi gert sér grein fyrir því um áramót að svona gæti farið eftir þriggja mánaða tilraun.
Vinnumarkaður Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42 Nýjung í fjölmiðlasögunni og kveikjan að stjórnskipunarlegri byltingu Blað var brotið í fjölmiðla- og stjórmálasögu Íslands þegar Fréttablaðið byrjaði að koma út fyrir rúmum tuttugu árum. Það var fyrsta frídreifingarblað landsins og kom við sögu þegar forseti beitti synjunarvaldi í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. 31. mars 2023 11:37 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42
Nýjung í fjölmiðlasögunni og kveikjan að stjórnskipunarlegri byltingu Blað var brotið í fjölmiðla- og stjórmálasögu Íslands þegar Fréttablaðið byrjaði að koma út fyrir rúmum tuttugu árum. Það var fyrsta frídreifingarblað landsins og kom við sögu þegar forseti beitti synjunarvaldi í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. 31. mars 2023 11:37
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent