Til hvers eru háskólar? Finnur Dellsén skrifar 3. apríl 2023 08:00 Nýlega hafa skapast umræður um stöðu íslenskra háskóla, gildi hugvísinda og áhrif gervigreindar á vísindi og fræði. Af þessu tilefni er við hæfi að velta upp grundvallarspurningu um tilgang háskóla: Til hvers erum við á litla Íslandi að halda úti þessum stofnunum, með ærnum tilkostnaði (þótt hann sé að vísu minni hérlendis en víðast hvar annars staðar)? Spurningin er sérstaklega brýn nú á öld internets og gervigreindar þegar hægt virðist vera að nálgast allar mögulegar upplýsingar á hvaða formi sem er. Í grófum dráttum má segja að til séu tvær andstæðar meginhugmyndir um tilgang háskóla, hérlendis sem annars staðar. Önnur hugmyndin – og sú sem endurspeglast oftast í opinberri umræðu, meðal annars nýlega hjá ráðherra háskólamála – er að háskólum sé fyrst og fremst ætlað að undirbúa nemendur fyrir hin ýmsu störf sem þeim er ætlað að sinna að háskólanáminu loknu. Samkvæmt þessari hugmynd eru háskólar í eðli sínu ekkert ólíkir fyrri skólastigum og í raun einskonar framhald á framhaldsskólagöngunni. Háskólar væru þá réttnefndir framhalds-framhaldsskólar. Önnur hugmynd um tilgang háskóla – sem mér sýnist hafa horfið úr hugmyndaheimi sumra stjórnmálamanna – er sú að háskólum sé fyrst og fremst ætlað að skapa þekkingu sem gagnast samfélaginu í víðum skilningi. Samkvæmt þessari hugmynd er nám og kennsla á háskólastigi ekki eintómur undirbúningur fyrir störf að loknu námi heldur mikilvægur hluti af þekkingarsköpuninni sem á sér þar stað. Háskólanemar eru virkir þátttakendur í þessari þekkingarsköpun, meðal annars með því að setja fram nýjar hugmyndir og endurskoða eldri kenningar frá nýjum sjónarhornum. Þessi hugmynd leggur þannig áherslu á að háskólar séu í eðli sínu samfélög fólks – nemenda og kennara, meðal annarra – sem skapa þekkingu í sameiningu, en ekki stofnanir þar sem þekkingunni er miðlað frá einum hópi til annars. Þetta er í grófum dráttum sú hugmynd sem orðið háskóli, í skilningi latneska orðsins universitas, vísaði upprunalega til: Háskólar eru þekkingarsköpunarsamfélög. Ef fyrri hugmyndin um háskóla er lögð til grundvallar – ef háskólar eru ekkert annað en framhalds-framhaldsskólar – þá má færa sannfærandi rök fyrir því að hérlendir háskólar standi illa að vígi og eigi sér tæpast bjarta framtíð. Eins og margoft hefur verið bent á eru fleiri háskólanemar á hvern kennara hér á landi en í samanburðarlöndum og ekkert sem bendir til að það breytist í bráð. Kennsla á örtungumáli eins og íslensku felur auk þess í sér ýmsar áskoranir, svo sem varðandi námsefnisgerð, sem gerir kennsluundirbúning tímafrekari og kostnaðarsamari en ella. Eflaust skapar þetta fyrr eða seinna þrýsting á að láta nemendur frekar taka risanetnámskeið erlendis frá, sem eru bæði ódýrari og yfirleitt á alþjóðamálinu ensku. Reyndar má líka velta því fyrir sér hvort nokkur þörf sé á háskólum yfirleitt samkvæmt þessu viðhorfi. Með tilkomu nýjustu gervigreindarforrita má sjá fyrir sér að hægt sé að láta gervigreindina sjá um flest það sem háskólanemar eiga að hafa lært af kennurum sínum að námi loknu, þar á meðal forritun, textasmíði, útreikninga og fleira. Gervigreindarforritin sem nýlega komu á markað eru snilldarlega hönnuð til að safna saman og samþætta þá þekkingu sem fyrir er í samfélaginu og spýta út úr sér afurðum af því tagi sem við óskum eftir, svo sem ritgerðum, skýrslum og forritunarkóðum. Ef hlutverk nemenda í háskólum er einungis að tileinka sér þekkingu sem aðrir hafa aflað þá eru gervigreindarforritin nú þegar betri en flestir nemendur og því rökrétt næsta skref að leggja hefðbundið háskólanám niður að mestu leyti. En hvað ef seinni hugmyndin um háskóla er lögð til grundvallar? Hvað ef tilgangur háskóla er fyrst og fremst að skapa þekkingu, og hlutverk háskólanema er meðal annars að taka þátt í þeirri þekkingarsköpun? Þá held ég að framtíð íslenskra háskóla sé öllu bjartari. Rannsóknir á Íslandi líða að vísu fyrir vanfjármögnun, og úr því þarf að bæta sem allra fyrst, en rannsakendur við íslenska háskóla eru engu að síður margir hverjir á heimsmælikvarða. Þetta á ekki síst við um hugvísindin hérlendis, sem mörg hver standa mjög sterkt hvað rannsóknir varðar ef marka má alþjóðlega mælikvarða. Þennan árangur má meðal annars þakka áhugasömum og hugmyndaríkum nemendum sem taka virkan þátt í þeirri samræðu sem slíkar rannsóknir byggja gjarnan á. Árangurinn má eflaust líka þakka sérstöðu Íslands að ýmsu leyti, meðal annars okkar litla og sérstaka tungumáli, sem er að mörgu leyti styrkur frekar en veikleiki hvað hugvísindarannsóknir varðar. Eins má leiða líkum að því að aukin notkun gervigreindarforrita og internetsins almennt ógni háskólastarfi síður eða alls ekki ef hugmyndin um háskóla sem þekkingarsköpunarsamfélag er lögð til grundvallar. Fátt bendir til þess að sú tegund gervigreindar sem nú er að ryðja sér til rúms geti komið í staðinn fyrir þá gagnrýnu og skapandi hugsun sem á sér stað innan háskólasamfélaga þegar ný þekking verður til. Þörfin á að skapa nýja þekkingu í gagnrýnu samtali, til dæmis milli nemenda og kennara, verður síst minni með tilkomu þessarar tækni, því einhvers staðar verður sú þekking sem miðlað er áfram með hjálp tækninnar að verða til. Háskólarnir eru sá staður og verða það vonandi áfram – ef við pössum okkur á að smætta þá ekki niður í eintómar undirbúningsstofnanir fyrir atvinnulífið. Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Tækni Gervigreind Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega hafa skapast umræður um stöðu íslenskra háskóla, gildi hugvísinda og áhrif gervigreindar á vísindi og fræði. Af þessu tilefni er við hæfi að velta upp grundvallarspurningu um tilgang háskóla: Til hvers erum við á litla Íslandi að halda úti þessum stofnunum, með ærnum tilkostnaði (þótt hann sé að vísu minni hérlendis en víðast hvar annars staðar)? Spurningin er sérstaklega brýn nú á öld internets og gervigreindar þegar hægt virðist vera að nálgast allar mögulegar upplýsingar á hvaða formi sem er. Í grófum dráttum má segja að til séu tvær andstæðar meginhugmyndir um tilgang háskóla, hérlendis sem annars staðar. Önnur hugmyndin – og sú sem endurspeglast oftast í opinberri umræðu, meðal annars nýlega hjá ráðherra háskólamála – er að háskólum sé fyrst og fremst ætlað að undirbúa nemendur fyrir hin ýmsu störf sem þeim er ætlað að sinna að háskólanáminu loknu. Samkvæmt þessari hugmynd eru háskólar í eðli sínu ekkert ólíkir fyrri skólastigum og í raun einskonar framhald á framhaldsskólagöngunni. Háskólar væru þá réttnefndir framhalds-framhaldsskólar. Önnur hugmynd um tilgang háskóla – sem mér sýnist hafa horfið úr hugmyndaheimi sumra stjórnmálamanna – er sú að háskólum sé fyrst og fremst ætlað að skapa þekkingu sem gagnast samfélaginu í víðum skilningi. Samkvæmt þessari hugmynd er nám og kennsla á háskólastigi ekki eintómur undirbúningur fyrir störf að loknu námi heldur mikilvægur hluti af þekkingarsköpuninni sem á sér þar stað. Háskólanemar eru virkir þátttakendur í þessari þekkingarsköpun, meðal annars með því að setja fram nýjar hugmyndir og endurskoða eldri kenningar frá nýjum sjónarhornum. Þessi hugmynd leggur þannig áherslu á að háskólar séu í eðli sínu samfélög fólks – nemenda og kennara, meðal annarra – sem skapa þekkingu í sameiningu, en ekki stofnanir þar sem þekkingunni er miðlað frá einum hópi til annars. Þetta er í grófum dráttum sú hugmynd sem orðið háskóli, í skilningi latneska orðsins universitas, vísaði upprunalega til: Háskólar eru þekkingarsköpunarsamfélög. Ef fyrri hugmyndin um háskóla er lögð til grundvallar – ef háskólar eru ekkert annað en framhalds-framhaldsskólar – þá má færa sannfærandi rök fyrir því að hérlendir háskólar standi illa að vígi og eigi sér tæpast bjarta framtíð. Eins og margoft hefur verið bent á eru fleiri háskólanemar á hvern kennara hér á landi en í samanburðarlöndum og ekkert sem bendir til að það breytist í bráð. Kennsla á örtungumáli eins og íslensku felur auk þess í sér ýmsar áskoranir, svo sem varðandi námsefnisgerð, sem gerir kennsluundirbúning tímafrekari og kostnaðarsamari en ella. Eflaust skapar þetta fyrr eða seinna þrýsting á að láta nemendur frekar taka risanetnámskeið erlendis frá, sem eru bæði ódýrari og yfirleitt á alþjóðamálinu ensku. Reyndar má líka velta því fyrir sér hvort nokkur þörf sé á háskólum yfirleitt samkvæmt þessu viðhorfi. Með tilkomu nýjustu gervigreindarforrita má sjá fyrir sér að hægt sé að láta gervigreindina sjá um flest það sem háskólanemar eiga að hafa lært af kennurum sínum að námi loknu, þar á meðal forritun, textasmíði, útreikninga og fleira. Gervigreindarforritin sem nýlega komu á markað eru snilldarlega hönnuð til að safna saman og samþætta þá þekkingu sem fyrir er í samfélaginu og spýta út úr sér afurðum af því tagi sem við óskum eftir, svo sem ritgerðum, skýrslum og forritunarkóðum. Ef hlutverk nemenda í háskólum er einungis að tileinka sér þekkingu sem aðrir hafa aflað þá eru gervigreindarforritin nú þegar betri en flestir nemendur og því rökrétt næsta skref að leggja hefðbundið háskólanám niður að mestu leyti. En hvað ef seinni hugmyndin um háskóla er lögð til grundvallar? Hvað ef tilgangur háskóla er fyrst og fremst að skapa þekkingu, og hlutverk háskólanema er meðal annars að taka þátt í þeirri þekkingarsköpun? Þá held ég að framtíð íslenskra háskóla sé öllu bjartari. Rannsóknir á Íslandi líða að vísu fyrir vanfjármögnun, og úr því þarf að bæta sem allra fyrst, en rannsakendur við íslenska háskóla eru engu að síður margir hverjir á heimsmælikvarða. Þetta á ekki síst við um hugvísindin hérlendis, sem mörg hver standa mjög sterkt hvað rannsóknir varðar ef marka má alþjóðlega mælikvarða. Þennan árangur má meðal annars þakka áhugasömum og hugmyndaríkum nemendum sem taka virkan þátt í þeirri samræðu sem slíkar rannsóknir byggja gjarnan á. Árangurinn má eflaust líka þakka sérstöðu Íslands að ýmsu leyti, meðal annars okkar litla og sérstaka tungumáli, sem er að mörgu leyti styrkur frekar en veikleiki hvað hugvísindarannsóknir varðar. Eins má leiða líkum að því að aukin notkun gervigreindarforrita og internetsins almennt ógni háskólastarfi síður eða alls ekki ef hugmyndin um háskóla sem þekkingarsköpunarsamfélag er lögð til grundvallar. Fátt bendir til þess að sú tegund gervigreindar sem nú er að ryðja sér til rúms geti komið í staðinn fyrir þá gagnrýnu og skapandi hugsun sem á sér stað innan háskólasamfélaga þegar ný þekking verður til. Þörfin á að skapa nýja þekkingu í gagnrýnu samtali, til dæmis milli nemenda og kennara, verður síst minni með tilkomu þessarar tækni, því einhvers staðar verður sú þekking sem miðlað er áfram með hjálp tækninnar að verða til. Háskólarnir eru sá staður og verða það vonandi áfram – ef við pössum okkur á að smætta þá ekki niður í eintómar undirbúningsstofnanir fyrir atvinnulífið. Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun