Hopp fer í leigubílarekstur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. apríl 2023 13:01 Eyþór Máni, framkvæmdastjóri Hopp, og Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp leigubílar. Aðsend Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. „Í kjölfar lagabreytinganna sem voru kynntar núna í lok síðasta árs og byrjun þessa ákváðum við að fara í það verkefni að gerast leigubílaþjónusta til að mæta inn á þennan nýja og samkeppnishæfa markað, bjóða leigubílstjórum upp á bætta hugbúnaðarupplifun og auka aðgengi notendanna að þjónustunni,“ segir Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp. Með þessari nýjung telji hann að fleiri muni nýta sér leigubílaþjónustu. Leigubílaþjónusta Hopp verði meira í takt við það sem þekkist hjá fyrirtækjum erlendis, eins og Uber. Fólk geti þannig séð nálæga bíla í appinu, deilt leigubíl með fleirum og svo framvegis. Þá verði hugbúnaðurinn sem notast verður við heilbrigður fyrir markaðinn. „Með því að bjóða verð fyrirfram, með því að segja hvaða aðili er að keyra hvern og vita það á hverjum tíma. Með því að bjóða stjörnugjöf í lok ferðar bæði fyrir farþega og bílstjóra getur öllum liðið betur og öll tekið leigubíl oftar,“ segir Eyþór. Leigubílstjórar hafa lýst yfir áhyggjum af tilkomu fyrirtækja eins og Uber en Eyþór segir þær áhyggjur ekki eiga við Hopp. „Við erum bókstaflega ekki Uber. Það er strax hægt að slá það út af borðinu en það er auðvitað möguleiki að slíkt fyrirtæki komi inn á markaðinn. Heilbrigð samkeppni á markaðnum er eitthvað sem við fögnum klárlega.“ Í dag opnar fyrir leigubílstjóra að skrá sig hjá Hopp og þegar nógu margir hafa skráð sig verði opnað fyrir neytendur. „Það verður örugglega aðeins seinna í vor.“ Notast verður við Hopp-appið, sem þegar er í notkun fyrir deilibíla og rafhlaupahjól. Þannig geta notendur séð þá bíla sem eru næstir. „Fyrir farþega verður þetta ein og sama þjónustan. Markmiðið er að verða A-B farveitan þannig að þú opnar appið til að fara í þitt ferðalag sama hvernig það er. Við erum þannig að gera bíllausan lífstíl aðgengilegri fyrir hvern sem er. Bíllaus lífstíll þýðir fleiri ferðir fyrir leigubílstjóra.“ Leigubílar Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Frumvarpið sem leigubílstjórar óttast orðið að lögum Leigubílafrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra var samþykkt nú síðdegis með 38 atkvæðum. Tíu þingmenn sögðu nei. Frumvarpið rýmkar skilyrði sem þarf til að reka leigubíl, meðal annars með því að afnema reglur um heildarfjölda starfsleyfa. 16. desember 2022 16:37 Fólk furði sig oft á því hversu ódýrt farið er Lögregla lokaði Tjarnargötu í miðborg Reykjavíkur í morgun vegna mótmæla leigubílstjóra, sem óku þar bílum sínum og þöndu flautur, á meðan ríkisstjórnin fundaði í ráðherrabústaðnum. Leigubílstjórar krefjast þess að afgreiðslu leigubílafrumvarps innviðaráðherra, sem verður til umræðu á Alþingi í dag, verði frestað. 16. desember 2022 11:43 Stórnotendur leigubíla hlynntir Uber-þjónustu: „Leigubílakerfið komið til ára sinna“ Samkvæmt nýrri könnun eru stórnotendur leigubíla hvað hlynntastir því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber hér á landi. Lögfræðingur hjá Viðskiptaráði segir ljóst að leigubílakerfið sé komið til ára sinna. 5. nóvember 2022 12:19 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
„Í kjölfar lagabreytinganna sem voru kynntar núna í lok síðasta árs og byrjun þessa ákváðum við að fara í það verkefni að gerast leigubílaþjónusta til að mæta inn á þennan nýja og samkeppnishæfa markað, bjóða leigubílstjórum upp á bætta hugbúnaðarupplifun og auka aðgengi notendanna að þjónustunni,“ segir Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp. Með þessari nýjung telji hann að fleiri muni nýta sér leigubílaþjónustu. Leigubílaþjónusta Hopp verði meira í takt við það sem þekkist hjá fyrirtækjum erlendis, eins og Uber. Fólk geti þannig séð nálæga bíla í appinu, deilt leigubíl með fleirum og svo framvegis. Þá verði hugbúnaðurinn sem notast verður við heilbrigður fyrir markaðinn. „Með því að bjóða verð fyrirfram, með því að segja hvaða aðili er að keyra hvern og vita það á hverjum tíma. Með því að bjóða stjörnugjöf í lok ferðar bæði fyrir farþega og bílstjóra getur öllum liðið betur og öll tekið leigubíl oftar,“ segir Eyþór. Leigubílstjórar hafa lýst yfir áhyggjum af tilkomu fyrirtækja eins og Uber en Eyþór segir þær áhyggjur ekki eiga við Hopp. „Við erum bókstaflega ekki Uber. Það er strax hægt að slá það út af borðinu en það er auðvitað möguleiki að slíkt fyrirtæki komi inn á markaðinn. Heilbrigð samkeppni á markaðnum er eitthvað sem við fögnum klárlega.“ Í dag opnar fyrir leigubílstjóra að skrá sig hjá Hopp og þegar nógu margir hafa skráð sig verði opnað fyrir neytendur. „Það verður örugglega aðeins seinna í vor.“ Notast verður við Hopp-appið, sem þegar er í notkun fyrir deilibíla og rafhlaupahjól. Þannig geta notendur séð þá bíla sem eru næstir. „Fyrir farþega verður þetta ein og sama þjónustan. Markmiðið er að verða A-B farveitan þannig að þú opnar appið til að fara í þitt ferðalag sama hvernig það er. Við erum þannig að gera bíllausan lífstíl aðgengilegri fyrir hvern sem er. Bíllaus lífstíll þýðir fleiri ferðir fyrir leigubílstjóra.“
Leigubílar Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Frumvarpið sem leigubílstjórar óttast orðið að lögum Leigubílafrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra var samþykkt nú síðdegis með 38 atkvæðum. Tíu þingmenn sögðu nei. Frumvarpið rýmkar skilyrði sem þarf til að reka leigubíl, meðal annars með því að afnema reglur um heildarfjölda starfsleyfa. 16. desember 2022 16:37 Fólk furði sig oft á því hversu ódýrt farið er Lögregla lokaði Tjarnargötu í miðborg Reykjavíkur í morgun vegna mótmæla leigubílstjóra, sem óku þar bílum sínum og þöndu flautur, á meðan ríkisstjórnin fundaði í ráðherrabústaðnum. Leigubílstjórar krefjast þess að afgreiðslu leigubílafrumvarps innviðaráðherra, sem verður til umræðu á Alþingi í dag, verði frestað. 16. desember 2022 11:43 Stórnotendur leigubíla hlynntir Uber-þjónustu: „Leigubílakerfið komið til ára sinna“ Samkvæmt nýrri könnun eru stórnotendur leigubíla hvað hlynntastir því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber hér á landi. Lögfræðingur hjá Viðskiptaráði segir ljóst að leigubílakerfið sé komið til ára sinna. 5. nóvember 2022 12:19 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Frumvarpið sem leigubílstjórar óttast orðið að lögum Leigubílafrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra var samþykkt nú síðdegis með 38 atkvæðum. Tíu þingmenn sögðu nei. Frumvarpið rýmkar skilyrði sem þarf til að reka leigubíl, meðal annars með því að afnema reglur um heildarfjölda starfsleyfa. 16. desember 2022 16:37
Fólk furði sig oft á því hversu ódýrt farið er Lögregla lokaði Tjarnargötu í miðborg Reykjavíkur í morgun vegna mótmæla leigubílstjóra, sem óku þar bílum sínum og þöndu flautur, á meðan ríkisstjórnin fundaði í ráðherrabústaðnum. Leigubílstjórar krefjast þess að afgreiðslu leigubílafrumvarps innviðaráðherra, sem verður til umræðu á Alþingi í dag, verði frestað. 16. desember 2022 11:43
Stórnotendur leigubíla hlynntir Uber-þjónustu: „Leigubílakerfið komið til ára sinna“ Samkvæmt nýrri könnun eru stórnotendur leigubíla hvað hlynntastir því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber hér á landi. Lögfræðingur hjá Viðskiptaráði segir ljóst að leigubílakerfið sé komið til ára sinna. 5. nóvember 2022 12:19