Hæstiréttur vísar deilu Slayer við Secret Solstice aftur til Landsréttar Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2023 14:02 Tom Araya, söngvari og bassaleikari Slayer, á sviði, eflaust að syngja um dauða og djöful. Vísir/Getty Deila bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer við aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice heldur áfram að velkjast um fyrir íslenskum dómstólum eftir að Hæstiréttur vísaði hluta málsins aftur til Landsréttar í dag. Eitt félaganna sem tók við rekstri hátíðarinnar var sýknað af kröfu hljómsveitarinnar. K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki Slayer, hefur um nokkurra ára skeið reynt að krefja þáverandi og núverandi aðstandendur Secret Solstice um eftirstöðvar þóknunar sem sveitin var snuðuð um eftir að hún kom fram á hátíðinni sumarið 2018. Landsréttur sýknaði þrjú félög sem tóku við rekstri hátíðarinnar og einn stjórnarmann þeirra af kröfu umboðsfyrirtækisins í maí í fyrra. Fyrirtækið fékk að áfrýja málinu til Hæstaréttar á þeim forsendum að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um stofnun kröfu og greiðsluskyldu þegar fleiri en einn skuldari á í hlut. Niðurstaða Hæstaréttar var að sýkna eitt félaganna þriggja af kröfu Slayer en ómerkja hluta Landsréttardómsins sem snerist um skaðabótakröfu hljómsveitarinnar á hendur hinum félögunum tveimur og stjórnarmanninum. Landsréttur þarf því að taka þann hluta málsins upp aftur. Töldu framkvæmdastjóra hafa skuldbundið félagið um ummælum í fjölmiðlum Slayer kom fram á Secret Solstice í Laugardal í Reykjavík sumarið 2018. Solstice Productions, þáverandi rekstrarfélag hátíðarinnar, greiddi hljómsveitinni aldrei alla þóknun hennar sem samið hafði verið um. Friðrik Ólafsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, var dæmdur til þess að greiða K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki Slayer, eftirstöðvar þóknunarinnar árið 2020, alls um 133.000 dollara. Rekstrarfélagið fór í þrot og fékkst ekkert upp í kröfu umboðsfyrirtækisins. K2 Agency Limited stefndi þá þremur félögum sem tóku við rekstri Secret Solstice og Guðmundi Hreiðarssyni Viborg, stjúpföður eins af upphaflegu aðstandendum hátíðarinnar. Byggði krafa umboðsfyrirtækisins á að Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri Live events, eins félaganna sem tók yfir Secret Solstice, hefði skuldbundið félagið til að greiða kröfuna þegar hann lýsti því yfir í fjölmiðlum árið 2019 að gert yrði upp við þá tónlistarmenn sem fengu ekki greitt fyrir að koma fram á hátíðinni árið áður. K2 taldi ennfremur að verðmætum hafi verið ráðstafað frá gamla rekstrarfélaginu með ólögmætum og saknæmum hætti áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Guðmundur og félögin þrjú hefðu hagnast á því. Vegna náinna eigna- og stjórnunartengsl yrði að samsama Guðmund og nýju félögin því gamla. Sami hópur fólks stóð að öllum félögunum. Greiddi hátt í tuttugu milljónir króna upp í kröfuna Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á að Víkingur hefði skuldbundið félögin til að greiða skuldina við Slayer með ummælum sínum í fjölmiðlum. Voru Guðmundur og félögin þrjú dæmd til að greiða eftirstöðvarnar skuldirnar árið 2021. Ári síðar sneri Landsréttur niðurstöðunni við. Víkingur hefði ekki gefið skuldbindandi yfirlýsingu með ummælum sínum um endurgreiðslur. Sýknaði Landsréttur félögin þrjú og Guðmund af kröfu K2 Agency Limited að svo stöddu þar sem hann taldi ekki fullreynt að heimta kröfuna úr hendi Friðriks. Hæstiréttur staðfesti sýknu yfir Live Events þar sem hann taldi að ekki hefði verið sýnt fram á að Víkingur hefði haft heimild til þess að skuldbinda félagið til þess að greiða kröfu Slayer. Hins vegar taldi Hæstiréttur að Landsréti hafi borið að taka efnislega afstöðu til þess hvort að hin félögin tvö og Guðmundur bæru skaðabótaskyldu og ekki hafi verið lagaskilyrði til þess að sýkna þau að svo stöddu. Ómerkti rétturinn því dóm Landsréttar og vísaði málinu aftur til meðferðar þar. Eftir að leyfi til þess að áfrýja málinu til Hæstaréttar var veitt gerði Friðrik samkomulag við K2 Agency Limited um að stöðva innheimtu kröfunnar og að fella niður ábyrgð í september. Fól samkomulagið í sér að Friðrik greiddi umboðsfyrirtækinu 19,5 milljónir króna. Lækkaði umboðsfyrirtækið kröfu sína um það sem því nemur fyrir Hæstarétti. Hún hljóðar nú upp á um 12.700 dollara, jafnvirði rúmra 1,7 milljóna króna. Secret Solstice Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Slayer-dómur til kasta Hæstaréttar Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni K2 Agency Limited, umboðsfyrirtækis bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer, um að taka fyrir dóm Landsréttar þar sem aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice voru sýknaðir af hluta af kröfu um greiðslu skuldar við sveitina. 22. september 2022 13:18 337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 15. nóvember 2021 09:06 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki Slayer, hefur um nokkurra ára skeið reynt að krefja þáverandi og núverandi aðstandendur Secret Solstice um eftirstöðvar þóknunar sem sveitin var snuðuð um eftir að hún kom fram á hátíðinni sumarið 2018. Landsréttur sýknaði þrjú félög sem tóku við rekstri hátíðarinnar og einn stjórnarmann þeirra af kröfu umboðsfyrirtækisins í maí í fyrra. Fyrirtækið fékk að áfrýja málinu til Hæstaréttar á þeim forsendum að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um stofnun kröfu og greiðsluskyldu þegar fleiri en einn skuldari á í hlut. Niðurstaða Hæstaréttar var að sýkna eitt félaganna þriggja af kröfu Slayer en ómerkja hluta Landsréttardómsins sem snerist um skaðabótakröfu hljómsveitarinnar á hendur hinum félögunum tveimur og stjórnarmanninum. Landsréttur þarf því að taka þann hluta málsins upp aftur. Töldu framkvæmdastjóra hafa skuldbundið félagið um ummælum í fjölmiðlum Slayer kom fram á Secret Solstice í Laugardal í Reykjavík sumarið 2018. Solstice Productions, þáverandi rekstrarfélag hátíðarinnar, greiddi hljómsveitinni aldrei alla þóknun hennar sem samið hafði verið um. Friðrik Ólafsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, var dæmdur til þess að greiða K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki Slayer, eftirstöðvar þóknunarinnar árið 2020, alls um 133.000 dollara. Rekstrarfélagið fór í þrot og fékkst ekkert upp í kröfu umboðsfyrirtækisins. K2 Agency Limited stefndi þá þremur félögum sem tóku við rekstri Secret Solstice og Guðmundi Hreiðarssyni Viborg, stjúpföður eins af upphaflegu aðstandendum hátíðarinnar. Byggði krafa umboðsfyrirtækisins á að Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri Live events, eins félaganna sem tók yfir Secret Solstice, hefði skuldbundið félagið til að greiða kröfuna þegar hann lýsti því yfir í fjölmiðlum árið 2019 að gert yrði upp við þá tónlistarmenn sem fengu ekki greitt fyrir að koma fram á hátíðinni árið áður. K2 taldi ennfremur að verðmætum hafi verið ráðstafað frá gamla rekstrarfélaginu með ólögmætum og saknæmum hætti áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Guðmundur og félögin þrjú hefðu hagnast á því. Vegna náinna eigna- og stjórnunartengsl yrði að samsama Guðmund og nýju félögin því gamla. Sami hópur fólks stóð að öllum félögunum. Greiddi hátt í tuttugu milljónir króna upp í kröfuna Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á að Víkingur hefði skuldbundið félögin til að greiða skuldina við Slayer með ummælum sínum í fjölmiðlum. Voru Guðmundur og félögin þrjú dæmd til að greiða eftirstöðvarnar skuldirnar árið 2021. Ári síðar sneri Landsréttur niðurstöðunni við. Víkingur hefði ekki gefið skuldbindandi yfirlýsingu með ummælum sínum um endurgreiðslur. Sýknaði Landsréttur félögin þrjú og Guðmund af kröfu K2 Agency Limited að svo stöddu þar sem hann taldi ekki fullreynt að heimta kröfuna úr hendi Friðriks. Hæstiréttur staðfesti sýknu yfir Live Events þar sem hann taldi að ekki hefði verið sýnt fram á að Víkingur hefði haft heimild til þess að skuldbinda félagið til þess að greiða kröfu Slayer. Hins vegar taldi Hæstiréttur að Landsréti hafi borið að taka efnislega afstöðu til þess hvort að hin félögin tvö og Guðmundur bæru skaðabótaskyldu og ekki hafi verið lagaskilyrði til þess að sýkna þau að svo stöddu. Ómerkti rétturinn því dóm Landsréttar og vísaði málinu aftur til meðferðar þar. Eftir að leyfi til þess að áfrýja málinu til Hæstaréttar var veitt gerði Friðrik samkomulag við K2 Agency Limited um að stöðva innheimtu kröfunnar og að fella niður ábyrgð í september. Fól samkomulagið í sér að Friðrik greiddi umboðsfyrirtækinu 19,5 milljónir króna. Lækkaði umboðsfyrirtækið kröfu sína um það sem því nemur fyrir Hæstarétti. Hún hljóðar nú upp á um 12.700 dollara, jafnvirði rúmra 1,7 milljóna króna.
Secret Solstice Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Slayer-dómur til kasta Hæstaréttar Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni K2 Agency Limited, umboðsfyrirtækis bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer, um að taka fyrir dóm Landsréttar þar sem aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice voru sýknaðir af hluta af kröfu um greiðslu skuldar við sveitina. 22. september 2022 13:18 337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 15. nóvember 2021 09:06 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Slayer-dómur til kasta Hæstaréttar Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni K2 Agency Limited, umboðsfyrirtækis bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer, um að taka fyrir dóm Landsréttar þar sem aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice voru sýknaðir af hluta af kröfu um greiðslu skuldar við sveitina. 22. september 2022 13:18
337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 15. nóvember 2021 09:06