„Við klárum bara rannsóknina“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. apríl 2023 11:54 Grímur Grímsson er yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn segir að rannsókn á einkar grófri líkamsárás í Reykjavík sé vel á veg kominn. Mennirnir sem grunaðir eru um árásina voru leystir úr varðhaldi í fyrradag. Árásin sem er til rannsóknar átti sér stað í húsnæði við Vatnagarða, er sögð hafa tengst peningum með einum eða öðrum hætti og staðið yfir í um tvær klukkustundir. RÚV greindi fyrst frá málinu og lýsir því að þolandi árásarinnar hafi verið keflaður á höndum og fótum, látinn afklæðast, hýddur með belti, skorinn, laminn og stunginn með stálröri. Þá var hann kýldur ítrekað og skótá sparkað eða troðið í endaþarm hans. Þá er árásin sögð hafa verið tekin upp á myndband. Manninum tókst loks að komast undan og brjóta rúðu í nálægu húsi til að vekja athygli á sér. Árásarmennirnir eltu hann hins vegar uppi og náðu honum og köstuðu inn í bíl. Þar tóku þeir eftir því að það blæddi verulegar úr slagæð á handlegg. Þá skildu þeir hann eftir, með síma, þannig að hann gat hringt á aðstoð. Rannsókn miðar vel Í fyrradag hafnaði Landsréttur kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum, en þeir hafa setið í varðhaldi í um átta vikur, frá því þeir voru handteknir. Í samtali við Vísi segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að ástæða þess að mennirnir hefðu verið látnir lausir væri sú að ekki lægi fyrir hvort alvarlegustu áverkar mannsins, sem er skurðurinn á handleggnum, væri eftir árásarmennina eða ekki. „Við klárum bara rannsóknina. Það eru svo sem engin önnur viðbrögð við þessu af okkar hálfu,“ segir Grímur. Ekki hefur verið farið fram á farbann yfir mönnunum og það stendur ekki til. Rannsókn málsins miði vel og málið verði sent ákærusviði lögreglu eftir páska, þaðan sem það fer svo til héraðssaksóknara. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Látnir lausir þrátt fyrir sérstaklega grófa árás Tveimur mönnum hefur verið sleppt úr haldi þrátt fyrir að þeir séu grunaðir um hrottalega árás á mann, sem er sagður hafa verið nær dauða en lífi þegar hann komst undir læknishendur. 5. apríl 2023 06:48 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Árásin sem er til rannsóknar átti sér stað í húsnæði við Vatnagarða, er sögð hafa tengst peningum með einum eða öðrum hætti og staðið yfir í um tvær klukkustundir. RÚV greindi fyrst frá málinu og lýsir því að þolandi árásarinnar hafi verið keflaður á höndum og fótum, látinn afklæðast, hýddur með belti, skorinn, laminn og stunginn með stálröri. Þá var hann kýldur ítrekað og skótá sparkað eða troðið í endaþarm hans. Þá er árásin sögð hafa verið tekin upp á myndband. Manninum tókst loks að komast undan og brjóta rúðu í nálægu húsi til að vekja athygli á sér. Árásarmennirnir eltu hann hins vegar uppi og náðu honum og köstuðu inn í bíl. Þar tóku þeir eftir því að það blæddi verulegar úr slagæð á handlegg. Þá skildu þeir hann eftir, með síma, þannig að hann gat hringt á aðstoð. Rannsókn miðar vel Í fyrradag hafnaði Landsréttur kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum, en þeir hafa setið í varðhaldi í um átta vikur, frá því þeir voru handteknir. Í samtali við Vísi segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að ástæða þess að mennirnir hefðu verið látnir lausir væri sú að ekki lægi fyrir hvort alvarlegustu áverkar mannsins, sem er skurðurinn á handleggnum, væri eftir árásarmennina eða ekki. „Við klárum bara rannsóknina. Það eru svo sem engin önnur viðbrögð við þessu af okkar hálfu,“ segir Grímur. Ekki hefur verið farið fram á farbann yfir mönnunum og það stendur ekki til. Rannsókn málsins miði vel og málið verði sent ákærusviði lögreglu eftir páska, þaðan sem það fer svo til héraðssaksóknara.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Látnir lausir þrátt fyrir sérstaklega grófa árás Tveimur mönnum hefur verið sleppt úr haldi þrátt fyrir að þeir séu grunaðir um hrottalega árás á mann, sem er sagður hafa verið nær dauða en lífi þegar hann komst undir læknishendur. 5. apríl 2023 06:48 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Látnir lausir þrátt fyrir sérstaklega grófa árás Tveimur mönnum hefur verið sleppt úr haldi þrátt fyrir að þeir séu grunaðir um hrottalega árás á mann, sem er sagður hafa verið nær dauða en lífi þegar hann komst undir læknishendur. 5. apríl 2023 06:48