„Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. apríl 2023 15:43 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair. Niceair „Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina sem við vorum með á leigu. Hún er á leigu til okkar í gegnum flugrekstrarfélag. Við höfum verið að greiða þeim, en þeir hafa greinilega ekki verið að greiða eiganda vélarinnar. Því erum við flugvélalausir,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, í samtali við fréttastofu. Í dag var tilkynnt að félagið myndi gera hlé á starfsemi sinni og aflýsa öllum flugferðum, vegna þess að erlendur flugrekstraraðili félagsins, HiFly, hafi misst einu flugvél félagsins vegna vanskila við eigendur hennar. Vélin flaug síðast frá Íslandi til Kaupmannahafnar á fimmtudag. Þaðan kom vélin hins vegar ekki aftur til Íslands, heldur var flogið til Írlands vegna deilnanna sem Þorvaldur vísar í. Hann ítrekar hins vegar að Niceair sé ekki aðili að þeim deilum. „Það var þá sem við fengum í raun veður af því að þetta væri alvara. Flugrekstraraðilinn var búinn að segja okkur að hann væri í samningaviðræðum við eiganda vélarinnar og við þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur. Svo eftir að vélin fór til Kaupmannahafnar kom hún ekkert aftur,“ segir Þorvaldur. Félagið hafi verið vélarlaust síðan á fimmtudag, en síðan þá leitað logandi ljósi að annarri vél. Það hafi hins vegar ekki tekist. „Því erum við því miður að senda út þessa tilkynningu í dag. Við getum ekki annað, því annað væri bara óábyrgt.“ Koma strandaglópum heim Búið er að fella niður allar flugferðir félagsins frá og með morgundeginum, en á morgun átti að fljúga til og frá Tenerife. Þorvaldur segir að búið sé að gera ráðstafanir til þess að koma fólki sem átti flug frá Tenerife til Íslands. Það verði gert með leiguflugi. Hann segir erfitt að segja til um hvað framtíðin beri í skauti sér. „Við þurfum bara að setjast niður með okkar stjórn og meta framhaldið. Þetta er alveg ómöguleg staða sem við erum sett í, eins og þú getur ímyndað þér.“ Niceair er með 24 starfsmenn í 19 stöðugildum. Þorvaldur segir ekki tímabært að segja til um hvort farið verði í uppsagnir. „Þetta er bara afar sorgleg og erfið staða sem við erum sett í, af því að við höfum ekkert gert til þess að vinna til þess. Við erum meira að segja nýbúin að klára fjármögnunarlotu og hlökkuðum bara til sumarsins,“ segir Þorvaldur að lokum. Niceair Fréttir af flugi Akureyri Mest lesið Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Sjá meira
Í dag var tilkynnt að félagið myndi gera hlé á starfsemi sinni og aflýsa öllum flugferðum, vegna þess að erlendur flugrekstraraðili félagsins, HiFly, hafi misst einu flugvél félagsins vegna vanskila við eigendur hennar. Vélin flaug síðast frá Íslandi til Kaupmannahafnar á fimmtudag. Þaðan kom vélin hins vegar ekki aftur til Íslands, heldur var flogið til Írlands vegna deilnanna sem Þorvaldur vísar í. Hann ítrekar hins vegar að Niceair sé ekki aðili að þeim deilum. „Það var þá sem við fengum í raun veður af því að þetta væri alvara. Flugrekstraraðilinn var búinn að segja okkur að hann væri í samningaviðræðum við eiganda vélarinnar og við þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur. Svo eftir að vélin fór til Kaupmannahafnar kom hún ekkert aftur,“ segir Þorvaldur. Félagið hafi verið vélarlaust síðan á fimmtudag, en síðan þá leitað logandi ljósi að annarri vél. Það hafi hins vegar ekki tekist. „Því erum við því miður að senda út þessa tilkynningu í dag. Við getum ekki annað, því annað væri bara óábyrgt.“ Koma strandaglópum heim Búið er að fella niður allar flugferðir félagsins frá og með morgundeginum, en á morgun átti að fljúga til og frá Tenerife. Þorvaldur segir að búið sé að gera ráðstafanir til þess að koma fólki sem átti flug frá Tenerife til Íslands. Það verði gert með leiguflugi. Hann segir erfitt að segja til um hvað framtíðin beri í skauti sér. „Við þurfum bara að setjast niður með okkar stjórn og meta framhaldið. Þetta er alveg ómöguleg staða sem við erum sett í, eins og þú getur ímyndað þér.“ Niceair er með 24 starfsmenn í 19 stöðugildum. Þorvaldur segir ekki tímabært að segja til um hvort farið verði í uppsagnir. „Þetta er bara afar sorgleg og erfið staða sem við erum sett í, af því að við höfum ekkert gert til þess að vinna til þess. Við erum meira að segja nýbúin að klára fjármögnunarlotu og hlökkuðum bara til sumarsins,“ segir Þorvaldur að lokum.
Niceair Fréttir af flugi Akureyri Mest lesið Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Sjá meira