Rowswell var eins og áður segir á mála hjá Orlandi Pride í bandarísku atvinnumannadeildinni. Hún kom ekki við sögu í neinum leik fyrir félagið, en þar var hún liðsfélagi landsliðskonunnar Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur sem snéri heim í vetur og mun leika með Stjörnunni í Bestu-deild kvenna.
Valur hefur einnig samið við markvörðinn Birtu Guðlaugsdóttur sem kemur til félagsins frá Stjörnunni. Birta á að baki 26 leiki í efstu deild og mun nú veita hinni bandarísku Rowswell samkeppni um markmannsstöðu Valskvenna.