„Þyrfti eitthvað stórkostlegt að gerast ef þær eiga að fara að tapa rimmu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. apríl 2023 12:01 ÍBV verður Íslandsmeistari kvenna í handbolta samkvæmt Hrafnhildi Ósk Skúladóttur. Vísir/Diego Nöfnurnar Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir voru gestir í síðasta hlaðvarpsþtti Kvennakastsins þar sem meðal annars var velt fyrir sér hvaða lið myndi fagna Íslandsmeistaratitlinum í Olís-deild kvenna í ár. Sigurlaug Rúnarsdóttir, eða Silla eins og hún er yfirleitt kölluð, spurði landsliðskonuna fyrrverandi, Hrafnhildi Skúladóttur, hvaða lið hún teldi að myndi hampa þeim stóra. „Hanna,“ sagði Hrafnhildur án þess að hika og átti þá við Hrafnhildi Hönnu og stöllur hennar í ÍBV. „Satt að segja þá sé ég þær aldrei tapa rimmu. Þær gætu alveg tapað leik, en ég yrði rosalega hissa og það þyrfti eitthvað stórkostlegt að gerast ef að þær eiga að fara að tapa rimmu. Þær líta bara langbest út núna og mér finnst þær bara langlíklegastar. Það er allt með þeim einhvern veginn núna.“ „Maður þekkir þetta. Þegar það kemur einhver svona andi yfir liðið,“ sagði Hrafnhildur. ÍBV hefur verið langbesta lið Olís-deildar kvenna eftir áramót og liðið er búið að fagna bæði bikar- og deildarmeistaratitli. Hrafnhildur er því alls ekki eini handboltasérfræðingur landsins sem telur að ÍBV muni fagna þeim stóra, en Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram og verðandi þjálfari kvennaliðsins, sagði svipaða hluti í öðrum þætti af Kvennakastinu á dögunum. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um verðandi meistara hefst eftir um það bil 50 mínútur. Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Sigurlaug Rúnarsdóttir, eða Silla eins og hún er yfirleitt kölluð, spurði landsliðskonuna fyrrverandi, Hrafnhildi Skúladóttur, hvaða lið hún teldi að myndi hampa þeim stóra. „Hanna,“ sagði Hrafnhildur án þess að hika og átti þá við Hrafnhildi Hönnu og stöllur hennar í ÍBV. „Satt að segja þá sé ég þær aldrei tapa rimmu. Þær gætu alveg tapað leik, en ég yrði rosalega hissa og það þyrfti eitthvað stórkostlegt að gerast ef að þær eiga að fara að tapa rimmu. Þær líta bara langbest út núna og mér finnst þær bara langlíklegastar. Það er allt með þeim einhvern veginn núna.“ „Maður þekkir þetta. Þegar það kemur einhver svona andi yfir liðið,“ sagði Hrafnhildur. ÍBV hefur verið langbesta lið Olís-deildar kvenna eftir áramót og liðið er búið að fagna bæði bikar- og deildarmeistaratitli. Hrafnhildur er því alls ekki eini handboltasérfræðingur landsins sem telur að ÍBV muni fagna þeim stóra, en Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram og verðandi þjálfari kvennaliðsins, sagði svipaða hluti í öðrum þætti af Kvennakastinu á dögunum. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um verðandi meistara hefst eftir um það bil 50 mínútur.
Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira