Umfangsmikill gagnaleki veldur titringi í Washington Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. apríl 2023 07:50 Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna var gert vart um lekann fyrir helgi. AP/Manuel Balca Ceneta Umfangsmikill leki leynilegra skjala hefur valdið titringi í Washington. „Við vitum ekki hver stendur að baki þessu, við vitum ekki hver ástæðan er,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, eftir að greint var frá lekanum í gær. „Við vitum ekki hvað annað gæti verið í dreifingu,“ bætti hann við. Fjölmiðlar vestanhafs og víðar greindu frá því í gær að miklu magni leynilegra skjala hefði verið lekið á samfélagsmiðla í marsmánuði. Enn er ekki vitað af hverjum, hvers vegna né hvaða skaða lekinn hefur mögulega valdið. Skjölinn innihalda meðal annars upplýsingar um málefni Úkraínu, Rússlands og fleiri ríkja. Bandarísk yfirvöld hafa gengist við því að mörg skjalanna séu raunveruleg en svo virðist sem átt hafi verið við hluta þeirra eftir að þeim var lekið. New York Times hefur eftir heimildarmönnum að furðu margir hafi haft aðgang að gögnunum en vísbendingar um hvernig þeim var lekið á netið kunni að hjálpa rannsakendum við að fækka grunuðum tiltölulega fljótt. Svo virðist sem skjölin hafi verið mynduð og myndunum svo lekið. Unnið hefur verið að því að eyða þeim út af netinu og þá er búið að grípa til aðgerða til að takmarka dreifingu annara leyniskjala, það er að segja takmarka aðgengi að þeim. Komst upp í síðustu viku Meðal skjalanna voru gögn sem vörðuðu upplýsingasöfnun Bandaríkjanna í Rússlandi en NY Times hefur eftir háttsettum embættismanni innan bandaríska hersins að engar vísbendingar séu uppi um að Rússar hafi stagað í þau göt sem Bandaríkjamenn og aðrir hafa nýtt sér til að safna upplýsingum. Þetta bendi til þess að Rússar hafi ekki vitað af lekanum frekar en Bandaríkjamenn sjálfir. Varnarmálaráðherranum Lloyd J. Austin III var gert vart um lekann á fimmtudaginn í síðustu viku og fundað var um málið á föstudeginum. Christopher Meagher, talsmaður Pentagon, vildi lítið tjá sig við fjölmiðla en sagði málið litið afar alvarlegum augum. Guardian greindi frá því í morgun að Austin hefði rætt við varnarmálaráðherra Suður-Kóreu en í skjölunum á netinu var meðal annars fjallað um meintar njósnir Bandaríkjamanna gagnvart vinveittum þjóðum á borð við Suður-Kóreu og Ísrael. Þá er skjölunum fjallað um viðræður milli háttsettra embættismanna öryggisyfirvalda í Suður-Kóreu, þar sem til umræðu voru áhyggjur þeirra af því að skotfæri sem seld væru til Bandaríkjanna rötuðu til Úkraínu. Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að átt hafi verið við umrædd skjöl og að upplýsingarnar sem í þeim væri að finna væru ekki réttar. Bandaríkin Rússland Suður-Kórea Hernaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
„Við vitum ekki hvað annað gæti verið í dreifingu,“ bætti hann við. Fjölmiðlar vestanhafs og víðar greindu frá því í gær að miklu magni leynilegra skjala hefði verið lekið á samfélagsmiðla í marsmánuði. Enn er ekki vitað af hverjum, hvers vegna né hvaða skaða lekinn hefur mögulega valdið. Skjölinn innihalda meðal annars upplýsingar um málefni Úkraínu, Rússlands og fleiri ríkja. Bandarísk yfirvöld hafa gengist við því að mörg skjalanna séu raunveruleg en svo virðist sem átt hafi verið við hluta þeirra eftir að þeim var lekið. New York Times hefur eftir heimildarmönnum að furðu margir hafi haft aðgang að gögnunum en vísbendingar um hvernig þeim var lekið á netið kunni að hjálpa rannsakendum við að fækka grunuðum tiltölulega fljótt. Svo virðist sem skjölin hafi verið mynduð og myndunum svo lekið. Unnið hefur verið að því að eyða þeim út af netinu og þá er búið að grípa til aðgerða til að takmarka dreifingu annara leyniskjala, það er að segja takmarka aðgengi að þeim. Komst upp í síðustu viku Meðal skjalanna voru gögn sem vörðuðu upplýsingasöfnun Bandaríkjanna í Rússlandi en NY Times hefur eftir háttsettum embættismanni innan bandaríska hersins að engar vísbendingar séu uppi um að Rússar hafi stagað í þau göt sem Bandaríkjamenn og aðrir hafa nýtt sér til að safna upplýsingum. Þetta bendi til þess að Rússar hafi ekki vitað af lekanum frekar en Bandaríkjamenn sjálfir. Varnarmálaráðherranum Lloyd J. Austin III var gert vart um lekann á fimmtudaginn í síðustu viku og fundað var um málið á föstudeginum. Christopher Meagher, talsmaður Pentagon, vildi lítið tjá sig við fjölmiðla en sagði málið litið afar alvarlegum augum. Guardian greindi frá því í morgun að Austin hefði rætt við varnarmálaráðherra Suður-Kóreu en í skjölunum á netinu var meðal annars fjallað um meintar njósnir Bandaríkjamanna gagnvart vinveittum þjóðum á borð við Suður-Kóreu og Ísrael. Þá er skjölunum fjallað um viðræður milli háttsettra embættismanna öryggisyfirvalda í Suður-Kóreu, þar sem til umræðu voru áhyggjur þeirra af því að skotfæri sem seld væru til Bandaríkjanna rötuðu til Úkraínu. Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að átt hafi verið við umrædd skjöl og að upplýsingarnar sem í þeim væri að finna væru ekki réttar.
Bandaríkin Rússland Suður-Kórea Hernaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira