Aflýsti siglingaferð til Grænlands en endurgreiddi ekki staðfestingargjaldið Atli Ísleifsson skrifar 12. apríl 2023 07:49 Til stóð að fara í ferðina 20. til 30. ágúst síðastliðinn. Ekkert varð þó úr ferðinni. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Ferðaþjónustufyrirtæki hefur verið gert að endurgreiða um milljón króna staðfestingargjald til viðskiptavinar vegna tíu daga siglingaferðar til Grænlands sem fara átti í í ágúst 2022 en fyrirtækið aflýsti með skömmum fyrirvara með vísun í heimsfaraldur kórónuveiru. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar vöru og þjónustukaupa sem kveðinn var upp í lok síðasta mánaðar. Í úrskurðinum kemur fram að viðskiptavinurinn hafi átt bókaða tíu daga ferð fyrir sig og samferðafólk sitt dagana 20. til 30 ágúst 2022. Sjö þúsund evra staðfestingargjald, rúm milljón króna, hafði þá verið greitt í janúar. Náði ekki samband við fulltrúa fyrirtækisins Um samskipti viðskiptavinarins og ferðaþjónustufyrirtækisins segir að þau hafi átt í tíðum samskiptum á Messenger frá október 2021 og þar til að staðfestingargjaldið var greitt í janúar 2022. Í aðdraganda ferðarinnar, sumarið 2022, hafi viðskiptavinurinn ítrekað reynt að vera í samskiptum við fyrirtækið en án árangurs. Tölvupóstur hafi svo borist frá fyrirtækinu 6. ágúst, tveimur vikum fyrir áætlaða brottför, þar sem tilkynnt var að ákveðið hafi verið að aflýsa ferðinni vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Á þeim tímapunkti var þó löngu búið að aflétta samkomutakmörkunum bæði á Íslandi og á Grænlandi og gaf fyrirtækið viðskiptavininum ekki nánari skýringar á ákvörðuninni. Fyrirtækið bauð þó viðskiptavininum endurgreiðslu á staðfestingargjaldinu sem hann þáði. Endurgreiðslan barst þó aldrei og ákvað viðskiptavinurinn í kjölfarið að leita til kærunefndarinnar. Halda ber gerðum samningum Ferðaþjónustufyrirtækið skilaði engum gögnum eða svörum til kærunefndarinnar við meðferð málsins og byggði niðurstaðan því á upplýsingum og gögnum frá viðskiptavininum sem hann hafði lagt fram. Í úrskurðinum segir að meginregla samningaréttar sé sú að gerða samninga beri að halda. „Í málinu liggur fyrir að varnaraðili [ferðaþjónustufyrirtækið] hætti sjálfur við hina keyptu ferð og bauðst til að endurgreiða sóknaraðila [viðskiptavininum] hið greidda staðfestingargjald. Hefur varnaraðili ekki staðið við það boð sitt. Verður því fallist á kröfu sóknaraðila,“ segir í úrskurðinum. Auk þess að endurgreiða staðfestingargjaldið til viðskiptavinarins var fyrirtækinu gert að endurgreiða honum fimm þúsund króna málskotsgjald, auk þess að greiða 35 þúsund króna málskostnaðargjald. Tengd skjöl Úrskurður_87-2022PDF71KBSækja skjal Ferðamennska á Íslandi Grænland Ferðalög Neytendur Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar vöru og þjónustukaupa sem kveðinn var upp í lok síðasta mánaðar. Í úrskurðinum kemur fram að viðskiptavinurinn hafi átt bókaða tíu daga ferð fyrir sig og samferðafólk sitt dagana 20. til 30 ágúst 2022. Sjö þúsund evra staðfestingargjald, rúm milljón króna, hafði þá verið greitt í janúar. Náði ekki samband við fulltrúa fyrirtækisins Um samskipti viðskiptavinarins og ferðaþjónustufyrirtækisins segir að þau hafi átt í tíðum samskiptum á Messenger frá október 2021 og þar til að staðfestingargjaldið var greitt í janúar 2022. Í aðdraganda ferðarinnar, sumarið 2022, hafi viðskiptavinurinn ítrekað reynt að vera í samskiptum við fyrirtækið en án árangurs. Tölvupóstur hafi svo borist frá fyrirtækinu 6. ágúst, tveimur vikum fyrir áætlaða brottför, þar sem tilkynnt var að ákveðið hafi verið að aflýsa ferðinni vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Á þeim tímapunkti var þó löngu búið að aflétta samkomutakmörkunum bæði á Íslandi og á Grænlandi og gaf fyrirtækið viðskiptavininum ekki nánari skýringar á ákvörðuninni. Fyrirtækið bauð þó viðskiptavininum endurgreiðslu á staðfestingargjaldinu sem hann þáði. Endurgreiðslan barst þó aldrei og ákvað viðskiptavinurinn í kjölfarið að leita til kærunefndarinnar. Halda ber gerðum samningum Ferðaþjónustufyrirtækið skilaði engum gögnum eða svörum til kærunefndarinnar við meðferð málsins og byggði niðurstaðan því á upplýsingum og gögnum frá viðskiptavininum sem hann hafði lagt fram. Í úrskurðinum segir að meginregla samningaréttar sé sú að gerða samninga beri að halda. „Í málinu liggur fyrir að varnaraðili [ferðaþjónustufyrirtækið] hætti sjálfur við hina keyptu ferð og bauðst til að endurgreiða sóknaraðila [viðskiptavininum] hið greidda staðfestingargjald. Hefur varnaraðili ekki staðið við það boð sitt. Verður því fallist á kröfu sóknaraðila,“ segir í úrskurðinum. Auk þess að endurgreiða staðfestingargjaldið til viðskiptavinarins var fyrirtækinu gert að endurgreiða honum fimm þúsund króna málskotsgjald, auk þess að greiða 35 þúsund króna málskostnaðargjald. Tengd skjöl Úrskurður_87-2022PDF71KBSækja skjal
Ferðamennska á Íslandi Grænland Ferðalög Neytendur Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Sjá meira