Telur Óðin Þór vera meðal tíu bestu í heimi í sinni stöðu og geta náð enn lengra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. apríl 2023 22:34 Óðinn Þór Ríkharðsson getur náð eins langt og hann vill að mati Aðalsteins. Samsett/Kadetten Óðinn Þór Ríkharðsson fór fyrir Kadetten Schaffhausen sem vann magnaðan sigur á Füchse Berlín í Evrópudeild karla í handbolta í gær. Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari liðsins, segir Óðinn Þór vera á meðal þeirra tíu bestu í heimi í sinni stöðu. Kadetten vann þriggja marka sigur á Refunum frá Berlín sem var síst of stór. Aðalsteinn segir þetta vera með stærri sigra í sögu liðsins. „Sennilega eitt af stærstu úrslitunum síðastliðin 10-15 ár. Áttu gott run í kringum aldamót eða 2005-06 þegar þeir komust í undanúrslit í gömlu Evrópukeppninni. Markmiðið, þegar ég kom hingað, var að nálgast toppinn í Evrópukeppninni,“ sagði Aðalsteinn. Óðinn Þór klikkaði á sínu fyrsta skoti í leiknum en skoraði úr næstu 15 og var langmarkahæsti leikmaður vallarins. „Ég horfði á leikinn aftur og hann var eiginlega betri í sjónvarpinu en á vellinum. Þetta er eins og mánudagur, þegar hann deliverar svona. Klikkaði á fyrsta skotinu og maður var strax svekktur út í hann. Hvernig datt honum í hug að klikka,“ sagði þjálfarinn kíminn. Aðalsteinn segir Óðinn Þór frábæran leikmann sem geti náð eins langt og hann vill. „Hann er í topp tíu í sinni stöðu í heiminum. Vissulega er alltaf hægt að bæta eitthvað og finna hárið í súpunni ef maður er að leita að því. Hans kostir og hugarfar á vellinum eru frábær. Meiriháttar að vinna með honum. Frábær leikmaður, frábær einstaklingur og frábær karakter.“ „Honum standa allar dyr opnar í framtíðinni. Held það sé ekkert þak á hans frammistöðu og því sem hann getur náð.“ Það var kómískt atvik eftir leik þegar markvörður Kadetten var valinn maður leiksins. Sá vildi ekki sjá verðlaunin og afhenti þau Óðni Þór. „Honum finnst nú gaman að láta hrósa sér líka. Frábær markmaður og frábær náungi. Hann vill að Óðinn framlengi hjá Kadetten, held það sé þess vegna sem hann sé að reyna strjúka honum eins og hann getur í von um að halda Óðni hér áfram,“ sagði Aðalsteinn að endingu. Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Fleiri fréttir Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Sjá meira
Kadetten vann þriggja marka sigur á Refunum frá Berlín sem var síst of stór. Aðalsteinn segir þetta vera með stærri sigra í sögu liðsins. „Sennilega eitt af stærstu úrslitunum síðastliðin 10-15 ár. Áttu gott run í kringum aldamót eða 2005-06 þegar þeir komust í undanúrslit í gömlu Evrópukeppninni. Markmiðið, þegar ég kom hingað, var að nálgast toppinn í Evrópukeppninni,“ sagði Aðalsteinn. Óðinn Þór klikkaði á sínu fyrsta skoti í leiknum en skoraði úr næstu 15 og var langmarkahæsti leikmaður vallarins. „Ég horfði á leikinn aftur og hann var eiginlega betri í sjónvarpinu en á vellinum. Þetta er eins og mánudagur, þegar hann deliverar svona. Klikkaði á fyrsta skotinu og maður var strax svekktur út í hann. Hvernig datt honum í hug að klikka,“ sagði þjálfarinn kíminn. Aðalsteinn segir Óðinn Þór frábæran leikmann sem geti náð eins langt og hann vill. „Hann er í topp tíu í sinni stöðu í heiminum. Vissulega er alltaf hægt að bæta eitthvað og finna hárið í súpunni ef maður er að leita að því. Hans kostir og hugarfar á vellinum eru frábær. Meiriháttar að vinna með honum. Frábær leikmaður, frábær einstaklingur og frábær karakter.“ „Honum standa allar dyr opnar í framtíðinni. Held það sé ekkert þak á hans frammistöðu og því sem hann getur náð.“ Það var kómískt atvik eftir leik þegar markvörður Kadetten var valinn maður leiksins. Sá vildi ekki sjá verðlaunin og afhenti þau Óðni Þór. „Honum finnst nú gaman að láta hrósa sér líka. Frábær markmaður og frábær náungi. Hann vill að Óðinn framlengi hjá Kadetten, held það sé þess vegna sem hann sé að reyna strjúka honum eins og hann getur í von um að halda Óðni hér áfram,“ sagði Aðalsteinn að endingu.
Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Fleiri fréttir Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Sjá meira