Gömul sannindi og ný Bjarni Benediktsson skrifar 13. apríl 2023 12:31 Öll uppvaxtarár minnar kynslóðar var óðaverðbólga á Íslandi. Frá því að ég hóf nám í Ísaksskóla 4 ára gamall þar til ég útskrifaðist úr menntaskóla. Á þessum tíma var verðbólgan ávallt 20% eða hærri og verðbólguhraðinn innan árs fór um tíma yfir 100%. Það var árið sem ég fermdist. En með samhentu átaki, þjóðarsáttinni 1990, var snúið af þessari ógæfubraut og segja má að þjóðin hafi fengið nýtt upphaf. Ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar sem fylgdu í kjölfarið nýttu meðbyrinn vel; skattar voru lækkaðir, dregið úr ríkisumsvifum, frelsi í viðskiptum aukið, iðnaðaruppbygging efld og áhersla lögð á sjálfbærni opinberra fjármála. Stöðugleiki jókst, verðbólga minnkaði og lífskjör landsmanna fóru batnandi ár frá ári. Forsenda þessa framfaraskeiðs var full samstaða aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um að ná tökum á verðbólgunni með gerð ábyrgra kjarasamninga og ákveðinna aðgerða stjórnvalda. Þetta voru í sjálfu sér ekki ný vísindi, en fram til þess tíma hafði skort samstöðu um að virða þau vísindi. Afleiðingarnar voru atvinnuleysi og kjararýrnun. Útilokað var fyrir bæði fyrirtæki og hið opinbera að vinna að áætlunum til lengri tíma. Þjóðarsáttin markaði þáttaskil. Eftir því sem árin líða og fennir í sporin sem stigin hafa verið í íslenskum efnahagsmálum er sem margir telji þessi gömlu sannindi ekki lengur eiga við. Þá vill hver semja fyrir sig á sínum forsendum og samstaðan rofnar. Reynsla kynslóðanna segir okkur hvar það endar. Svo eru það þeir sem virðast telja að nýr gjaldmiðill muni leysa allan vanda. Óvissa og töfralausnir Talsmaður Viðreisnar í efnahagsmálum segir í grein hér á Vísi í gær að Íslendingar hafi verið í tíu ára óvissuferð með mér sem fjármála- og efnahagsráðherra. Þingmaðurinn sér ekki fram á að birti til næstu árin, jafnvel ekki fyrr en eftir næsta kjörtímabil, því hér sé verðbólga og virðist hann trúa því að allt sé það Sjálfstæðisflokknum að kenna. Það er ástæða til að hughreysta þingmanninn með nokkrum staðreyndum og ábendingum um góða stöðu okkar Íslendinga og aðgerðir sem eru líklegar til þess að tryggja að allt fari vel á endanum, þrátt fyrir tímabundna verðbólgu. Greinin þingmannsins veitir hins vegar ágæta innsýn í hugarheim þeirra sem hafa misst trú á getu okkar Íslendinga til að ráða málum okkar sjálf, þ.m.t. til að reka hér sjálfstæða peningastefnu. Þeir sem glatað hafa allri trú á getu Íslendinga til að leysa úr innanlandsmálum af eigin rammleik komast alltaf að sömu niðurstöðunni; það þurfi að ganga í Evrópusambandið og taka upp nýja mynt. Með því leysist sjálfkrafa úr okkar helstu vandamálum og við taki betri tímar. Það má ganga að því sem vísu að Evrópusinnarnir gefi í og hækki róminn ef gefur á bátinn efnahagslega og beri út þann boðskap að þetta sé eiginlega allt saman vonlaust. Þess er skemmst að minnast að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var sannfærð um að við myndum aldrei losna úr gjaldeyrishöftum án upptöku evru. En það gerðist nú samt skömmu eftir að kjósendur höfðu valið nýja stefnu og í kjölfarið varð staða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum sú besta í lýðveldissögunni. Verðbólga á Íslandi og í ESB Nú þegar Evrópusinnarnir benda á verðbólguna á Íslandi láta þeir ógert að ræða verðbólgu í ESB, sem er og hefur verið talsvert hærri en hér undanfarið ár. Ekki var skortur á því að þeir hinir sömu minntu á lágu vextina í ESB fyrir nokkrum misserum, eins og þeir væru lögmál, þegar helsta ástæða lágra vaxta þar var skortur á hagvexti. Vöxtum var haldið lágum til að skapa störf og laða fram fjárfestingu. Hagvöxtur á Íslandi hefur aftur á móti verið með ágætum undanfarin ár og er enn. Það var ekki heilbrigðismerki fyrir hagkerfi ESB-ríkjanna þegar vextir voru við núllið, þvert á móti. Laun hafa hækkað mun meira á Íslandi en í ESB undanfarin ár og því hefur fólk ekki fundið jafn sterklega fyrir áhrifum verðbólgunnar og í mörgum evruríkjanna. Ég hef lýst áhyggjum af því að væntingar markaðsaðila á Íslandi um verðbólgu hafi verið of háar of lengi. Þetta grípur þingmaður Viðreisnar á lofti til vitnis um að mér, eða Sjálfstæðisflokknum, hafi mistekist eða ekki staðið við einhver gefin loforð. Sjálfstæðisflokkurinn er öflugur, en hann getur ekki afmáð áhrif stríðs og orkukrísu sem hefur leitt af sér hækkandi verðbólgu um alla Evrópu. Flokkurinn leiðir heldur ekki til lykta kjaraviðræður á Íslandi, ekki frekar en að hann stýri fjármálum Reykjavíkurborgar, þar sem Viðreisn er í meirihluta. Tíu ár af vaxandi velferð Þrátt fyrir þetta telur þingmaður Viðreisnar sig vita að orsök verðbólgunnar á Íslandi sé aðeins ein; ábyrgðarleysi í ríkisfjármálum. Staðreyndin er hins vegar sú að ríkisfjármálin eru traust, skuldir ríkissjóðs vel viðráðanlegar og langtum lægri en við gerðum ráð fyrir í heimsfaraldrinum. Sú stefna sem ég hef rekið undanfarin ár snýst enda um að halda ríkisskuldum lágum, þrátt fyrir stöðugt ákall stjórnarandstæðinga um stóraukin útgjöld í flesta málaflokka. Þegar heimsfaraldurinn sendi okkur í óvissuferð vorið 2020 skipti þessi stefna, þessi trausti grunnur, öllu máli. Við gátum veitt fólki og fyrirtækjum vissu um að með þeim yrði staðið þar til faraldrinum lyki. Við höfðum borð fyrir báru. Horft lengra aftur í tímann, til dæmis til þeirra tíu ára sem þingmaðurinn gerir að umtalsefni í grein sinni, þá er erfitt að finna annað tímabil í sögu þjóðarinnar þar sem kjör landsmanna hafa verið jafn vaxandi og sterk. Kaupmáttur launa og bóta hefur stöðugt aukist, nýjum atvinnugreinum vaxið fiskur um hrygg, skattar verið lækkaðir og tollar og vörugjöld felld niður. Fjárfestingar í rannsóknum og þróun hafa vaxið stórum skrefum og fjölbreytni starfa samhliða því. Grunnatvinnuvegirnir standa sterkt, skuldastaða heimila og fyrirtækja er með besta móti og vanskil í fjármálakerfinu hafa ekki áður verið jafn lítil eins og undanfarin misseri. Áfram mætti lengi telja. Þingmaðurinn, sem enn virðist í uppgjöri við kosningarnar 2021, ætti að opna augun fyrir því sem við blasir: staða okkar er sterk og um margt öfundsverð. En ekkert gerist af sjálfu sér. Það þarf réttar ákvarðanir, aftur og aftur. Við getum náð tökum á verðbólgunni og endurnýjað trú markaða á þróun verðbólgunnar næstu árin. Við það skapast skilyrði fyrir lækkun vaxta. En það þarf margt að leggjast á eitt. Ríkisfjármálin eru mikilvæg í því sambandi og ný fjármálaáætlun okkar er sterkt innlegg. Ríkisfjármálin eru hins vegar ekki ekki upphaf og endir þess máls, ekki frekar en 1990, þótt aðstæður allar og horfur séu miklum mun betri í dag en þá var. Það þarf samhent þjóðarátak og mikilvægur þáttur í því að draga úr verðbólgu til lengri tíma er breytt vinnumarkaðslíkan á Íslandi. Verkefni og ábyrgð Hér duga engar töfralausnir, upphrópanir eða tínsla þeirra ávaxta er lægst hanga í trénu hverju sinni. Það dugar ekki að skorast undan ábyrgð og horfa bara yfir hafið til ESB í hvert skipti sem eitthvað bjátar á, sér í lagi þegar staðan er sannarlega ekki betri þeim megin. Við Íslendingar þurfum að horfast í augu við algild lögmál um að sígandi lukka sé best og það eyðist sem af er tekið. Við þurfum að mynda svigrúm fyrir launahækkanir til framtíðar með aukinni verðmætasköpun. Samstöðu þarf um að hækka laun ekki umfram framleiðniaukningu, enda er það ein forsenda þess að halda verðbólguvæntingum niðri og styrkja forsendur stöðugleika. Sérstakt áhyggjuefni er að dregið hefur úr framleiðnivexti hér á landi að undanförnu. Um þessar mundir virðist því miður langt frá því að vera samstaða um áherslur í kjaramálum til næstu ára. Þetta hefur eitt og sér afar slæm áhrif á verðbólguvæntingar til lengri tíma. Það er augljóslega ekki til farsældar fallið að verkalýðshreyfingin sé í stöðugum innbyrðis átökum, engin samstaða um forystu heildarsamtaka, né yfir höfuð um að þau gegni mikilvægu hlutverki. Í þeirri kjaralotu sem nú hefur staðið yfir hefur eingöngu verið samið til skamms tíma og lítill samhljómur í kröfugerð. Gripið hefur verið til verkfallsaðgerða og lagst gegn atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Launahækkanir hafa heilt yfir verið hærri en hægt er að réttlæta með hliðsjón af framleiðnivexti. Við sjálfstæðismenn höfum lagt áherslu á að verja viðkvæma hópa fyrir verðbólgunni og samhliða bent á mikilvægi þess að efla tengsl við hinn almenna launamann með því að virkja rauverulegt félagafrelsi. Fyrir þinginu liggur frumvarp þess efnis. Að auki er nauðsynlegt að styrkja embætti ríkisssáttasemjara. Sterk umgjörð og góður farvegur fyrir kjaradeilur dugar þó ekki til ef samstaðan um meginmarkmið er engin. Land tækifæranna Í ríkisfjármálunum skiptir mestu að halda áfram að bæta afkomuna, draga úr hallanum, fjárfesta í innviðum og skapa skilyrði fyrir verðmætasköpun í framtíðinni. Allt þetta gengur vonum framar um þessar mundir. Hagvaxtarhorfur eru góðar. Skuldir íslenska ríkisins eru nú, eftir faraldurinn, lægri en hjá flestum Evrópuþjóðum og hafa verið það undanfarin ár. Afkoma ríkissjóðs batnar ár frá ári, langt á undan áætlun. Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun mun ríkissjóður skila afgangi að nýju á tímabilinu. Ef við höldum áfram á sömu braut er framtíðin björt og næstu tíu ár gætu jafnvel orðið enn betri en þau síðustu. Auðvitað verður það ákveðin óvissuferð, eins og alltaf er, en úrræðagóðu fólki standa allir vegir opnir, enda er Ísland land tækifæranna. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Öll uppvaxtarár minnar kynslóðar var óðaverðbólga á Íslandi. Frá því að ég hóf nám í Ísaksskóla 4 ára gamall þar til ég útskrifaðist úr menntaskóla. Á þessum tíma var verðbólgan ávallt 20% eða hærri og verðbólguhraðinn innan árs fór um tíma yfir 100%. Það var árið sem ég fermdist. En með samhentu átaki, þjóðarsáttinni 1990, var snúið af þessari ógæfubraut og segja má að þjóðin hafi fengið nýtt upphaf. Ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar sem fylgdu í kjölfarið nýttu meðbyrinn vel; skattar voru lækkaðir, dregið úr ríkisumsvifum, frelsi í viðskiptum aukið, iðnaðaruppbygging efld og áhersla lögð á sjálfbærni opinberra fjármála. Stöðugleiki jókst, verðbólga minnkaði og lífskjör landsmanna fóru batnandi ár frá ári. Forsenda þessa framfaraskeiðs var full samstaða aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um að ná tökum á verðbólgunni með gerð ábyrgra kjarasamninga og ákveðinna aðgerða stjórnvalda. Þetta voru í sjálfu sér ekki ný vísindi, en fram til þess tíma hafði skort samstöðu um að virða þau vísindi. Afleiðingarnar voru atvinnuleysi og kjararýrnun. Útilokað var fyrir bæði fyrirtæki og hið opinbera að vinna að áætlunum til lengri tíma. Þjóðarsáttin markaði þáttaskil. Eftir því sem árin líða og fennir í sporin sem stigin hafa verið í íslenskum efnahagsmálum er sem margir telji þessi gömlu sannindi ekki lengur eiga við. Þá vill hver semja fyrir sig á sínum forsendum og samstaðan rofnar. Reynsla kynslóðanna segir okkur hvar það endar. Svo eru það þeir sem virðast telja að nýr gjaldmiðill muni leysa allan vanda. Óvissa og töfralausnir Talsmaður Viðreisnar í efnahagsmálum segir í grein hér á Vísi í gær að Íslendingar hafi verið í tíu ára óvissuferð með mér sem fjármála- og efnahagsráðherra. Þingmaðurinn sér ekki fram á að birti til næstu árin, jafnvel ekki fyrr en eftir næsta kjörtímabil, því hér sé verðbólga og virðist hann trúa því að allt sé það Sjálfstæðisflokknum að kenna. Það er ástæða til að hughreysta þingmanninn með nokkrum staðreyndum og ábendingum um góða stöðu okkar Íslendinga og aðgerðir sem eru líklegar til þess að tryggja að allt fari vel á endanum, þrátt fyrir tímabundna verðbólgu. Greinin þingmannsins veitir hins vegar ágæta innsýn í hugarheim þeirra sem hafa misst trú á getu okkar Íslendinga til að ráða málum okkar sjálf, þ.m.t. til að reka hér sjálfstæða peningastefnu. Þeir sem glatað hafa allri trú á getu Íslendinga til að leysa úr innanlandsmálum af eigin rammleik komast alltaf að sömu niðurstöðunni; það þurfi að ganga í Evrópusambandið og taka upp nýja mynt. Með því leysist sjálfkrafa úr okkar helstu vandamálum og við taki betri tímar. Það má ganga að því sem vísu að Evrópusinnarnir gefi í og hækki róminn ef gefur á bátinn efnahagslega og beri út þann boðskap að þetta sé eiginlega allt saman vonlaust. Þess er skemmst að minnast að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var sannfærð um að við myndum aldrei losna úr gjaldeyrishöftum án upptöku evru. En það gerðist nú samt skömmu eftir að kjósendur höfðu valið nýja stefnu og í kjölfarið varð staða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum sú besta í lýðveldissögunni. Verðbólga á Íslandi og í ESB Nú þegar Evrópusinnarnir benda á verðbólguna á Íslandi láta þeir ógert að ræða verðbólgu í ESB, sem er og hefur verið talsvert hærri en hér undanfarið ár. Ekki var skortur á því að þeir hinir sömu minntu á lágu vextina í ESB fyrir nokkrum misserum, eins og þeir væru lögmál, þegar helsta ástæða lágra vaxta þar var skortur á hagvexti. Vöxtum var haldið lágum til að skapa störf og laða fram fjárfestingu. Hagvöxtur á Íslandi hefur aftur á móti verið með ágætum undanfarin ár og er enn. Það var ekki heilbrigðismerki fyrir hagkerfi ESB-ríkjanna þegar vextir voru við núllið, þvert á móti. Laun hafa hækkað mun meira á Íslandi en í ESB undanfarin ár og því hefur fólk ekki fundið jafn sterklega fyrir áhrifum verðbólgunnar og í mörgum evruríkjanna. Ég hef lýst áhyggjum af því að væntingar markaðsaðila á Íslandi um verðbólgu hafi verið of háar of lengi. Þetta grípur þingmaður Viðreisnar á lofti til vitnis um að mér, eða Sjálfstæðisflokknum, hafi mistekist eða ekki staðið við einhver gefin loforð. Sjálfstæðisflokkurinn er öflugur, en hann getur ekki afmáð áhrif stríðs og orkukrísu sem hefur leitt af sér hækkandi verðbólgu um alla Evrópu. Flokkurinn leiðir heldur ekki til lykta kjaraviðræður á Íslandi, ekki frekar en að hann stýri fjármálum Reykjavíkurborgar, þar sem Viðreisn er í meirihluta. Tíu ár af vaxandi velferð Þrátt fyrir þetta telur þingmaður Viðreisnar sig vita að orsök verðbólgunnar á Íslandi sé aðeins ein; ábyrgðarleysi í ríkisfjármálum. Staðreyndin er hins vegar sú að ríkisfjármálin eru traust, skuldir ríkissjóðs vel viðráðanlegar og langtum lægri en við gerðum ráð fyrir í heimsfaraldrinum. Sú stefna sem ég hef rekið undanfarin ár snýst enda um að halda ríkisskuldum lágum, þrátt fyrir stöðugt ákall stjórnarandstæðinga um stóraukin útgjöld í flesta málaflokka. Þegar heimsfaraldurinn sendi okkur í óvissuferð vorið 2020 skipti þessi stefna, þessi trausti grunnur, öllu máli. Við gátum veitt fólki og fyrirtækjum vissu um að með þeim yrði staðið þar til faraldrinum lyki. Við höfðum borð fyrir báru. Horft lengra aftur í tímann, til dæmis til þeirra tíu ára sem þingmaðurinn gerir að umtalsefni í grein sinni, þá er erfitt að finna annað tímabil í sögu þjóðarinnar þar sem kjör landsmanna hafa verið jafn vaxandi og sterk. Kaupmáttur launa og bóta hefur stöðugt aukist, nýjum atvinnugreinum vaxið fiskur um hrygg, skattar verið lækkaðir og tollar og vörugjöld felld niður. Fjárfestingar í rannsóknum og þróun hafa vaxið stórum skrefum og fjölbreytni starfa samhliða því. Grunnatvinnuvegirnir standa sterkt, skuldastaða heimila og fyrirtækja er með besta móti og vanskil í fjármálakerfinu hafa ekki áður verið jafn lítil eins og undanfarin misseri. Áfram mætti lengi telja. Þingmaðurinn, sem enn virðist í uppgjöri við kosningarnar 2021, ætti að opna augun fyrir því sem við blasir: staða okkar er sterk og um margt öfundsverð. En ekkert gerist af sjálfu sér. Það þarf réttar ákvarðanir, aftur og aftur. Við getum náð tökum á verðbólgunni og endurnýjað trú markaða á þróun verðbólgunnar næstu árin. Við það skapast skilyrði fyrir lækkun vaxta. En það þarf margt að leggjast á eitt. Ríkisfjármálin eru mikilvæg í því sambandi og ný fjármálaáætlun okkar er sterkt innlegg. Ríkisfjármálin eru hins vegar ekki ekki upphaf og endir þess máls, ekki frekar en 1990, þótt aðstæður allar og horfur séu miklum mun betri í dag en þá var. Það þarf samhent þjóðarátak og mikilvægur þáttur í því að draga úr verðbólgu til lengri tíma er breytt vinnumarkaðslíkan á Íslandi. Verkefni og ábyrgð Hér duga engar töfralausnir, upphrópanir eða tínsla þeirra ávaxta er lægst hanga í trénu hverju sinni. Það dugar ekki að skorast undan ábyrgð og horfa bara yfir hafið til ESB í hvert skipti sem eitthvað bjátar á, sér í lagi þegar staðan er sannarlega ekki betri þeim megin. Við Íslendingar þurfum að horfast í augu við algild lögmál um að sígandi lukka sé best og það eyðist sem af er tekið. Við þurfum að mynda svigrúm fyrir launahækkanir til framtíðar með aukinni verðmætasköpun. Samstöðu þarf um að hækka laun ekki umfram framleiðniaukningu, enda er það ein forsenda þess að halda verðbólguvæntingum niðri og styrkja forsendur stöðugleika. Sérstakt áhyggjuefni er að dregið hefur úr framleiðnivexti hér á landi að undanförnu. Um þessar mundir virðist því miður langt frá því að vera samstaða um áherslur í kjaramálum til næstu ára. Þetta hefur eitt og sér afar slæm áhrif á verðbólguvæntingar til lengri tíma. Það er augljóslega ekki til farsældar fallið að verkalýðshreyfingin sé í stöðugum innbyrðis átökum, engin samstaða um forystu heildarsamtaka, né yfir höfuð um að þau gegni mikilvægu hlutverki. Í þeirri kjaralotu sem nú hefur staðið yfir hefur eingöngu verið samið til skamms tíma og lítill samhljómur í kröfugerð. Gripið hefur verið til verkfallsaðgerða og lagst gegn atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Launahækkanir hafa heilt yfir verið hærri en hægt er að réttlæta með hliðsjón af framleiðnivexti. Við sjálfstæðismenn höfum lagt áherslu á að verja viðkvæma hópa fyrir verðbólgunni og samhliða bent á mikilvægi þess að efla tengsl við hinn almenna launamann með því að virkja rauverulegt félagafrelsi. Fyrir þinginu liggur frumvarp þess efnis. Að auki er nauðsynlegt að styrkja embætti ríkisssáttasemjara. Sterk umgjörð og góður farvegur fyrir kjaradeilur dugar þó ekki til ef samstaðan um meginmarkmið er engin. Land tækifæranna Í ríkisfjármálunum skiptir mestu að halda áfram að bæta afkomuna, draga úr hallanum, fjárfesta í innviðum og skapa skilyrði fyrir verðmætasköpun í framtíðinni. Allt þetta gengur vonum framar um þessar mundir. Hagvaxtarhorfur eru góðar. Skuldir íslenska ríkisins eru nú, eftir faraldurinn, lægri en hjá flestum Evrópuþjóðum og hafa verið það undanfarin ár. Afkoma ríkissjóðs batnar ár frá ári, langt á undan áætlun. Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun mun ríkissjóður skila afgangi að nýju á tímabilinu. Ef við höldum áfram á sömu braut er framtíðin björt og næstu tíu ár gætu jafnvel orðið enn betri en þau síðustu. Auðvitað verður það ákveðin óvissuferð, eins og alltaf er, en úrræðagóðu fólki standa allir vegir opnir, enda er Ísland land tækifæranna. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar