Þetta kemur fram í frétt norska ríkismiðilsins NRK. Þar er haft eftir leikmanni úr norsku 1. deildinni, Mali Motröen Tröan, að meiri þekkingu vanti hjá leikmönnum og félögum varðandi næringu leikmanna.
„Ég held að margar íþróttakonur séu mjög meðvitaðar um mataræði sitt. Á sama tíma held ég að það vanti mikið upp á þekkinguna, sérstaklega varðandi neyslu kolvetna,“ segir Motröen Tröan.
Það eru einmitt kolvetnin sem leikmenn virðast ekki neyta í nægilega miklu magni, að sögn Marcus Dasa sem er einn þeirra sem komu að rannsókninni.
„Þegar þær eiga að æfa mikið þá auka þær ekki kolvetnainntöku sína. Þetta gerir það að verkum að þær ná síður að jafna sig og geta ekki gefið allt í æfinguna,“ sagði Dasa og ítrekaði að kolvetni væru orkan sem mest þörf væri á við erfiðar æfingar.
„Ef maður fær ekki nóg af kolvetnum þá getur líkaminn ekki náð fram sínu besta á hæsta stigi,“ sagði Dasa.