Ekkert líkur Lagerbäck, skoðanaglaður og getur snöggreiðst Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2023 11:00 Åge Hareide ku vera óhræddur við að segja sína skoðun og eiga gott með að ná til fólks. EPA/Johan Nilsson Norðmaðurinn Åge Hareide tekur við íslenska karlalandsliðinu í fótbolta með glæsta ferilskrá í farteskinu. Vísir fékk norskan blaðamann sem gjörþekkir Hareide til að kynna betur manneskjuna og þjálfarann sem á að koma Íslandi á næsta stórmót. Hareide verður væntanlega kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í dag. Hann hefur áður stýrt bæði norska og danska landsliðinu, og unnið meistaratitla í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Síðast þjálfaði hann landslið þegar hann stýrði Danmörku árin 2016-2020, meðal annars á HM 2018 í Rússlandi, og tapaði liðið ekki neinum af síðustu 34 leikjum sínum undir hans stjórn. Hareide bauðst að taka við íslenska landsliðinu eftir að hann hætti með Dani en var þá búinn að semja um að taka við norska félaginu Rosenborg í annað sinn á ferlinum. En hvernig maður er Hareide? Fjölmiðlamaðurinn Knut Espen Svegaarden hjá VG hefur þekkt Hareide frá árinu 1985, þegar landsliðsferli Hareide sem leikmanns var að ljúka og þjálfaraferillinn að byrja hjá Molde. „Hann er „extróvert“. Mjög opinn maður og góður í samskiptum við fólk. Hann er mjög forvitnilegur fyrir fjölmiðla því hann hefur skoðanir á öllu og er óhræddur við að láta þær flakka. Það er nokkuð sem við fjölmiðlamenn kunnum að meta,“ sagði Svegaarden og ítrekaði að Hareide ætti gott með að ná til fólks: Vissulega 69 ára en líkt og hann sé mun yngri „Hann er vissulega 69 ára en hann talar og hagar sér eins og hann sé mörgum árum yngri. Hann er með mikla orku og á enn auðvelt með að hjálpa fólki að verða sem bestir fótboltamenn og sem bestar manneskjur. Hann hefur náð árangri í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og virðist hafa gott lag á því að eiga við fólk.“ Það er þó ekki sjálfgefið að Hareide slái í gegn hjá íslenskum stuðningsmönnum og Svegaarden segir að Hareide sé ekkert líkur Lars Lagerbäck, sem eftir að hafa gjörbylt íslenska landsliðinu hefði sjálfsagt getað orðið forseti Íslands á sínum tíma hefði hann boðið sig fram, svo vinsæll var hann. „Ég myndi ekki segja að þeir séu sérstaklega líkir. Lars var þjálfari norska landsliðsins í fjögur ár og hann vildi spila 4-4-2 á meðan að Hareide vill spila 4-3-3, og er með mun opnari huga. En hann hefur verið svolítið umdeildur. Það kunna ekki allir við mann sem að er óhræddur við að tjá skoðanir sínar, eins og Hareide gerir. Hann er líka með skap. Hann getur orðið ansi reiður en það líður hjá á nokkrum mínútum,“ sagði Svegaarden. Meira eins og leiðtogi en þjálfari Aðspurður hvernig fótbolta Hareide væri þekktastur fyrir að láta lið sín spila sagði Svegaarden að á fyrstu árunum hefði Hareide verið ansi varnarsinnaður, sem þjálfari Molde þar sem Ole Gunnar Solskjær sá um að skora mörkin áður en hann var seldur til Manchester United. „Þetta breyttist þegar hann fór til Svíþjóðar um aldamótin og lét Helsingborg spila sókndjarfan fótbolta í 4-3-3 kerfi. Hjá danska landsliðinu var hann líka svolítið pragmatískur, það er að segja hann skildi vel mikilvægi þess að verjast líka. En hann er í raun meira eins og knattspyrnustjóri eða leiðtogi frekar en þjálfari. Hann tekur ákvarðanirnar og kann að stjórna í leikjunum,“ sagði Svegaarden. Fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn Hareide verða 17. og 20. júní þegar Ísland tekur á móti Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Hareide verður væntanlega kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í dag. Hann hefur áður stýrt bæði norska og danska landsliðinu, og unnið meistaratitla í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Síðast þjálfaði hann landslið þegar hann stýrði Danmörku árin 2016-2020, meðal annars á HM 2018 í Rússlandi, og tapaði liðið ekki neinum af síðustu 34 leikjum sínum undir hans stjórn. Hareide bauðst að taka við íslenska landsliðinu eftir að hann hætti með Dani en var þá búinn að semja um að taka við norska félaginu Rosenborg í annað sinn á ferlinum. En hvernig maður er Hareide? Fjölmiðlamaðurinn Knut Espen Svegaarden hjá VG hefur þekkt Hareide frá árinu 1985, þegar landsliðsferli Hareide sem leikmanns var að ljúka og þjálfaraferillinn að byrja hjá Molde. „Hann er „extróvert“. Mjög opinn maður og góður í samskiptum við fólk. Hann er mjög forvitnilegur fyrir fjölmiðla því hann hefur skoðanir á öllu og er óhræddur við að láta þær flakka. Það er nokkuð sem við fjölmiðlamenn kunnum að meta,“ sagði Svegaarden og ítrekaði að Hareide ætti gott með að ná til fólks: Vissulega 69 ára en líkt og hann sé mun yngri „Hann er vissulega 69 ára en hann talar og hagar sér eins og hann sé mörgum árum yngri. Hann er með mikla orku og á enn auðvelt með að hjálpa fólki að verða sem bestir fótboltamenn og sem bestar manneskjur. Hann hefur náð árangri í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og virðist hafa gott lag á því að eiga við fólk.“ Það er þó ekki sjálfgefið að Hareide slái í gegn hjá íslenskum stuðningsmönnum og Svegaarden segir að Hareide sé ekkert líkur Lars Lagerbäck, sem eftir að hafa gjörbylt íslenska landsliðinu hefði sjálfsagt getað orðið forseti Íslands á sínum tíma hefði hann boðið sig fram, svo vinsæll var hann. „Ég myndi ekki segja að þeir séu sérstaklega líkir. Lars var þjálfari norska landsliðsins í fjögur ár og hann vildi spila 4-4-2 á meðan að Hareide vill spila 4-3-3, og er með mun opnari huga. En hann hefur verið svolítið umdeildur. Það kunna ekki allir við mann sem að er óhræddur við að tjá skoðanir sínar, eins og Hareide gerir. Hann er líka með skap. Hann getur orðið ansi reiður en það líður hjá á nokkrum mínútum,“ sagði Svegaarden. Meira eins og leiðtogi en þjálfari Aðspurður hvernig fótbolta Hareide væri þekktastur fyrir að láta lið sín spila sagði Svegaarden að á fyrstu árunum hefði Hareide verið ansi varnarsinnaður, sem þjálfari Molde þar sem Ole Gunnar Solskjær sá um að skora mörkin áður en hann var seldur til Manchester United. „Þetta breyttist þegar hann fór til Svíþjóðar um aldamótin og lét Helsingborg spila sókndjarfan fótbolta í 4-3-3 kerfi. Hjá danska landsliðinu var hann líka svolítið pragmatískur, það er að segja hann skildi vel mikilvægi þess að verjast líka. En hann er í raun meira eins og knattspyrnustjóri eða leiðtogi frekar en þjálfari. Hann tekur ákvarðanirnar og kann að stjórna í leikjunum,“ sagði Svegaarden. Fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn Hareide verða 17. og 20. júní þegar Ísland tekur á móti Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira