Þetta staðfestir Helgi Pétur Ottesen, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við Vísi. Hann segir að líkið sem fannst í gær hafi verið í fjörunni við Straumeyri, sunnanmegin í Borgarfirði, um fimm kílómetra vestur af Borgarfjarðarbrúnni.
Helgi Pétur segir að um sé að ræða svæði sem hafi verið kembt fyrr á árinu þegar umfangsmikil leit að Modestas fór fram.
Lýst var eftir hinum 46 ára Modestas þann 7. janúar síðastliðinn, en síðast hafði þá sést til hans á Olísstöðinni í Borgarnesi.