Sagður neita að mæta múlbundinn á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Árni Sæberg skrifar 15. apríl 2023 12:00 Sigurður Þórðarson var tvö ár að vinna að greinargerð um Lindarhvol. Vísir/Vilhelm Alþingi kemur saman aftur eftir páskafrí á mánudag og stjórnskipunar og eftilitsnefnd þingsins tekur upp þráðinn í Lindarhvolsmálinu svokallaða. Leynd sem hvílir á greinargerð setts ríkisendurskoðanda er áfram steinn í götu nefndarinnar Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kemur saman á lokuðum fundi á mánudag þar sem skýrsla Skúla Eggerts Þórðarsonar, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, um Lindarhvol verður kynnt. Þá hefur meirihluti nefndarinnar farið fram á það að opinn fundur með ríkisendurskoðanda, fyrrverandi ríkisendurskoðanda og settum ríkisendurskoðanda verði haldinn til þess að ræða innihald hinnar margumþrættu greinargerðar þess síðastnefnda um Lindahvolsmálið. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður nefndarinnar. „Það er ekki alveg ljóst hvort hægt er að halda þann fund. Það er allavega ljóst að að minnsta kosti einn þessara manna hefur ekki hug á því að mæta á opinn fund nefndarinnar,“ segir hún. Vilji ekki mæta „múlbundinn“ á fundinn Heimildir fréttastofu herma að sá sem ekki vill mæta á fundinn sé Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi í Lindarhvolsmálinu. Hann er sagður ekki vilja koma „múlbundinn“ á fund til þess eins að ræða greinargerð sem hann má ekki ræða lögum samkvæmt. Fyrr á árinu sagði hann í viðtali við Vísi að hann teldi skuggalegt að greinargerð hans hafi ekki fengið að líta dagsins ljós. Enn bólar ekkert á greinargerðinni. „Burtséð frá umfjöllun nefndarinnar um Lindarhvolsskýrsluna og greinargerðina, sem nefndin hefur aðgang að í trúnaði eins og hún hafði og hefur enn, þá er staðan á birtingu greinargerðarinnar alltaf sú sama. Það mál er hjá forseta Alþingis, það er ekki hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd,“ segir Þórunn. Hefur ekki kynnt sér efni greinargerðarinnar Sem áður segir hafa þeir þingmenn, sem sæti eiga í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, aðgang að greinargerð Sigurðar sem og skýrslu Skúla Eggerts, sem kynnt verður á mánudag. Samkvæmt heimildum Vísis er nokkuð eftirtektarvert ósamræmi milli skjalanna tveggja um sama efnið. Þórunn segist ekkert geta sagt til um það. „Ég get það ekki af því ég á eftir að lesa greinargerðina og trúnaðurinn um hana er þannig að þingmenn geta ekki vitnað beint í hana en við getum kynnt okkur efni hennar. Og ég á eftir að gera það.“ Starfsemi Lindarhvols Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Óskar eftir skýringum frá ráðuneyti Bjarna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum fjármála- og efnahagsráðuneytisins á fullyrðingum um að ólöglegt sé að gera vinnuskjöl ríkisendurskoðanda opinber. 20. mars 2023 16:18 Umboðsmaður krefur Bjarna frekari svara Umboðsmaður Alþingis hefur ritað fjármála- og efnahagsráðherra bréf þar sem farið er fram á svar við því hvernig fyrra svar hans samrýmist tilkynningu ráðuneytisins um birtingu vinnuskjala ríkisendurskoðanda 31. mars 2023 22:02 Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37 Mögulegt að greinargerð um Lindarhvol verði aldrei birt Andstaða forseta Alþingis við að birta umtalaða greinargerð um Lindahvol ehf. gæti þýtt að hún komi aldrei fyrir augu þingmanna eða almennings þrátt fyrir vilja meirihluta þingheims, að sögn þingmanns Viðreisnar. Hann saknar þess að heyra forseta rökstyðja afstöðu sína. 13. mars 2023 22:22 Kalla settan ríkisendurskoðanda á fund um Lindarhvol: „Mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur ákveðið að boða settan ríkisendurskoðanda á opinn fund um Lindarhvolsmálið. Þingmaður Pírata velti því upp hvort sá fundur yrði „mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ og sakaði meirihlutann um sýndarmennsku. Stjórnarliðar sögðu ekkert óeðlilegt við að boðað hafi verið til fundar, þó ekki megi birta greinargerð um málið. 15. mars 2023 18:08 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kemur saman á lokuðum fundi á mánudag þar sem skýrsla Skúla Eggerts Þórðarsonar, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, um Lindarhvol verður kynnt. Þá hefur meirihluti nefndarinnar farið fram á það að opinn fundur með ríkisendurskoðanda, fyrrverandi ríkisendurskoðanda og settum ríkisendurskoðanda verði haldinn til þess að ræða innihald hinnar margumþrættu greinargerðar þess síðastnefnda um Lindahvolsmálið. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður nefndarinnar. „Það er ekki alveg ljóst hvort hægt er að halda þann fund. Það er allavega ljóst að að minnsta kosti einn þessara manna hefur ekki hug á því að mæta á opinn fund nefndarinnar,“ segir hún. Vilji ekki mæta „múlbundinn“ á fundinn Heimildir fréttastofu herma að sá sem ekki vill mæta á fundinn sé Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi í Lindarhvolsmálinu. Hann er sagður ekki vilja koma „múlbundinn“ á fund til þess eins að ræða greinargerð sem hann má ekki ræða lögum samkvæmt. Fyrr á árinu sagði hann í viðtali við Vísi að hann teldi skuggalegt að greinargerð hans hafi ekki fengið að líta dagsins ljós. Enn bólar ekkert á greinargerðinni. „Burtséð frá umfjöllun nefndarinnar um Lindarhvolsskýrsluna og greinargerðina, sem nefndin hefur aðgang að í trúnaði eins og hún hafði og hefur enn, þá er staðan á birtingu greinargerðarinnar alltaf sú sama. Það mál er hjá forseta Alþingis, það er ekki hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd,“ segir Þórunn. Hefur ekki kynnt sér efni greinargerðarinnar Sem áður segir hafa þeir þingmenn, sem sæti eiga í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, aðgang að greinargerð Sigurðar sem og skýrslu Skúla Eggerts, sem kynnt verður á mánudag. Samkvæmt heimildum Vísis er nokkuð eftirtektarvert ósamræmi milli skjalanna tveggja um sama efnið. Þórunn segist ekkert geta sagt til um það. „Ég get það ekki af því ég á eftir að lesa greinargerðina og trúnaðurinn um hana er þannig að þingmenn geta ekki vitnað beint í hana en við getum kynnt okkur efni hennar. Og ég á eftir að gera það.“
Starfsemi Lindarhvols Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Óskar eftir skýringum frá ráðuneyti Bjarna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum fjármála- og efnahagsráðuneytisins á fullyrðingum um að ólöglegt sé að gera vinnuskjöl ríkisendurskoðanda opinber. 20. mars 2023 16:18 Umboðsmaður krefur Bjarna frekari svara Umboðsmaður Alþingis hefur ritað fjármála- og efnahagsráðherra bréf þar sem farið er fram á svar við því hvernig fyrra svar hans samrýmist tilkynningu ráðuneytisins um birtingu vinnuskjala ríkisendurskoðanda 31. mars 2023 22:02 Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37 Mögulegt að greinargerð um Lindarhvol verði aldrei birt Andstaða forseta Alþingis við að birta umtalaða greinargerð um Lindahvol ehf. gæti þýtt að hún komi aldrei fyrir augu þingmanna eða almennings þrátt fyrir vilja meirihluta þingheims, að sögn þingmanns Viðreisnar. Hann saknar þess að heyra forseta rökstyðja afstöðu sína. 13. mars 2023 22:22 Kalla settan ríkisendurskoðanda á fund um Lindarhvol: „Mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur ákveðið að boða settan ríkisendurskoðanda á opinn fund um Lindarhvolsmálið. Þingmaður Pírata velti því upp hvort sá fundur yrði „mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ og sakaði meirihlutann um sýndarmennsku. Stjórnarliðar sögðu ekkert óeðlilegt við að boðað hafi verið til fundar, þó ekki megi birta greinargerð um málið. 15. mars 2023 18:08 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Óskar eftir skýringum frá ráðuneyti Bjarna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum fjármála- og efnahagsráðuneytisins á fullyrðingum um að ólöglegt sé að gera vinnuskjöl ríkisendurskoðanda opinber. 20. mars 2023 16:18
Umboðsmaður krefur Bjarna frekari svara Umboðsmaður Alþingis hefur ritað fjármála- og efnahagsráðherra bréf þar sem farið er fram á svar við því hvernig fyrra svar hans samrýmist tilkynningu ráðuneytisins um birtingu vinnuskjala ríkisendurskoðanda 31. mars 2023 22:02
Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37
Mögulegt að greinargerð um Lindarhvol verði aldrei birt Andstaða forseta Alþingis við að birta umtalaða greinargerð um Lindahvol ehf. gæti þýtt að hún komi aldrei fyrir augu þingmanna eða almennings þrátt fyrir vilja meirihluta þingheims, að sögn þingmanns Viðreisnar. Hann saknar þess að heyra forseta rökstyðja afstöðu sína. 13. mars 2023 22:22
Kalla settan ríkisendurskoðanda á fund um Lindarhvol: „Mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur ákveðið að boða settan ríkisendurskoðanda á opinn fund um Lindarhvolsmálið. Þingmaður Pírata velti því upp hvort sá fundur yrði „mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ og sakaði meirihlutann um sýndarmennsku. Stjórnarliðar sögðu ekkert óeðlilegt við að boðað hafi verið til fundar, þó ekki megi birta greinargerð um málið. 15. mars 2023 18:08
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent