Skiptir málið í skólum máli? Birgir U. Ásgeirsson skrifar 17. apríl 2023 07:31 Íslenska er skólamálið okkar, á öllum skólastigum. Gott læsi og vald á tungunni er mikilvægt veganesti til virkrar þátttöku í þjóðfélaginu. Þannig nýtast hæfileikar okkar betur. Er það hvort tveggja samfélaginu til farsældar og einstaklingnum sjálfum. Öll börn þurfa málörvun og gæðamenntun við hæfi. Að kenna nemendum íslensku er í senn gæfa og áskorun fyrir allt skólasamfélagið þar sem kennarar eru lykilaðilar. Viðmið um almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda koma fram í hæfniramma sem birtur hefur verið í reglugerð (nr. 1355/2022). Kennararáð vann tillögu að innihaldi reglugerðarinnar um hæfnirammann í víðtæku samstarfi, þ.m.t. við kennara á vettvangi. Þar er áhersla á hæfni allra kennara til að: Leggja mat á og efla eigin málfærni í samræmi við sérhæfingu. Beita íslensku í ræðu og riti á viðeigandi og árangursríkan hátt, útskýra, rökstyðja og stuðla að málefnalegum umræðum. Beita kennsluháttum sem örva nemendur til að tjá sig, skapa og miðla þekkingu sinni á íslensku. Beita fjölbreyttum aðferðum í kennslu íslensks tungumáls. Nýta áhrif fjölmenningar, fjöltyngis og íslensku sem annars máls við nám og kennslu. Viðmiðin hér að ofan eru hluti þeirrar almennu hæfni sem allir kennarar og skólastjórnendur eiga að búa yfir. Þau eru metnaðarfull og bera þess merki að gamalkunna orðasambandið eigi ennþá við, að allir kennarar séu íslenskukennarar. Hæfniramminn veitir leiðsögn um inntak kennaramenntunar og starfsþróun kennara. Í honum kemur fram að kennarar og skólastjórnendur leggi áherslu á að auka hæfni sína, bæði almenna og sérhæfða og að starfsþróun sé markviss þáttur í skólastarfi. Þar er íslenskan ekki undanskilin. Aðstæður eru afar misjafnar í skólakerfinu á Íslandi og þekkja skólastjórnendur staðbundnar aðstæður hverju sinni. Hæfniramminn skerpir á ábyrgð þeirra sem fara með ráðningar þar sem íslenskuhæfni miðast við viðkomandi starf. Mikilvægt er að þeim sem ekki uppfylla lágmarksviðmið um íslenskuhæfni standi til boða leiðir til að auka hæfni sína í íslensku og sýna fram á hana. Áherslan á hæfni í íslensku í hæfnirammanum rímar við stefnu stjórnvalda. Áherslur stjórnvalda eru meðal annars málörvun í leikskóla, að nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn fái stuðning við hæfi, að málkunnátta og sköpunargleði verðandi kennara verði efld til að byggja upp hæfni nemenda og stuðla að jákvæðu viðhorfi til íslenskunnar á öllum skólastigum. Áhersla verði einnig á að efla hæfni kennara í íslensku í gegnum starfsþróun þeirra og að þeir hafi tök á fjölbreyttum kennsluháttum til að kenna íslensku bæði sem móðurmál og sem annað mál. Að auki má nefna að í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur fram að mikilvægt sé að huga enn betur að íslenskukennslu, framboð af nýju námsefni á íslensku verði aukið og hlúð verði að barnamenningu. Íslenska er skólamálið. Íslenska er lykilþáttur í að byggja undir hæfni nemenda til að vera þátttakendur í samfélaginu. Eitt skrefið í þeirri vegferð að mæta þeim áskorunum sem samfélagið stendur frammi fyrir er að tryggja hæfni kennara í íslensku. Það er hvort tveggja gert í kennaramenntun og með starfsþróun. Þannig er unnt að mæta öllum nemendum með fagmennsku í fyrirrúmi. Við viljum stuðla að farsæld barnanna okkar þannig að samfélagið fái notið hæfileika þeirra. Málið í skólum skiptir máli. Höfundur er formaður kennararáðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Íslensk tunga Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska er skólamálið okkar, á öllum skólastigum. Gott læsi og vald á tungunni er mikilvægt veganesti til virkrar þátttöku í þjóðfélaginu. Þannig nýtast hæfileikar okkar betur. Er það hvort tveggja samfélaginu til farsældar og einstaklingnum sjálfum. Öll börn þurfa málörvun og gæðamenntun við hæfi. Að kenna nemendum íslensku er í senn gæfa og áskorun fyrir allt skólasamfélagið þar sem kennarar eru lykilaðilar. Viðmið um almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda koma fram í hæfniramma sem birtur hefur verið í reglugerð (nr. 1355/2022). Kennararáð vann tillögu að innihaldi reglugerðarinnar um hæfnirammann í víðtæku samstarfi, þ.m.t. við kennara á vettvangi. Þar er áhersla á hæfni allra kennara til að: Leggja mat á og efla eigin málfærni í samræmi við sérhæfingu. Beita íslensku í ræðu og riti á viðeigandi og árangursríkan hátt, útskýra, rökstyðja og stuðla að málefnalegum umræðum. Beita kennsluháttum sem örva nemendur til að tjá sig, skapa og miðla þekkingu sinni á íslensku. Beita fjölbreyttum aðferðum í kennslu íslensks tungumáls. Nýta áhrif fjölmenningar, fjöltyngis og íslensku sem annars máls við nám og kennslu. Viðmiðin hér að ofan eru hluti þeirrar almennu hæfni sem allir kennarar og skólastjórnendur eiga að búa yfir. Þau eru metnaðarfull og bera þess merki að gamalkunna orðasambandið eigi ennþá við, að allir kennarar séu íslenskukennarar. Hæfniramminn veitir leiðsögn um inntak kennaramenntunar og starfsþróun kennara. Í honum kemur fram að kennarar og skólastjórnendur leggi áherslu á að auka hæfni sína, bæði almenna og sérhæfða og að starfsþróun sé markviss þáttur í skólastarfi. Þar er íslenskan ekki undanskilin. Aðstæður eru afar misjafnar í skólakerfinu á Íslandi og þekkja skólastjórnendur staðbundnar aðstæður hverju sinni. Hæfniramminn skerpir á ábyrgð þeirra sem fara með ráðningar þar sem íslenskuhæfni miðast við viðkomandi starf. Mikilvægt er að þeim sem ekki uppfylla lágmarksviðmið um íslenskuhæfni standi til boða leiðir til að auka hæfni sína í íslensku og sýna fram á hana. Áherslan á hæfni í íslensku í hæfnirammanum rímar við stefnu stjórnvalda. Áherslur stjórnvalda eru meðal annars málörvun í leikskóla, að nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn fái stuðning við hæfi, að málkunnátta og sköpunargleði verðandi kennara verði efld til að byggja upp hæfni nemenda og stuðla að jákvæðu viðhorfi til íslenskunnar á öllum skólastigum. Áhersla verði einnig á að efla hæfni kennara í íslensku í gegnum starfsþróun þeirra og að þeir hafi tök á fjölbreyttum kennsluháttum til að kenna íslensku bæði sem móðurmál og sem annað mál. Að auki má nefna að í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur fram að mikilvægt sé að huga enn betur að íslenskukennslu, framboð af nýju námsefni á íslensku verði aukið og hlúð verði að barnamenningu. Íslenska er skólamálið. Íslenska er lykilþáttur í að byggja undir hæfni nemenda til að vera þátttakendur í samfélaginu. Eitt skrefið í þeirri vegferð að mæta þeim áskorunum sem samfélagið stendur frammi fyrir er að tryggja hæfni kennara í íslensku. Það er hvort tveggja gert í kennaramenntun og með starfsþróun. Þannig er unnt að mæta öllum nemendum með fagmennsku í fyrirrúmi. Við viljum stuðla að farsæld barnanna okkar þannig að samfélagið fái notið hæfileika þeirra. Málið í skólum skiptir máli. Höfundur er formaður kennararáðs.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar