Tíu í fangelsi vegna farþegaþotunnar sem var skotin niður Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2023 15:19 Farþegaþotan sem var skotin niður nærri Teheran árið 2020 var á vegum Ukraine International Airlines. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Dómstóll í Íran dæmdi tíu lágt setta liðsmenn byltingarvarðarins í fangelsi vegna úkraínskrar farþegaþotu sem var skotin niður í janúar árið 2020. Aðstandendur fórnarlambanna segja málalyktirnar óviðunandi. Loftvarnasveit íranska byltingarvarðarins skaut tveimur flugskeytum á farþegaþotu Ukraine International Airlines skömmu eftir að hún tók á loft frá Teheran fyrir rúmum þremur árum. Hundrað sjötíu og sex manns sem voru um borð í vélinni fórust. Yfirmaður loftvarnasveitarinnar var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir aðild að manndrápum og fyrir að óhlýðnast skipunum. Níu aðrir hlutu eins til þriggja ára fangelsisdóma, þar á meðal tveir liðsmenn sveitarinnar sem stýrði flugskeytakerfinu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fjölskyldur fórnarlambanna sögðu dómana yfir mönnunum þýðingarlausa og óásættanlega. Írönsk yfirvöld hefðu ekki sótt þá sem bæru aðalábyrgðina til saka. Írönsk stjórnvöld neituðu því í þrjá daga eftir að flugvélin fórst að þau hefðu haft nokkuð með það að gera. Þess í stað sögðu þau að tæknileg bilun hlyti að hafa orðið í vélinni. Á endanum viðurkenndi byltingarvörðurinn þó að loftvarnasveitin hefði talið að flugvélin væri bandarískt flugskeyti. Íranir höfðu mikinn viðbúnað á þessum tíma þar sem þeir höfðu skotið flugskeytum á tvær herstöðvar í Írak þar sem bandarískir hermenn voru til þess að hefna fyrir dráp Bandaríkjamanna á Qasem Soleimani, hershöfðingja byltingarvarðarins, nokkrum dögum áður en þotan var skotin niður. Flestir farþegarnir voru frá Úkraínu, Kanada, Bretlandi og Svíþjóð. Stjórnvöld þar saka Írani um að hafa skotið þotuna vísvitandi niður. Írönsk flugmálayfirvöld kenndu mannlegum mistökum um að þotan var skotin niður. Íran Úkraína Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mannleg mistök og léleg samskipti innan hersins hafi valdið flugslysinu Léleg samskipti innan hersins og mannleg mistök urðu til þess að úkraínsk farþegaþota var skotin niður í Teheran skömmu eftir flugtak. 13. júlí 2020 06:27 Staðfesta að tveimur eldflaugum hafi verið skotið á úkraínsku vélina Íranski flugherinn hefur birt bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar sem rannsakar orsök þess að vél Ukraine International Airlines var skotin niður fyrr í mánuðinum. 176 fórust. 21. janúar 2020 08:16 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Loftvarnasveit íranska byltingarvarðarins skaut tveimur flugskeytum á farþegaþotu Ukraine International Airlines skömmu eftir að hún tók á loft frá Teheran fyrir rúmum þremur árum. Hundrað sjötíu og sex manns sem voru um borð í vélinni fórust. Yfirmaður loftvarnasveitarinnar var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir aðild að manndrápum og fyrir að óhlýðnast skipunum. Níu aðrir hlutu eins til þriggja ára fangelsisdóma, þar á meðal tveir liðsmenn sveitarinnar sem stýrði flugskeytakerfinu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fjölskyldur fórnarlambanna sögðu dómana yfir mönnunum þýðingarlausa og óásættanlega. Írönsk yfirvöld hefðu ekki sótt þá sem bæru aðalábyrgðina til saka. Írönsk stjórnvöld neituðu því í þrjá daga eftir að flugvélin fórst að þau hefðu haft nokkuð með það að gera. Þess í stað sögðu þau að tæknileg bilun hlyti að hafa orðið í vélinni. Á endanum viðurkenndi byltingarvörðurinn þó að loftvarnasveitin hefði talið að flugvélin væri bandarískt flugskeyti. Íranir höfðu mikinn viðbúnað á þessum tíma þar sem þeir höfðu skotið flugskeytum á tvær herstöðvar í Írak þar sem bandarískir hermenn voru til þess að hefna fyrir dráp Bandaríkjamanna á Qasem Soleimani, hershöfðingja byltingarvarðarins, nokkrum dögum áður en þotan var skotin niður. Flestir farþegarnir voru frá Úkraínu, Kanada, Bretlandi og Svíþjóð. Stjórnvöld þar saka Írani um að hafa skotið þotuna vísvitandi niður. Írönsk flugmálayfirvöld kenndu mannlegum mistökum um að þotan var skotin niður.
Íran Úkraína Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mannleg mistök og léleg samskipti innan hersins hafi valdið flugslysinu Léleg samskipti innan hersins og mannleg mistök urðu til þess að úkraínsk farþegaþota var skotin niður í Teheran skömmu eftir flugtak. 13. júlí 2020 06:27 Staðfesta að tveimur eldflaugum hafi verið skotið á úkraínsku vélina Íranski flugherinn hefur birt bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar sem rannsakar orsök þess að vél Ukraine International Airlines var skotin niður fyrr í mánuðinum. 176 fórust. 21. janúar 2020 08:16 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Mannleg mistök og léleg samskipti innan hersins hafi valdið flugslysinu Léleg samskipti innan hersins og mannleg mistök urðu til þess að úkraínsk farþegaþota var skotin niður í Teheran skömmu eftir flugtak. 13. júlí 2020 06:27
Staðfesta að tveimur eldflaugum hafi verið skotið á úkraínsku vélina Íranski flugherinn hefur birt bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar sem rannsakar orsök þess að vél Ukraine International Airlines var skotin niður fyrr í mánuðinum. 176 fórust. 21. janúar 2020 08:16
63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent