Íslenska leiðin og arður orkulinda Valur Ægisson skrifar 18. apríl 2023 10:00 Stórnotendur raforku greiddu á síðasta ári $43 fyrir hverja MWst, sem er það hæsta í sögu Landsvirkjunar. Sú tala jafngildir 5,8 kr. á kWst. Heildsölumarkaðurinn greiddi á sama tíma að meðaltali 4,6 kr. á kWst, eða 1,20 krónum minna, fyrir grunnorku sem er sambærileg vara og stórnotendur kaupa. Þegar fullyrt er að fjárhagslegur ábati af íslensku raforkunni sé afar slakur og það rakið til þess að stórnotendur greiði allt of lágt verð fyrir orkuna þá er það beinlínis rangt. Meðalverð Landsvirkjunar til stórnotenda og heildsölumarkaðarins er nú sambærilegt, eftir góðan árangur í endursamningum við stærstu viðskiptavini okkar. Undanfarin misseri hefur heildsölumarkaðurinn greitt lægra verð en stóriðjan fyrir sambærilega vöru. Nú er svo komið að hætta á leka á milli markaða eykst, þ.e. að orka sem ætluð er almenningi endi hjá stórnotendum og ógni mögulega orkuöryggi almennings í leiðinni. Við verðum að búa svo um hnútana að almenningur þurfi ekki að keppa við stórnotendur um örugga orku. Villandi útúrsnúningar Framkvæmdastjóra Landverndar á að vera vel kunnugt um hver verðþróun til stóriðju hefur verið en fer þó mikinn í grein sem ber fyrirsögnina Íslenska leiðin – nær heimsmet í lélegri frammistöðu. Tölurnar sem vísað er til í greininni eru í besta falli villandi, til dæmis kýs framkvæmdastjórinn að styðjast við ársreikning Landvirkjunar fyrir árið 2020 og var þó ársreikningur síðasta árs og allra ára þar á milli löngu kominn út þegar greinin birtist. Umfjöllun um margra ára gamlar úreltar tölur er undarlegur grunnur gagnrýni. En ef réttra upplýsinga hefði verið aflað hefðu fullyrðingar um tugmilljarða króna meðgjöf til stóriðjunnar auðvitað fallið dauðar. Það verð, sem hér er rætt um þegar talað er um stórnotendur og heildsölumarkað, er að sjálfsögðu verðið sem Landsvirkjun selur orkuna á. Stórnotendur fá orkuna afhenta beint en á heildsölumarkaði taka sölufyrirtæki við og þjónusta almennan markað. Ofan á raforkuverðið á heildsölumarkaði leggst álagning sölufyrirtækja, kostnaður við flutning og dreifingu. Þegar rafmagnið sem Landsvirkjun selur er komið í innstungur heimila rennur um fjórðungur verðsins til Landsvirkjunar, þrír fjórðu er annar kostnaður. Tugmilljarða arðgreiðslur Við lýstum því yfir á sínum tíma að þörf væri á að endurskoða samninga við stórnotendur enda væri afsláttur vegna magnkaupa of mikill og tímabært að stórfyrirtækin borguðu hér sambærilegt raforkuverð og önnur slík fyrirtæki gera í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Nú hefur þetta gengið eftir. Landsvirkjun hefur endursamið við alla stærstu viðskiptavini sína, að Alcoa undanskildu, en þar styttist í endurskoðun samninga. Eins og lesa má úr ársreikningum, sem aðgengilegir eru hverjum sem er á heimasíðu Landsvirkjunar, hafa tekjur fyrirtækisins aukist um tugi milljarða með endursamningum við stóriðjuna, sem hefur svo leitt til stórhækkaðra arðgreiðslna til eigenda fyrirtækisins, íslensku þjóðarinnar. Afkoma fyrirtækisins hefur aldrei verið betri og vænta má að aðalfundur þess samþykki síðar í þessum mánuði tillögu stjórnar um 20 milljarða kr. arð til ríkissjóðs. Hvergi í heiminum myndi slíkt teljast met í lélegri frammistöðu. Við hjá Landsvirkjun tökum allri umræðu um starfsemi fyrirtækisins fagnandi, enda erum við vel meðvituð um þá skyldu orkufyrirtækis þjóðarinnar að veita góðar og skýrar upplýsingar um hvaðeina sem snertir reksturinn. Hlutverk okkar er sem fyrr að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem okkur er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Fullyrðingar um að þjóðin beri skarðan hlut frá borði vegna orkusölu Landsvirkjunar eiga sér engan stuðning í raunveruleikanum. Höfundur er forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Valur Ægisson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Stórnotendur raforku greiddu á síðasta ári $43 fyrir hverja MWst, sem er það hæsta í sögu Landsvirkjunar. Sú tala jafngildir 5,8 kr. á kWst. Heildsölumarkaðurinn greiddi á sama tíma að meðaltali 4,6 kr. á kWst, eða 1,20 krónum minna, fyrir grunnorku sem er sambærileg vara og stórnotendur kaupa. Þegar fullyrt er að fjárhagslegur ábati af íslensku raforkunni sé afar slakur og það rakið til þess að stórnotendur greiði allt of lágt verð fyrir orkuna þá er það beinlínis rangt. Meðalverð Landsvirkjunar til stórnotenda og heildsölumarkaðarins er nú sambærilegt, eftir góðan árangur í endursamningum við stærstu viðskiptavini okkar. Undanfarin misseri hefur heildsölumarkaðurinn greitt lægra verð en stóriðjan fyrir sambærilega vöru. Nú er svo komið að hætta á leka á milli markaða eykst, þ.e. að orka sem ætluð er almenningi endi hjá stórnotendum og ógni mögulega orkuöryggi almennings í leiðinni. Við verðum að búa svo um hnútana að almenningur þurfi ekki að keppa við stórnotendur um örugga orku. Villandi útúrsnúningar Framkvæmdastjóra Landverndar á að vera vel kunnugt um hver verðþróun til stóriðju hefur verið en fer þó mikinn í grein sem ber fyrirsögnina Íslenska leiðin – nær heimsmet í lélegri frammistöðu. Tölurnar sem vísað er til í greininni eru í besta falli villandi, til dæmis kýs framkvæmdastjórinn að styðjast við ársreikning Landvirkjunar fyrir árið 2020 og var þó ársreikningur síðasta árs og allra ára þar á milli löngu kominn út þegar greinin birtist. Umfjöllun um margra ára gamlar úreltar tölur er undarlegur grunnur gagnrýni. En ef réttra upplýsinga hefði verið aflað hefðu fullyrðingar um tugmilljarða króna meðgjöf til stóriðjunnar auðvitað fallið dauðar. Það verð, sem hér er rætt um þegar talað er um stórnotendur og heildsölumarkað, er að sjálfsögðu verðið sem Landsvirkjun selur orkuna á. Stórnotendur fá orkuna afhenta beint en á heildsölumarkaði taka sölufyrirtæki við og þjónusta almennan markað. Ofan á raforkuverðið á heildsölumarkaði leggst álagning sölufyrirtækja, kostnaður við flutning og dreifingu. Þegar rafmagnið sem Landsvirkjun selur er komið í innstungur heimila rennur um fjórðungur verðsins til Landsvirkjunar, þrír fjórðu er annar kostnaður. Tugmilljarða arðgreiðslur Við lýstum því yfir á sínum tíma að þörf væri á að endurskoða samninga við stórnotendur enda væri afsláttur vegna magnkaupa of mikill og tímabært að stórfyrirtækin borguðu hér sambærilegt raforkuverð og önnur slík fyrirtæki gera í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Nú hefur þetta gengið eftir. Landsvirkjun hefur endursamið við alla stærstu viðskiptavini sína, að Alcoa undanskildu, en þar styttist í endurskoðun samninga. Eins og lesa má úr ársreikningum, sem aðgengilegir eru hverjum sem er á heimasíðu Landsvirkjunar, hafa tekjur fyrirtækisins aukist um tugi milljarða með endursamningum við stóriðjuna, sem hefur svo leitt til stórhækkaðra arðgreiðslna til eigenda fyrirtækisins, íslensku þjóðarinnar. Afkoma fyrirtækisins hefur aldrei verið betri og vænta má að aðalfundur þess samþykki síðar í þessum mánuði tillögu stjórnar um 20 milljarða kr. arð til ríkissjóðs. Hvergi í heiminum myndi slíkt teljast met í lélegri frammistöðu. Við hjá Landsvirkjun tökum allri umræðu um starfsemi fyrirtækisins fagnandi, enda erum við vel meðvituð um þá skyldu orkufyrirtækis þjóðarinnar að veita góðar og skýrar upplýsingar um hvaðeina sem snertir reksturinn. Hlutverk okkar er sem fyrr að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem okkur er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Fullyrðingar um að þjóðin beri skarðan hlut frá borði vegna orkusölu Landsvirkjunar eiga sér engan stuðning í raunveruleikanum. Höfundur er forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun