„Haukar tóku fleiri brauðmola en við nýttum færin okkar betur“ Andri Már Eggertsson skrifar 17. apríl 2023 22:00 Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, fagnaði sigri í Ólafssal Vísir/Bára Dröfn Þór Þorlákshöfn vann tveggja stiga sigur á Haukum í Ólafssal 93-95 og tryggði sér farseðilinn í undanúrslit. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var afar ánægður með sigur í oddaleik. „Við töluðum um að brauðmolarnir myndu ráða úrslitum. Haukar tóku fleiri brauðmola en við nýttum færin okkar betur. Vincent Shahid var frábær og ég var ánægður með hvernig við spiluðum. Þegar við vorum undir þá náðum við að drepa augnablikið hjá þeim,“ sagði Lárus Jónsson og hélt áfram að hrósa leikmönnum Þórs Þorlákshafnar. „Emil [Karel Einarsson] var frábær á tímabili þar sem hann setti góða þrista. Mér fannst Tómas Valur [Þrastarson] stíga vel upp. Mér fannst strákarnir vera yfirvegaðir og voru ekki að einbeita sér að hlutum sem skiptu ekki máli.“ „Mér fannst augnablikið sem vann leikinn vera þegar Tómas Valur varði skot frá Hilmari [Smára Henningssyni] og þá hugsaði ég að við ættum góðan möguleika á að fara áfram í undanúrslitin.“ Lárus Jónsson hrósaði Haukum og þakkaði þeim fyrir gott einvígi. „Ég vil þakka Haukum kærlega fyrir frábært einvígi og þetta var frábært ár hjá þeim. Þeir voru ótrúlega góðir og Máté Dalmay klárlega þjálfari ársins. Hann kom með mikið nýtt sóknarlega sem maður hefur ekki séð áður og það var gaman að fá ferskan þjálfara inn í deildina.“ Þór Þorlákshöfn byrjaði leikinn afar illa og Lárus viðurkenndi að Þórsarar hafi verið stressaðir. „Við settum leikinn þannig upp að við ætluðum ekki að sjá eftir neinu. Við ætluðum að gefa allt í leikinn og berjast til síðasta blóðdropa og tilfinningin hvort sem við hefðum unnið eða tapað þá myndum við labba út sem sigurvegar.“ Lárus var spenntur fyrir undanúrslitunum þar sem Valur og Þór Þorlákshöfn mætast annað tímabilið í röð. „Þetta eru sömu undanúrslitin og í fyrra. Við erum að mæta Val sem er handhafi allra bikaranna og það verður verðugt verkefni. Í deildinni unnum við og töpuðum einum leik gegn Val þannig þetta eru jöfn lið að mætast,“ Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Sjá meira
„Við töluðum um að brauðmolarnir myndu ráða úrslitum. Haukar tóku fleiri brauðmola en við nýttum færin okkar betur. Vincent Shahid var frábær og ég var ánægður með hvernig við spiluðum. Þegar við vorum undir þá náðum við að drepa augnablikið hjá þeim,“ sagði Lárus Jónsson og hélt áfram að hrósa leikmönnum Þórs Þorlákshafnar. „Emil [Karel Einarsson] var frábær á tímabili þar sem hann setti góða þrista. Mér fannst Tómas Valur [Þrastarson] stíga vel upp. Mér fannst strákarnir vera yfirvegaðir og voru ekki að einbeita sér að hlutum sem skiptu ekki máli.“ „Mér fannst augnablikið sem vann leikinn vera þegar Tómas Valur varði skot frá Hilmari [Smára Henningssyni] og þá hugsaði ég að við ættum góðan möguleika á að fara áfram í undanúrslitin.“ Lárus Jónsson hrósaði Haukum og þakkaði þeim fyrir gott einvígi. „Ég vil þakka Haukum kærlega fyrir frábært einvígi og þetta var frábært ár hjá þeim. Þeir voru ótrúlega góðir og Máté Dalmay klárlega þjálfari ársins. Hann kom með mikið nýtt sóknarlega sem maður hefur ekki séð áður og það var gaman að fá ferskan þjálfara inn í deildina.“ Þór Þorlákshöfn byrjaði leikinn afar illa og Lárus viðurkenndi að Þórsarar hafi verið stressaðir. „Við settum leikinn þannig upp að við ætluðum ekki að sjá eftir neinu. Við ætluðum að gefa allt í leikinn og berjast til síðasta blóðdropa og tilfinningin hvort sem við hefðum unnið eða tapað þá myndum við labba út sem sigurvegar.“ Lárus var spenntur fyrir undanúrslitunum þar sem Valur og Þór Þorlákshöfn mætast annað tímabilið í röð. „Þetta eru sömu undanúrslitin og í fyrra. Við erum að mæta Val sem er handhafi allra bikaranna og það verður verðugt verkefni. Í deildinni unnum við og töpuðum einum leik gegn Val þannig þetta eru jöfn lið að mætast,“
Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Sjá meira