Óttuðust að eitrað yrði fyrir þeim Valur Páll Eiríksson skrifar 18. apríl 2023 11:00 Ruud Gullit og Diego Maradona takast á. Getty/Allsport UK /Allsport Undanúrslitaeinvígi AC Milan og Napoli minnir um margt á harða baráttu liðanna á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Ruud Gullit rifjar upp ferðalag AC Milan til Napoli er liðin kepptust um ítalska meistaratitilinn við Diego Maradona og félaga. AC Milan vann fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í Mílanó í síðustu viku, 1-0, og fer því með nauma forystu til Napoli í kvöld. Leikur kvöldsins verður sá þriðji hjá liðunum í þessum mánuði en AC Milan vann magnaðan 4-0 sigur á Napoli, sem leiðir ítölsku deildina, í deildarleik fyrr í apríl. Ítalskir miðlar segja þetta minna á harða baráttu liðanna fyrir rúmum þremur áratugum þegar þau kepptu um ítalska titilinn ár eftir ár. Ruud Gullit rifjaði upp ferðalag AC-manna til Napoli í maí 1988 í heimildamynd um þjálfara liðsins Arrigo Sacchi. Ítalski meistaratitillinn var undir í þeim leik. „Ég man vel eftir því að við flugum með tveimur einkaflugvélum til Napoli og ég skildi ekki af hverju. Það var algjört ófremdarástand þegar við mættum á hótelið, við vorum á efstu hæð og það var mannhaf fyrir neðan okkur sem öskraði hástöfum að okkur,“ segir Gullit. „Þá áttaði ég mig á því að aukaflugvélin var full af öryggisgæslumönnum, þar sem enginn í Napoli mátti snerta matinn okkar. Það var töluverð hræðsla um að þeir myndu setja eitthvað í matinn, svo við vorum einir á efstu hæðinni og enginn mátti koma þar upp. Kokkurinn okkar, Michele, eldaði matinn og öryggisgæslumennirnir færðu okkur matinn,“ „Aðdáendur Napoli öskruðu fyrir utan hótelið okkar alla nóttina til að halda fyrir okkur vöku. Þá var liðsrútan okkar grýtt á leikdag, þetta var mikið ævintýri, ég trúði þessu varla,“ segir Gullit. AC Milan vann þann leik 3-2 og vann ítalska meistaratitilinn árið 1988. Leikmenn AC Milan mættu til Napoli í gær og líklegt þykir að svipuð læti hafi fylgt við þeirra hótel í nótt. Flugeldar eru þó vinsælli til slíks þessi dægrin. Þá er ólíklegt að álíka öryggisgæslu þurfi vegna matseldar fyrir leikmenn liðsins þessa dagana. Napoli og AC Milan mætast í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefja Kjartan Atli Kjartansson og félagar upphitun klukkan 18:30. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúnna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Sjá meira
AC Milan vann fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í Mílanó í síðustu viku, 1-0, og fer því með nauma forystu til Napoli í kvöld. Leikur kvöldsins verður sá þriðji hjá liðunum í þessum mánuði en AC Milan vann magnaðan 4-0 sigur á Napoli, sem leiðir ítölsku deildina, í deildarleik fyrr í apríl. Ítalskir miðlar segja þetta minna á harða baráttu liðanna fyrir rúmum þremur áratugum þegar þau kepptu um ítalska titilinn ár eftir ár. Ruud Gullit rifjaði upp ferðalag AC-manna til Napoli í maí 1988 í heimildamynd um þjálfara liðsins Arrigo Sacchi. Ítalski meistaratitillinn var undir í þeim leik. „Ég man vel eftir því að við flugum með tveimur einkaflugvélum til Napoli og ég skildi ekki af hverju. Það var algjört ófremdarástand þegar við mættum á hótelið, við vorum á efstu hæð og það var mannhaf fyrir neðan okkur sem öskraði hástöfum að okkur,“ segir Gullit. „Þá áttaði ég mig á því að aukaflugvélin var full af öryggisgæslumönnum, þar sem enginn í Napoli mátti snerta matinn okkar. Það var töluverð hræðsla um að þeir myndu setja eitthvað í matinn, svo við vorum einir á efstu hæðinni og enginn mátti koma þar upp. Kokkurinn okkar, Michele, eldaði matinn og öryggisgæslumennirnir færðu okkur matinn,“ „Aðdáendur Napoli öskruðu fyrir utan hótelið okkar alla nóttina til að halda fyrir okkur vöku. Þá var liðsrútan okkar grýtt á leikdag, þetta var mikið ævintýri, ég trúði þessu varla,“ segir Gullit. AC Milan vann þann leik 3-2 og vann ítalska meistaratitilinn árið 1988. Leikmenn AC Milan mættu til Napoli í gær og líklegt þykir að svipuð læti hafi fylgt við þeirra hótel í nótt. Flugeldar eru þó vinsælli til slíks þessi dægrin. Þá er ólíklegt að álíka öryggisgæslu þurfi vegna matseldar fyrir leikmenn liðsins þessa dagana. Napoli og AC Milan mætast í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefja Kjartan Atli Kjartansson og félagar upphitun klukkan 18:30. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúnna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Sjá meira