Fyrri undanúrslitarimman hófst í gær þar sem Njarðvík og Tindastóll eigast við og í dag hefst viðureign Vals og Þórs úr Þorlákshöfn en Valsarar eru handhafar Íslandsmeistaratitilsins sem Þórsarar unnu árið 2021.
Útsending hefst klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport.
Nú styttist óðum í að Besta deildin í fótbolta hefjist í kvennaflokki og verður upphitunarþáttur fyrir sumarið á dagskrá Stöðvar 2 Sport 5 klukkan 20:00.