Elín Klara(ði) meistarana með frammistöðu upp á tíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2023 12:01 Elín Klara Þorkelsdóttir fagnar sigurmarki sínu gegn Fram. vísir/hulda margrét Elín Klara Þorkelsdóttir var hetja Hauka þegar þeir slógu Íslandsmeistara Fram úr leik í sex liða úrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Haukar komu mörgum á óvart með því að vinna fyrsta leikinn gegn Fram á heimavelli meistaranna, 20-26. Haukar voru svo með frumkvæðið lengst af í öðrum leiknum á Ásvöllum í gær. Og þegar fimm mínútur voru eftir leiddu Hafnfirðingar með fjórum mörkum, 27-23. Frammarar unnu hins vegar síðustu fimm mínúturnar, 5-1, og tryggðu sér framlengingu. Perla Ruth Albertsdóttir jafnaði í 28-28 úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út. Þar voru taugarnar þandar og liðin gerðu fjölmörg mistök. Perla Ruth jafnaði fyrir Fram, 30-30, þegar mínúta var eftir og allt var á suðupunkti á Ásvöllum. Elín Klara tekur lokaskot leiksins.vísir/hulda margrét Haukar fengu lokasóknina og þegar þrjár sekúndur voru eftir fékk Elín Klara boltann vinstra megin fyrir utan og lét vaða. Boltinn söng í netinu og Haukar fögnuðu sigri, 31-30, og sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. Klippa: Sigurmark Elínar Klöru gegn Fram Þetta var ellefta mark Elínar Klöru í leiknum. Það var langt því frá það eina sem hún gerði í leiknum. Elín Klara gaf nefnilega sex stoðsendingar, fimm vítasendingar, fiskaði tvö víti, stal boltanum einu sinni, tók tvö fráköst og stöðvaði leikmenn Fram þrettán sinnum í vörninni. Fyrir þessa frábæru frammistöðu fékk hún tíu í einkunn hjá HB Statz. Tíu í sóknareinkunn, varnareinkunn og heildareinkunn. Elín Klara þvílíkur leikmaður Tvöföld tvenna hjá henni í dag þegar Fram er óvænt sópað! 11 (73%) mörk 6 stoðsendingar 5 vítasendingar 2 fiskuð viti 13 stöðvanir 1 stolinn2 fráköst Heildar, sóknar varnar einkunn: @Haukarhandbolti #olisdeildin #handbolti— HBStatz (@HBSstatz) April 20, 2023 Elín Klara var engu síðri í fyrri leiknum gegn Fram þar sem hún skoraði tólf mörk úr þrettán mörkum. Hún skoraði því samtals 23 mörk í leikjunum tveimur gegn Íslandsmeisturunum og þurfti til þess aðeins 28 skot. Haukar mæta ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar. Haukar Fram Olís-deild kvenna Tengdar fréttir „Það bjóst enginn við þessu nema kannski við sjálfar“ Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var að ná sér á jörðina aftur eftir spennuþrungin framlengdan leik á Ásvöllum í dag þegar Vísir náði tali af henni. 20. apríl 2023 17:28 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Sjá meira
Haukar komu mörgum á óvart með því að vinna fyrsta leikinn gegn Fram á heimavelli meistaranna, 20-26. Haukar voru svo með frumkvæðið lengst af í öðrum leiknum á Ásvöllum í gær. Og þegar fimm mínútur voru eftir leiddu Hafnfirðingar með fjórum mörkum, 27-23. Frammarar unnu hins vegar síðustu fimm mínúturnar, 5-1, og tryggðu sér framlengingu. Perla Ruth Albertsdóttir jafnaði í 28-28 úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út. Þar voru taugarnar þandar og liðin gerðu fjölmörg mistök. Perla Ruth jafnaði fyrir Fram, 30-30, þegar mínúta var eftir og allt var á suðupunkti á Ásvöllum. Elín Klara tekur lokaskot leiksins.vísir/hulda margrét Haukar fengu lokasóknina og þegar þrjár sekúndur voru eftir fékk Elín Klara boltann vinstra megin fyrir utan og lét vaða. Boltinn söng í netinu og Haukar fögnuðu sigri, 31-30, og sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. Klippa: Sigurmark Elínar Klöru gegn Fram Þetta var ellefta mark Elínar Klöru í leiknum. Það var langt því frá það eina sem hún gerði í leiknum. Elín Klara gaf nefnilega sex stoðsendingar, fimm vítasendingar, fiskaði tvö víti, stal boltanum einu sinni, tók tvö fráköst og stöðvaði leikmenn Fram þrettán sinnum í vörninni. Fyrir þessa frábæru frammistöðu fékk hún tíu í einkunn hjá HB Statz. Tíu í sóknareinkunn, varnareinkunn og heildareinkunn. Elín Klara þvílíkur leikmaður Tvöföld tvenna hjá henni í dag þegar Fram er óvænt sópað! 11 (73%) mörk 6 stoðsendingar 5 vítasendingar 2 fiskuð viti 13 stöðvanir 1 stolinn2 fráköst Heildar, sóknar varnar einkunn: @Haukarhandbolti #olisdeildin #handbolti— HBStatz (@HBSstatz) April 20, 2023 Elín Klara var engu síðri í fyrri leiknum gegn Fram þar sem hún skoraði tólf mörk úr þrettán mörkum. Hún skoraði því samtals 23 mörk í leikjunum tveimur gegn Íslandsmeisturunum og þurfti til þess aðeins 28 skot. Haukar mæta ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar.
Haukar Fram Olís-deild kvenna Tengdar fréttir „Það bjóst enginn við þessu nema kannski við sjálfar“ Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var að ná sér á jörðina aftur eftir spennuþrungin framlengdan leik á Ásvöllum í dag þegar Vísir náði tali af henni. 20. apríl 2023 17:28 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Sjá meira
„Það bjóst enginn við þessu nema kannski við sjálfar“ Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var að ná sér á jörðina aftur eftir spennuþrungin framlengdan leik á Ásvöllum í dag þegar Vísir náði tali af henni. 20. apríl 2023 17:28