Teflir Landsnet orkuöryggi á Suðurnesjum í tvísýnu? Stefán Georgsson skrifar 21. apríl 2023 11:01 Nýkomin er út skýrsla á vegum Landsnets sem hefur titilinn Suðurnesjalína 2 - greining á tjónnæmi vegna jarðvár. Skýrslan er kynnt með mjög afgerandi fyrirsögn á heimasíðu Landsnets: “Loftlína betri kostur en jarðstrengur”. Forsaga málsins er sú að lengi hafa verið deilur um hvort leggja skuli Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu samhliða Suðurnesjalínu 1 eða sem jarðstreng í öxl Reykjanesbrautar. Skipulagsstofnun og Sveitarfélagið Vogar vilja jarðstreng, en Landsnet loftlínu, meðal annars vegna kostnaðar. Gostímabil á Reykjanesi Eftir eldgosin á Reykjanesi 2021 og 2022 telja jarðvísindamenn sennilegt að hafið sé gostímabil á Reykjanesi. Í framhaldi af því hafa fyrirætlanir um raflínur á Suðvesturlandi verið endurskoðaðar, til dæmis hefur verið hætt við Lyklafellslínu frá Sandskeiði til Hafnarfjarðar vegan hættu á eldgosum. Jarðvísindastofnun Háskólans (Ármann Höskuldsson, William M. Moreland, Muhammad Aufaristama, Þorvaldur Þórðarson, Ingibjörg Jónsdóttir, og Þóra Björg Andrésardóttir) vann skýrslu um náttúru- og eldgosavá í sveitarfélaginu Vogum sem út kom í apríl 2022. Þorvaldur Þórðarson fjallaði um efni skýrslunnar og staðsetningu Suðurnesjalínu 2 í Kastljósviðtali 6. mars 2023 og þar segir hann meðal annars: “..Við myndum ráðleggja þeim að vera eins langt frá virkasta svæðinu á Reykjanesskaganum, því fjær sem þú ert því betra. Og þegar þú ert kominn út í jaðrana skipta stuttar vegalengdir miklu máli. Til dæmis ef við erum sunnan við Reykjanesbrautina, þar er mikið af sprungum … ef þú ferð norður fyrir veginn þá ertu með örfáar sprungur og þær hafa ekki verið virkar í langan tíma”. Þegar Þorvaldur er spurður hvernig honum hugnist að leggjast Suðurnesjalínu 2 á sama stað og Suðurnesjalínu 1 svarar hann: “Minn hugsunarháttur er alltaf að vera með sem fæst egg í sömu körfunni og reyna að dreifa áhættunni”. Sviðsmyndagreiningar Landsnets Landsnet vann á vormánuðum 2023 ofangreinda skýrslu um tjónnæmi loftlína annars vegar og jarðstrengja hins vegar. Vitað er að vegna hita munu jarðstrengir sennilega eyðileggjast ef hraun rennur yfir þá í einhverju magni. Auðveldara getur verið að vernda loftlínur fyrir hraunflæði með háum möstrum og öðrum aðgerðum. Landsnet velur að gera sviðsmyndagreiningu þar sem hraun er látið renna yfir jarðstrengina í öllum tilvikum. Niðurstaðan kemur ekki á óvart, loftlínur eru taldar betri kostur en jarðstrengir. Þessi niðurstaða er viðbúin með aðferðafræðinni sem Landsnet valdi. Sviðsmyndagreining eins og Landsnet gerði tekur ekki tillit til mismunandi áhættu / líkum á tjóni eftir því hvort öll eggin eru í sömu körfunni eða ekki. Væntanlega hefði verið hægt að meta áhættu (líkur á tjóni) fyrir bæði tilvikin, en það gerir Landsnet ekki. Landsnet lagði í sviðsmyndagreiningu upp með 300 m3/s hraunrennsli í 11,5 sólarhringa sem gefur 0,3 rúmkílómetra hrauns. Í þeirri sviðsmynd rennur hraun ekki yfir Reykjanesbraut og jarðstrengur norðan brautarinnar væri sennilega í lagi. Til að að breyta því var búin til ný útgáfa sviðsmyndar með 0,34 rúmkílómetra hrauns (13% aukning) og þá rennur hraun yfir Reykjanesbrautina og jarðstrengur væri sennilega óvirkur. Ekki er útskýrt af hverju þessi breyting á sviðsmynd er gerð, en breytingin hefur veruleg áhrif á niðurstöður skýrslunnar. Orkuöryggi teflt í tvísýnu? Landsnet virðist ekki hafa metið áhættuna af því að hafa öll eggin í sömu körfunni annars vegar og áhættudreifingu með einni loftlínu sunnan Reykjanesbrautar og jarðstreng norðan hennar hins vegar. Einungis er gerð sviðsmyndagreining án líkinda / áhættugreiningar. Ég veit ekki hvor lausnin væri áhættuminni, en verra er að Landsnet virðist ekki vita það heldur. Að mínu mati tekur Landsnet hérna óþarfa áhættu með orkuöryggi á Suðurnesjum. Nýtt eldgosatímabil virðist hafið og mér finnst sjálfsögð krafa að gerð sé líkinda / áhættugreining á þessum tveimur valkostum. Sviðsmyndagreining er hentug þegar undirbúa á viðbrögð við hugsanlegum atburðum, en hér er verið að bera saman tvo ólíka valkosti. Heilindi Landsnets Landsnet velur að gera ekki líkinda / áhættugreiningu fyrir þessi tvo valkosti. Þess í stað er notuð sviðmyndagreining sem hefur nokkuð fyrirsjáanlega niðurstöðu þar sem mjög líklegt er að jarðstrengur eyðileggist renni hraun yfir hann á annað borð. Niðurstaðan er svo kynnt sem heilagur sannleikur “Loftlína betri kostur en jarðstrengur”. Þá er sviðsmynd breytt í miðju kafi og hraunmagn aukið um 13% frá upphaflegri sviðmynd sem verður til þess að hraun rennur yfir Reykjanesbraut og jarðstrengur eyðileggst sennilega. Ekki er útskýrt af hverju þessi breyting er gerð. Landsnet er einokunarfyrirtæki í eigu þjóðarinnar með sterka stöðu og mikið fjármagn milli handanna. Landsnet þarf að ávinna sér traust og til þess þarf að sýna auðmýkt, hreinskilni og heilindi. Mér finnst svona vinnubrögð ekki til þess fallin. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Suðurnesjalína 2 Stefán Georgsson Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Nýkomin er út skýrsla á vegum Landsnets sem hefur titilinn Suðurnesjalína 2 - greining á tjónnæmi vegna jarðvár. Skýrslan er kynnt með mjög afgerandi fyrirsögn á heimasíðu Landsnets: “Loftlína betri kostur en jarðstrengur”. Forsaga málsins er sú að lengi hafa verið deilur um hvort leggja skuli Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu samhliða Suðurnesjalínu 1 eða sem jarðstreng í öxl Reykjanesbrautar. Skipulagsstofnun og Sveitarfélagið Vogar vilja jarðstreng, en Landsnet loftlínu, meðal annars vegna kostnaðar. Gostímabil á Reykjanesi Eftir eldgosin á Reykjanesi 2021 og 2022 telja jarðvísindamenn sennilegt að hafið sé gostímabil á Reykjanesi. Í framhaldi af því hafa fyrirætlanir um raflínur á Suðvesturlandi verið endurskoðaðar, til dæmis hefur verið hætt við Lyklafellslínu frá Sandskeiði til Hafnarfjarðar vegan hættu á eldgosum. Jarðvísindastofnun Háskólans (Ármann Höskuldsson, William M. Moreland, Muhammad Aufaristama, Þorvaldur Þórðarson, Ingibjörg Jónsdóttir, og Þóra Björg Andrésardóttir) vann skýrslu um náttúru- og eldgosavá í sveitarfélaginu Vogum sem út kom í apríl 2022. Þorvaldur Þórðarson fjallaði um efni skýrslunnar og staðsetningu Suðurnesjalínu 2 í Kastljósviðtali 6. mars 2023 og þar segir hann meðal annars: “..Við myndum ráðleggja þeim að vera eins langt frá virkasta svæðinu á Reykjanesskaganum, því fjær sem þú ert því betra. Og þegar þú ert kominn út í jaðrana skipta stuttar vegalengdir miklu máli. Til dæmis ef við erum sunnan við Reykjanesbrautina, þar er mikið af sprungum … ef þú ferð norður fyrir veginn þá ertu með örfáar sprungur og þær hafa ekki verið virkar í langan tíma”. Þegar Þorvaldur er spurður hvernig honum hugnist að leggjast Suðurnesjalínu 2 á sama stað og Suðurnesjalínu 1 svarar hann: “Minn hugsunarháttur er alltaf að vera með sem fæst egg í sömu körfunni og reyna að dreifa áhættunni”. Sviðsmyndagreiningar Landsnets Landsnet vann á vormánuðum 2023 ofangreinda skýrslu um tjónnæmi loftlína annars vegar og jarðstrengja hins vegar. Vitað er að vegna hita munu jarðstrengir sennilega eyðileggjast ef hraun rennur yfir þá í einhverju magni. Auðveldara getur verið að vernda loftlínur fyrir hraunflæði með háum möstrum og öðrum aðgerðum. Landsnet velur að gera sviðsmyndagreiningu þar sem hraun er látið renna yfir jarðstrengina í öllum tilvikum. Niðurstaðan kemur ekki á óvart, loftlínur eru taldar betri kostur en jarðstrengir. Þessi niðurstaða er viðbúin með aðferðafræðinni sem Landsnet valdi. Sviðsmyndagreining eins og Landsnet gerði tekur ekki tillit til mismunandi áhættu / líkum á tjóni eftir því hvort öll eggin eru í sömu körfunni eða ekki. Væntanlega hefði verið hægt að meta áhættu (líkur á tjóni) fyrir bæði tilvikin, en það gerir Landsnet ekki. Landsnet lagði í sviðsmyndagreiningu upp með 300 m3/s hraunrennsli í 11,5 sólarhringa sem gefur 0,3 rúmkílómetra hrauns. Í þeirri sviðsmynd rennur hraun ekki yfir Reykjanesbraut og jarðstrengur norðan brautarinnar væri sennilega í lagi. Til að að breyta því var búin til ný útgáfa sviðsmyndar með 0,34 rúmkílómetra hrauns (13% aukning) og þá rennur hraun yfir Reykjanesbrautina og jarðstrengur væri sennilega óvirkur. Ekki er útskýrt af hverju þessi breyting á sviðsmynd er gerð, en breytingin hefur veruleg áhrif á niðurstöður skýrslunnar. Orkuöryggi teflt í tvísýnu? Landsnet virðist ekki hafa metið áhættuna af því að hafa öll eggin í sömu körfunni annars vegar og áhættudreifingu með einni loftlínu sunnan Reykjanesbrautar og jarðstreng norðan hennar hins vegar. Einungis er gerð sviðsmyndagreining án líkinda / áhættugreiningar. Ég veit ekki hvor lausnin væri áhættuminni, en verra er að Landsnet virðist ekki vita það heldur. Að mínu mati tekur Landsnet hérna óþarfa áhættu með orkuöryggi á Suðurnesjum. Nýtt eldgosatímabil virðist hafið og mér finnst sjálfsögð krafa að gerð sé líkinda / áhættugreining á þessum tveimur valkostum. Sviðsmyndagreining er hentug þegar undirbúa á viðbrögð við hugsanlegum atburðum, en hér er verið að bera saman tvo ólíka valkosti. Heilindi Landsnets Landsnet velur að gera ekki líkinda / áhættugreiningu fyrir þessi tvo valkosti. Þess í stað er notuð sviðmyndagreining sem hefur nokkuð fyrirsjáanlega niðurstöðu þar sem mjög líklegt er að jarðstrengur eyðileggist renni hraun yfir hann á annað borð. Niðurstaðan er svo kynnt sem heilagur sannleikur “Loftlína betri kostur en jarðstrengur”. Þá er sviðsmynd breytt í miðju kafi og hraunmagn aukið um 13% frá upphaflegri sviðmynd sem verður til þess að hraun rennur yfir Reykjanesbraut og jarðstrengur eyðileggst sennilega. Ekki er útskýrt af hverju þessi breyting er gerð. Landsnet er einokunarfyrirtæki í eigu þjóðarinnar með sterka stöðu og mikið fjármagn milli handanna. Landsnet þarf að ávinna sér traust og til þess þarf að sýna auðmýkt, hreinskilni og heilindi. Mér finnst svona vinnubrögð ekki til þess fallin. Höfundur er verkfræðingur.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun