Við gleymum oft því dýrmætasta: Tíma Ásta Möller Sívertsen skrifar 24. apríl 2023 07:01 Leikskólinn er fyrsta skólastigið, lögum samkvæmt og er ætlaður börnum undir skólaskyldualdri. Þó er ekki kveðið sérstaklega á um á hvaða aldri börn eigi rétt á að hefja leikskólagöngu. Yngstu börnunum hefur fjölgað jafnt og þétt í leikskólum landsins undanfarin ár. Flest sveitarfélög hafa sett sér aldursviðmið varðandi innritunaraldur og árið 2021 var innritunaraldur flestra barna á bilinu 19‒24 mánaða. Gæði í skólastarfi byggjast fyrst og fremst á vel menntaðri og áhugasamri fagstétt kennara. Leikskólakennarar voru rúmur fjórðungur starfsfólks sem starfaði í leikskólum landsins árið 2020 og meðalaldur starfandi leikskólakennara er hár. Lítill greinarmunur er gerður á hlutverkum og ábyrgð leikskólakennara og ófaglærðs starfsfólks, og ber umræða undanfarinna missera þess merki að skerpa þurfi á skilningi þess faglega starfs sem leikskólakennurum ber lögum samkvæmt að inna af hendi. Hlutfall ófaglærðs starfsfólks er hærra en hlutfall leikskólakennara og því ber ófaglært starfsfólk hitann og þungann af daglegu starfi leikskólans. Það er starfsfólk sem skortir oft fagþekkingu eða reynslu til að vinna með þarfir yngstu barnanna að leiðarljósi. Yngstu börnin eru viðkvæmur hópur, þau búa ekki yfir þroska til að geta tjáð sig um hlutskipti sitt. Flest þeirra koma beint úr fangi foreldra sinna í leikskólann. Þar eiga þau rétt á umönnun, virðingu, sem og menntun sem hæfir aldri þeirra, getu og áhugasviði hverju sinni. Foreldrar eru margir hverjir óöruggir og vilja börnum sínum allt það besta. Því er mikilvægt að gagnkvæmt traust ríki milli starfsfólks leikskóla og foreldra og að allir vinni að sama markmiði, menntun og vellíðan barnanna. Yngstu börnin verja mestum meirihluta vökutíma síns í leikskólanum. Klukkan stýrir óhjákvæmilega skipulagi dagsins, en áhersla er gjarnan lögð á að daglegt starf taki mið af þörfum og áhugasviði barnanna. Fastir liðir eru frjáls leikur, útivera, matmálstímar og hvíld. Í amstri dagsins er mikilvægt að börnin fái ríkulegan tíma til daglegra athafna og sjálfshjálpar, til að mynda með því að veita þeim tækifæri til að æfa sig að klæða sig í og úr, að matartímar séu nýttir til samræðu og að sett séu orð á allar daglegar athafnir. Að öðrum kosti er hætt við að börnin fari á mis við mikilvæg tækifæri til náms og þroska í leikskólanum. Umræðan um skyndilausnir, til dæmis með því að ráða ófaglært fólk til starfa í leikskóla, byggir á vanþekkingu á þörfum yngstu barnanna, réttindum þeirra, mikilvægi leikskólakennara og lögbundnu hlutverki leikskóla. Hlutverk leikskóla er að mæta þörf barna fyrir uppeldi, umönnun og menntun, ekki að þjónusta atvinnulífið. Í leikskólanum eflast félagsleg samskipti barna í samskiptum þeirra við önnur börn og hlutverk leikskólakennara er meðal annars að styðja við og efla jákvæð samskipti barna á milli. Mönnunarvandi leikskólanna er ekki nýr af nálinni og án ófaglærðs starfsfólks væru leikskólar ekki starfræktir. Deildarstjórar hafa umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýs starfsfólks á deildinni en líkt og fram hefur komið er tíminn oft af skornum skammti og starfsmannavelta undanfarinna ára hefur verið milli 23‒27%. Ég hóf störf í leikskóla sem ófaglærður starfsmaður. En ég heillaðist af starfinu og fór í nám sem veitti mér dýpri innsýn í menntun yngstu barnanna og efldi fagmennsku mína. Að ofansögðu er ljóst að í málefnum leikskólanna eru engar skyndilausnir til. Það þarf að meta menntun til mannsæmandi launa og bæta starfsaðstæður í leikskólum svo að ófaglært starfsfólk sjái hag sinn í að mennta sig til kennara. Auka þarf virðingu fyrir leikskólakennurum, faglegri þekkingu þeirra og reynslu. Fjölga þarf leikskólakennurum verulega, því ljóst er að fjöldi reynslumikilla leikskólakennara mun á komandi árum láta af störfum sökum aldurs. Þá er hætt við að leikskólinn uppfylli ekki skilyrði sem menntastofnun, sem hefur það hlutverk að mennta og hlúa að mikilvægustu einstaklingunum, sem eru yngstu börnin. Höfundur er leikskólakennari í ungbarnaleikskólanum Mánahvoli og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Leikskólinn er fyrsta skólastigið, lögum samkvæmt og er ætlaður börnum undir skólaskyldualdri. Þó er ekki kveðið sérstaklega á um á hvaða aldri börn eigi rétt á að hefja leikskólagöngu. Yngstu börnunum hefur fjölgað jafnt og þétt í leikskólum landsins undanfarin ár. Flest sveitarfélög hafa sett sér aldursviðmið varðandi innritunaraldur og árið 2021 var innritunaraldur flestra barna á bilinu 19‒24 mánaða. Gæði í skólastarfi byggjast fyrst og fremst á vel menntaðri og áhugasamri fagstétt kennara. Leikskólakennarar voru rúmur fjórðungur starfsfólks sem starfaði í leikskólum landsins árið 2020 og meðalaldur starfandi leikskólakennara er hár. Lítill greinarmunur er gerður á hlutverkum og ábyrgð leikskólakennara og ófaglærðs starfsfólks, og ber umræða undanfarinna missera þess merki að skerpa þurfi á skilningi þess faglega starfs sem leikskólakennurum ber lögum samkvæmt að inna af hendi. Hlutfall ófaglærðs starfsfólks er hærra en hlutfall leikskólakennara og því ber ófaglært starfsfólk hitann og þungann af daglegu starfi leikskólans. Það er starfsfólk sem skortir oft fagþekkingu eða reynslu til að vinna með þarfir yngstu barnanna að leiðarljósi. Yngstu börnin eru viðkvæmur hópur, þau búa ekki yfir þroska til að geta tjáð sig um hlutskipti sitt. Flest þeirra koma beint úr fangi foreldra sinna í leikskólann. Þar eiga þau rétt á umönnun, virðingu, sem og menntun sem hæfir aldri þeirra, getu og áhugasviði hverju sinni. Foreldrar eru margir hverjir óöruggir og vilja börnum sínum allt það besta. Því er mikilvægt að gagnkvæmt traust ríki milli starfsfólks leikskóla og foreldra og að allir vinni að sama markmiði, menntun og vellíðan barnanna. Yngstu börnin verja mestum meirihluta vökutíma síns í leikskólanum. Klukkan stýrir óhjákvæmilega skipulagi dagsins, en áhersla er gjarnan lögð á að daglegt starf taki mið af þörfum og áhugasviði barnanna. Fastir liðir eru frjáls leikur, útivera, matmálstímar og hvíld. Í amstri dagsins er mikilvægt að börnin fái ríkulegan tíma til daglegra athafna og sjálfshjálpar, til að mynda með því að veita þeim tækifæri til að æfa sig að klæða sig í og úr, að matartímar séu nýttir til samræðu og að sett séu orð á allar daglegar athafnir. Að öðrum kosti er hætt við að börnin fari á mis við mikilvæg tækifæri til náms og þroska í leikskólanum. Umræðan um skyndilausnir, til dæmis með því að ráða ófaglært fólk til starfa í leikskóla, byggir á vanþekkingu á þörfum yngstu barnanna, réttindum þeirra, mikilvægi leikskólakennara og lögbundnu hlutverki leikskóla. Hlutverk leikskóla er að mæta þörf barna fyrir uppeldi, umönnun og menntun, ekki að þjónusta atvinnulífið. Í leikskólanum eflast félagsleg samskipti barna í samskiptum þeirra við önnur börn og hlutverk leikskólakennara er meðal annars að styðja við og efla jákvæð samskipti barna á milli. Mönnunarvandi leikskólanna er ekki nýr af nálinni og án ófaglærðs starfsfólks væru leikskólar ekki starfræktir. Deildarstjórar hafa umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýs starfsfólks á deildinni en líkt og fram hefur komið er tíminn oft af skornum skammti og starfsmannavelta undanfarinna ára hefur verið milli 23‒27%. Ég hóf störf í leikskóla sem ófaglærður starfsmaður. En ég heillaðist af starfinu og fór í nám sem veitti mér dýpri innsýn í menntun yngstu barnanna og efldi fagmennsku mína. Að ofansögðu er ljóst að í málefnum leikskólanna eru engar skyndilausnir til. Það þarf að meta menntun til mannsæmandi launa og bæta starfsaðstæður í leikskólum svo að ófaglært starfsfólk sjái hag sinn í að mennta sig til kennara. Auka þarf virðingu fyrir leikskólakennurum, faglegri þekkingu þeirra og reynslu. Fjölga þarf leikskólakennurum verulega, því ljóst er að fjöldi reynslumikilla leikskólakennara mun á komandi árum láta af störfum sökum aldurs. Þá er hætt við að leikskólinn uppfylli ekki skilyrði sem menntastofnun, sem hefur það hlutverk að mennta og hlúa að mikilvægustu einstaklingunum, sem eru yngstu börnin. Höfundur er leikskólakennari í ungbarnaleikskólanum Mánahvoli og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar