Þetta er kynþokkafyllsta kona heims Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. apríl 2023 18:31 Fyrirsætan Ashley Graham var valin kynþokkafyllsta kona heims af tímaritinu Maxim. Getty/Axelle/Bauer-Griffin Fyrirsætan Ashley Graham er kynþokkafyllsta kona heims samkvæmt tímaritinu Maxim. Tímaritið gefur árlega út lista yfir hundrað kynþokkafyllstu konur heims en sú kona sem vermir fyrsta sæti listans prýðir forsíðu tímaritsins. Á meðal þeirra kvenna sem nefndar eru á listanum í ár eru leikkonurnar Margot Robbie, Jenna Ortega, Zoe Saldana og Lily Rose Depp, fyrirsæturnar Emily Ratajkowski, Cara Delevingne og Bella Hadid og tónlistarkonurnar Doja Cat, Beyoncé, Ariana Grande, Rihanna og Selena Gomez. Hin 35 ára gamla Graham er ein allra frægasta „plus size“ fyrirsæta heims. Hún hefur verið á forsíðum tímarita á borð við Vogue, Harper‘s Bazaar og Elle. Þá hefur hún verið ötul talskona sjálfsástar og líkamsvirðingar í gegnum tíðina. Hún hefur reglulega sett inn myndir af sér þar sem hún sýnir alla þá fegurð sem mannslíkaminn hefur upp á að bjóða, eins og slit og fellingar. View this post on Instagram A post shared by A S H L E Y G R A H A M (@ashleygraham) Ættum að fagna líkama okkar nákvæmlega eins og hann er að hverju sinni Tímaritið Maxim hefur valið kynþokkafyllstu konu heims árlega frá árinu 2000 og fetar Graham í fótspor kvenna á borð við Jessicu Alba, Jennifer Garner, Evu Longoriu, Katy Perry, Miley Cyrus, Taylor Swift og Hailey Bieber. Það má segja að Graham hafi brotið blað í sögunni því hún er bæði elsta konan og fyrsta „plus size“ fyrirsætan til þess að hljóta titilinn. Graham segist þykja sérstaklega vænt um titilinn í ljósi þess að hún eignaðist tvíbura fyrir rétt rúmu ári síðan. „Þegar ég sat fyrst fyrir á forsíðu Maxim átti ég ekki börn en í þetta skiptið á ég þrjú börn. Þetta er áminning um það að kynþokkinn kemur í alls konar myndum, ólíkum stærðum og gerðum. Ég hef reyndar alltaf verið talsmaður þess, en svo eignaðist ég sjálf börn og þá breyttist líkaminn svo mikið og ég átti erfitt með að sætta mig við líkama minn og hve mikið hann hafði breyst,“ segir Graham í viðtali við Maxim. Hún segir lykilinn að sjálfsást því ekki aðeins felast í því að elska líkama sinn, heldur einnig að taka honum nákvæmlega eins og hann er að hverju sinni. View this post on Instagram A post shared by MAXIM (@maximmag) Fjölmiðlar Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Þetta er kynþokkafyllsti maður í heimi Leikarinn Chris Evans er kynþokkafyllsti núlifandi karlmaður heims, samkvæmt bandaríska tímaritinu People. Tímaritið veitir þennan áhugaverða titil á hverju ári og tekur Evans við keflinu af leikaranum Paul Rudd. 8. nóvember 2022 11:30 People hefur valið kynþokkafyllsta mann heims Leikarinn Paul Rudd hefur verið valinn kynþokkafyllsti maður heims að mati bandaríska tímaritsins People. Hann segist eiga erfitt með að meðtaka þennan nýja titil en hann muni þó taka hann alla leið. 10. nóvember 2021 13:31 Þetta er kynþokkafyllsta kona heims Tímaritið Esquire gefur leikkonunni Penelope Cruz þá nafnbót. 13. október 2014 16:00 Þetta er kynþokkafyllsta kona heims Leikkonan Jennifer Lawrence trónir á toppnum. 1. maí 2014 15:00 Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Á meðal þeirra kvenna sem nefndar eru á listanum í ár eru leikkonurnar Margot Robbie, Jenna Ortega, Zoe Saldana og Lily Rose Depp, fyrirsæturnar Emily Ratajkowski, Cara Delevingne og Bella Hadid og tónlistarkonurnar Doja Cat, Beyoncé, Ariana Grande, Rihanna og Selena Gomez. Hin 35 ára gamla Graham er ein allra frægasta „plus size“ fyrirsæta heims. Hún hefur verið á forsíðum tímarita á borð við Vogue, Harper‘s Bazaar og Elle. Þá hefur hún verið ötul talskona sjálfsástar og líkamsvirðingar í gegnum tíðina. Hún hefur reglulega sett inn myndir af sér þar sem hún sýnir alla þá fegurð sem mannslíkaminn hefur upp á að bjóða, eins og slit og fellingar. View this post on Instagram A post shared by A S H L E Y G R A H A M (@ashleygraham) Ættum að fagna líkama okkar nákvæmlega eins og hann er að hverju sinni Tímaritið Maxim hefur valið kynþokkafyllstu konu heims árlega frá árinu 2000 og fetar Graham í fótspor kvenna á borð við Jessicu Alba, Jennifer Garner, Evu Longoriu, Katy Perry, Miley Cyrus, Taylor Swift og Hailey Bieber. Það má segja að Graham hafi brotið blað í sögunni því hún er bæði elsta konan og fyrsta „plus size“ fyrirsætan til þess að hljóta titilinn. Graham segist þykja sérstaklega vænt um titilinn í ljósi þess að hún eignaðist tvíbura fyrir rétt rúmu ári síðan. „Þegar ég sat fyrst fyrir á forsíðu Maxim átti ég ekki börn en í þetta skiptið á ég þrjú börn. Þetta er áminning um það að kynþokkinn kemur í alls konar myndum, ólíkum stærðum og gerðum. Ég hef reyndar alltaf verið talsmaður þess, en svo eignaðist ég sjálf börn og þá breyttist líkaminn svo mikið og ég átti erfitt með að sætta mig við líkama minn og hve mikið hann hafði breyst,“ segir Graham í viðtali við Maxim. Hún segir lykilinn að sjálfsást því ekki aðeins felast í því að elska líkama sinn, heldur einnig að taka honum nákvæmlega eins og hann er að hverju sinni. View this post on Instagram A post shared by MAXIM (@maximmag)
Fjölmiðlar Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Þetta er kynþokkafyllsti maður í heimi Leikarinn Chris Evans er kynþokkafyllsti núlifandi karlmaður heims, samkvæmt bandaríska tímaritinu People. Tímaritið veitir þennan áhugaverða titil á hverju ári og tekur Evans við keflinu af leikaranum Paul Rudd. 8. nóvember 2022 11:30 People hefur valið kynþokkafyllsta mann heims Leikarinn Paul Rudd hefur verið valinn kynþokkafyllsti maður heims að mati bandaríska tímaritsins People. Hann segist eiga erfitt með að meðtaka þennan nýja titil en hann muni þó taka hann alla leið. 10. nóvember 2021 13:31 Þetta er kynþokkafyllsta kona heims Tímaritið Esquire gefur leikkonunni Penelope Cruz þá nafnbót. 13. október 2014 16:00 Þetta er kynþokkafyllsta kona heims Leikkonan Jennifer Lawrence trónir á toppnum. 1. maí 2014 15:00 Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Þetta er kynþokkafyllsti maður í heimi Leikarinn Chris Evans er kynþokkafyllsti núlifandi karlmaður heims, samkvæmt bandaríska tímaritinu People. Tímaritið veitir þennan áhugaverða titil á hverju ári og tekur Evans við keflinu af leikaranum Paul Rudd. 8. nóvember 2022 11:30
People hefur valið kynþokkafyllsta mann heims Leikarinn Paul Rudd hefur verið valinn kynþokkafyllsti maður heims að mati bandaríska tímaritsins People. Hann segist eiga erfitt með að meðtaka þennan nýja titil en hann muni þó taka hann alla leið. 10. nóvember 2021 13:31
Þetta er kynþokkafyllsta kona heims Tímaritið Esquire gefur leikkonunni Penelope Cruz þá nafnbót. 13. október 2014 16:00