Rætt var við Öddu, eins og hún er nær alltaf kölluð, í upphitunarþætti Bestu markanna. Að venju var það Helena Ólafsdóttir sem stýrði þættinum.
„Bara góð, mér fannst tímasetningin fín og góður leikur á móti Stjörnunni. Bæði lið héldu spilunum þétt að sér, var ekki mikið um opin færi. Fínn leikur og svo eigum við stórleik í 1. umferð svo tilfinningin er góð,“ sagði Adda og átti þar við leik Vals og Stjörnunnar í Meistarakeppni KSÍ á dögunum.
Valur og Breiðablik mætast svo í stórleik 1. umferðar í kvöld. „Vonandi, allavega allir ásarnir,“ sagði Adda aðspurð hvort öll spilin yrðu úti í leik kvöldsins.
„Mér finnst spáin eðlilega í ljósi breytinga og svoleiðis, liðin í kringum okkur að styrkja sig. Ekkert óþægilegra eða þægilegra.“
„Á Hlíðarenda er stefnan að vinna það sem er í boði svo maður spáir ekki mikið í þessu. Kom pínu á óvart kannski munurinn, fannst hann svolítið mikill. Ekkert sem við pælum mikið í,“ bætti Adda við.
Fyrirliðar, forráðamenn og þjáfarar liða í Bestu deild kvenna spá Íslands- og bikarmeisturum Vals 3. sætinu í sumar. Íþróttadeild Vísir spáir því svo að Valur endi sæti ofar eða í 2. sæti.
Hér að neðan smá sjá spjall Helenu og Öddu fyrir komandi tímabil í Bestu deild kvenna í heild sinni. Leikur Vals og Breiðabliks verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en upphitun Bestu markanna kl. 18.10.