„Ef hann er alvöru stjórnandi tekur hann púlsinn á þeim sem hafa alla þekkinguna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. apríl 2023 13:01 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. vísir/egill Ólafur Stefánsson vill að formaður HSÍ leiti álits hjá sér fróðara fólki um handbolta í ráðningarferlinu á nýjum þjálfara karlalandsliðsins í handbolta. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hefur fengið talsvert harða gagnrýni síðustu daga í tengslum við leitina að nýjum landsliðsþjálfara sem hefur tekið sinn tíma. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt Guðmund er Dagur Sigurðsson. Hann var sá fyrsti sem forkóflar HSÍ ræddu við eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari. Dagur heyrði hins vegar ekkert meira frá HSÍ eftir fundinn fyrir nokkrum vikum og í viðtali við Vísi gagnrýndi hann formann og framkvæmdastjóra HSÍ harðlega fyrir slæleg vinnubrögð og samskiptaleysi. Góðvinur Dags, Ólafur Stefánsson, var til viðtals í Handkastinu þar sem hann ræddi meðal annars um leitina að nýjum landsliðsþjálfara og hvernig formaður HSÍ ætti að beita sér í henni. „Ef hann er alvöru stjórnandi og nýtir sína stöðu rétt á hann að taka púlsinn á þeim sem hafa alla þekkinguna. Þegar kemur að landsliði, ef þú ert hræddur við einhverja stærð, Dagur er ekkert auðveldur. Það getur vel verið að þú fáir ekki að spila fótboltann í upphitun og hvað? Þú verður að fara út fyrir sjálfan þig og hugsa hvað er best,“ sagði Ólafur. „Svo þarftu að spyrja þig enn flóknari spurningar, sem er: er ég nógu góður? Veit ég nógu mikið um handbolta til að vita hvað er best? Og ef ég veit það ekki er eins gott að ég finni réttu gæjana í kringum mig og við vitum að stjórnandi er alltaf dæmdur af þeim sem hann hefur í kringum sig. Auðvitað eru sett spurningarmerki hverja hann er með í kringum sig. Vita þeir um handbolta? Hafa þeir lent í öllu sjittinu? Þú þarft alltaf að lenda í sjittinu til að verða betri, halda áfram.“ Ekki bara heitur pottur sem þú dandalast í Ólafur segir nauðsynlegt að vanda til verka þegar kemur að leitinni að landsliðsþjálfara og taka hlutina föstum tökum. „Þetta er ekki bara heitur pottur sem þú dandalast í. Þetta er fokking stríð. Ef þú ætlar að koma íslenska landsliðinu í undanúrslit er það ekkert gert í einhverju híhí haha. Það þarf allt að stemma. Þú þarft að vera með að minnsta kosti sjö stríðsmenn sem eru snargeðveikir og vita af hverju þeir eru að þessu. Og snargeðveikan þjálfara líka. Gummi er þó með það. Það er enginn jafn ástríðufullur og vinnusamur en hann. Þegar kemur að landsliði verðurðu að fara út fyrir allt svona,“ sagði Ólafur. „Þú átt að nota söguna, spyrja. Farðu í Tobba Jens. Farðu í þennan. Safnaðu upplýsingum og reyndu að komast að því. Ef þú ert ekki með þekkinguna sjálfur. Þú verður að vita hvað það er að vera landsliðsmaður og hafa tapað fullt af hlutum, náð fullt af hlutum. Þú þarft að vita hvaða karakter þú ert að fara að ráða. Þetta er ekki léttvægt.“ Hlusta má á viðtalið við Ólaf í Handkastinu í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um formann HSÍ hefst á 25:00. Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sport Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hefur fengið talsvert harða gagnrýni síðustu daga í tengslum við leitina að nýjum landsliðsþjálfara sem hefur tekið sinn tíma. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt Guðmund er Dagur Sigurðsson. Hann var sá fyrsti sem forkóflar HSÍ ræddu við eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari. Dagur heyrði hins vegar ekkert meira frá HSÍ eftir fundinn fyrir nokkrum vikum og í viðtali við Vísi gagnrýndi hann formann og framkvæmdastjóra HSÍ harðlega fyrir slæleg vinnubrögð og samskiptaleysi. Góðvinur Dags, Ólafur Stefánsson, var til viðtals í Handkastinu þar sem hann ræddi meðal annars um leitina að nýjum landsliðsþjálfara og hvernig formaður HSÍ ætti að beita sér í henni. „Ef hann er alvöru stjórnandi og nýtir sína stöðu rétt á hann að taka púlsinn á þeim sem hafa alla þekkinguna. Þegar kemur að landsliði, ef þú ert hræddur við einhverja stærð, Dagur er ekkert auðveldur. Það getur vel verið að þú fáir ekki að spila fótboltann í upphitun og hvað? Þú verður að fara út fyrir sjálfan þig og hugsa hvað er best,“ sagði Ólafur. „Svo þarftu að spyrja þig enn flóknari spurningar, sem er: er ég nógu góður? Veit ég nógu mikið um handbolta til að vita hvað er best? Og ef ég veit það ekki er eins gott að ég finni réttu gæjana í kringum mig og við vitum að stjórnandi er alltaf dæmdur af þeim sem hann hefur í kringum sig. Auðvitað eru sett spurningarmerki hverja hann er með í kringum sig. Vita þeir um handbolta? Hafa þeir lent í öllu sjittinu? Þú þarft alltaf að lenda í sjittinu til að verða betri, halda áfram.“ Ekki bara heitur pottur sem þú dandalast í Ólafur segir nauðsynlegt að vanda til verka þegar kemur að leitinni að landsliðsþjálfara og taka hlutina föstum tökum. „Þetta er ekki bara heitur pottur sem þú dandalast í. Þetta er fokking stríð. Ef þú ætlar að koma íslenska landsliðinu í undanúrslit er það ekkert gert í einhverju híhí haha. Það þarf allt að stemma. Þú þarft að vera með að minnsta kosti sjö stríðsmenn sem eru snargeðveikir og vita af hverju þeir eru að þessu. Og snargeðveikan þjálfara líka. Gummi er þó með það. Það er enginn jafn ástríðufullur og vinnusamur en hann. Þegar kemur að landsliði verðurðu að fara út fyrir allt svona,“ sagði Ólafur. „Þú átt að nota söguna, spyrja. Farðu í Tobba Jens. Farðu í þennan. Safnaðu upplýsingum og reyndu að komast að því. Ef þú ert ekki með þekkinguna sjálfur. Þú verður að vita hvað það er að vera landsliðsmaður og hafa tapað fullt af hlutum, náð fullt af hlutum. Þú þarft að vita hvaða karakter þú ert að fara að ráða. Þetta er ekki léttvægt.“ Hlusta má á viðtalið við Ólaf í Handkastinu í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um formann HSÍ hefst á 25:00.
Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sport Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira