Einangrun dragi ekki úr líkum á að fangar endurtaki brot sín Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. apríl 2023 18:25 Margrét Valdimarsdóttir er afbrotafræðingur. egill aðalsteinsson Afbrotafræðingur segir að ef koma eigi í veg fyrir að fangar fari hættulegri út í samfélagið að afplánun lokinni þá verði að huga að betrun og stuðningi í fangelsum. Einangrun sé versta úrræðið til að draga úr líkum á að fangar endurtaki brot sín. Í Kompás fjölluðum við um úrræðaleysi þegar kemur að andlega veikum föngum en í dag eru þeir oft einangraðir frá öllum þar sem þeir eiga erfitt með samneyti við aðra fanga og engin önnur úrræði í boði. Þeir fá ekki viðeigandi aðstoð og því hætta á að þeir fari aftur út í samfélagið hættulegri en áður. Afbrotafræðingur segir einangrun eitt versta úrræði sem hægt er að beita ef litið er til betrunar. „Ef þú ætlar að draga úr líkum á því að viðkomandi endurtaki brot sín eftir að afplánun lýkur þá er félagsleg einangrun í raun og veru það versta,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur. Margrét segir ljóst að það vanti úrræði hér á landi fyrir þá sem eru með þroskaskerðingar eða fatlanir og afplána dóma. „Og þetta er kannski ekki gríðarlegur fjöldi af föngum, ekki á Íslandi og þess vegna væri kannski ekkert mjög svo erfitt að hafa sérstaka stofnun eða að aðrar heilbrigðisstofnanir gætu einhvern veginn tekið á móti þessum hópi.“ Betrun og stuðningur dragi úr líkum á afbroti Kompásþátturinn hefur vakið mikla athygli og þótt umdeildur en í honum er rætt er við mann sem er dæmdur fyrir kynferðisbrot. Margrét segir umræðuna flókna þar sem betrun sé ekki eina markmið fangelsisrefsingar, heldur sé það einnig markmið að vernda brotaþola og aðra borgara og refsa hinum dæmda. „En ef við erum bara að hugsa um þennan þátt, að við viljum draga úr afbrotum. Að við viljum koma í veg fyrir að fólk sem kemur út úr fangelsi, vegna þess að það fær enginn lífstíðardóm á Íslandi, fólk kemur úr fangelsi - ef við viljum bara draga úr fleiri brotum þá verðum við að huga að betrun og þá verðum við að huga að stuðningi.“ Kompás Fangelsismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ef fækka eigi afbrotum verði að vinna í rót vandans og hjálpa veikum föngum Hjúkrunarfræðingur í stjórn Geðhjálpar segir ljóst að ef fækka eigi afbrotum þurfi að vinna í rót vandans og hjálpa einstaklingum í fangelsi. Þörf sé á sértækum úrræðum fyrir afplánun andlega veikra fanga. Stjórnvöld verði að bregðast við. 25. apríl 2023 22:31 „Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Í Kompás fjölluðum við um úrræðaleysi þegar kemur að andlega veikum föngum en í dag eru þeir oft einangraðir frá öllum þar sem þeir eiga erfitt með samneyti við aðra fanga og engin önnur úrræði í boði. Þeir fá ekki viðeigandi aðstoð og því hætta á að þeir fari aftur út í samfélagið hættulegri en áður. Afbrotafræðingur segir einangrun eitt versta úrræði sem hægt er að beita ef litið er til betrunar. „Ef þú ætlar að draga úr líkum á því að viðkomandi endurtaki brot sín eftir að afplánun lýkur þá er félagsleg einangrun í raun og veru það versta,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur. Margrét segir ljóst að það vanti úrræði hér á landi fyrir þá sem eru með þroskaskerðingar eða fatlanir og afplána dóma. „Og þetta er kannski ekki gríðarlegur fjöldi af föngum, ekki á Íslandi og þess vegna væri kannski ekkert mjög svo erfitt að hafa sérstaka stofnun eða að aðrar heilbrigðisstofnanir gætu einhvern veginn tekið á móti þessum hópi.“ Betrun og stuðningur dragi úr líkum á afbroti Kompásþátturinn hefur vakið mikla athygli og þótt umdeildur en í honum er rætt er við mann sem er dæmdur fyrir kynferðisbrot. Margrét segir umræðuna flókna þar sem betrun sé ekki eina markmið fangelsisrefsingar, heldur sé það einnig markmið að vernda brotaþola og aðra borgara og refsa hinum dæmda. „En ef við erum bara að hugsa um þennan þátt, að við viljum draga úr afbrotum. Að við viljum koma í veg fyrir að fólk sem kemur út úr fangelsi, vegna þess að það fær enginn lífstíðardóm á Íslandi, fólk kemur úr fangelsi - ef við viljum bara draga úr fleiri brotum þá verðum við að huga að betrun og þá verðum við að huga að stuðningi.“
Kompás Fangelsismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ef fækka eigi afbrotum verði að vinna í rót vandans og hjálpa veikum föngum Hjúkrunarfræðingur í stjórn Geðhjálpar segir ljóst að ef fækka eigi afbrotum þurfi að vinna í rót vandans og hjálpa einstaklingum í fangelsi. Þörf sé á sértækum úrræðum fyrir afplánun andlega veikra fanga. Stjórnvöld verði að bregðast við. 25. apríl 2023 22:31 „Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Ef fækka eigi afbrotum verði að vinna í rót vandans og hjálpa veikum föngum Hjúkrunarfræðingur í stjórn Geðhjálpar segir ljóst að ef fækka eigi afbrotum þurfi að vinna í rót vandans og hjálpa einstaklingum í fangelsi. Þörf sé á sértækum úrræðum fyrir afplánun andlega veikra fanga. Stjórnvöld verði að bregðast við. 25. apríl 2023 22:31
„Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00