Sport

Dag­skráin í dag: Ís­lands­meistarar Vals geta fallið úr leik og ný­liða­valið í NFL

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kári Jónsson í baráttunni.
Kári Jónsson í baráttunni. Vísir/Bára Dröfn

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í kvöld. Íslandsmeistarar Vals í körfubolta karla verða að vinna Þór Þorlákshöfn ætli þeir sér ekki í sumarfrí.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.45 hefst útsending frá Hlíðarenda þar sem Valur tekur á móti Þór Þorlákshöfn í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Staðan í einvíginu er 2-0 Þór í vil og Valur verður því að vinna ætli liðið sér að eiga möguleika á að komast í úrslit.

Að leik loknum, klukkan 21.10, verður hann gerður upp í Körfuboltakvöldi.

Stöð 2 Sport 2

Á miðnætti er Nýliðaval NFL deildarinnar 2023 á dagskrá. Verður spennandi að sjá hvaða verðandi stórstjörnur enda hvar.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 22.30 er JM Eagle LA Championship-mótið í golfi á dagskrá. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Stöð 2 ESport

Klukkan 19.30 er RLÍS deildin á dagskrá en þar er keppt í tölvuleiknum Rocket League.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×