Elsti nasistinn til að hljóta dóm er látinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2023 22:04 Josef var í fyrrasumar dæmdur fyrir þáttöku sína í helförinni. MICHELE TANTUSSI/AP Elsti maðurinn til að vera sakfelldur fyrir glæpi í helförinni er látinn, 102 ára að aldri. Josef Schütz var síðastliðinn júní sakfelldur fyrir að hafa aðstoðað við að myrða þúsundir fanga í Sachsenhausen-búðunum nærri Berlín á árunum 1942 til 1945. Schütz var dæmdur í fimm ára fangelsi en hafði ekki hafið afplánun vegna biðar eftir að áfrýjunardómstóll í Þýskalandi tæki áfrýjunarbeiðni hans fyrir. Schütz hafði ávallt tekið fyrir að hafa verið SS-liði í fangabúðunum. Hann var sakfelldur fyrir að aðstoða við að myrða 3.518 manns. Hann var þá einnig fundinn sekur fyrir að hafa aðstoðað við að skjóta sovéska stríðsfanga til bana og fyrir að hafa aðstoðað við að myrða aðra með Zyklon B gasi. Tugir þúsunda létust í Sachsenhausen á tímum síðari heimstyrjaldar úr hungri, vinnuþrælkun, tilraunum og enn fleiri voru myrtir af SS-sveitunum. Fleiri en 200 þúsund var haldið föngum í búðunum, þar á meðal pólitískum föngum, gyðingum og Rómafólk. Schütz sýndi aldrei iðrun á meðan á málaferlum stóð og sagði hann meðal annars fyrir dómi: „Ég veit ekki hvers vegna ég sit hér í syndatunnunni. Ég hafði ekkert með þetta að gera.“ Þrátt fyrir að nafn hans og persónuupplýsingar hafi verið skráðar á skírteini SS-fangavarðar í búðunum sagðist hann aldrei hafa komið þangað og á stríðstímum starfað á bóndabæjum. Þýskaland hefur undanfarin ár leitt fyrrverandi nasista fyrir dóm eftir að fordæmisgefandi dómur féll árið 2011. Þá var SS-liðinn John Demjanjuk dæmdur fyrir glæpi sína á stríðsárunum. Í kjölfarð fór af stað mikil leit að stríðsglæpamönnum frá tímum nasismans í Þýskalandi. Árið 2015 var Oskar Gröning, oft kallaður bókasafnsvörður Auschwitz, dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Líkt og Schülz sat hann aldrei í fangelsi vegna fjölda áfrýjana þar til hann lést árið 2018. Síðastliðinn desember varð hin 97 ára gamla Irmgard Furchner fyrsta konan til að vera dregin fyrir dóm í tengslum við glæpi á tímum síðari heimstyrjaldar í marga áratugi. Hún var sakfelld fyrir að hafa tekið þátt í að myrða 10.500 í útrýmingarbúðunum í Stutthof, nærri pólsku borginni Gdansk, sem þá hét Danzig. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Hundrað og eins árs gamall fyrrum fangavörður dæmdur í fimm ára fangelsi Dómstóll í Brandenburg dæmdi hundrað og eins árs gamlan mann til fimm ára fangelsisrefsingar í dag fyrir hlutverk hans í helförinni. Maðurinn var fangavörður í hinum illræmdu Sachsenhausen útrýmingarbúðum á árunum 1942 til 1945. Hann neitaði sök í málinu og sagðist ekkert hafa vitað af voðaverkunum sem framin voru í Sachsenhausen. 28. júní 2022 13:45 Hundrað ára gamall maður ákærður fyrir þátt sinn í helförinni Hundrað ára gamall Þjóðverji verður dreginn fyrir dómstóla í haust. Hann er ákærður fyrir hlutdeild í rúmlega 3,500 morðum. 1. ágúst 2021 22:50 Áminning um ábyrgðina sem fylgir því að vera manneskja Annað kvöld frumsýnir Leikfélag Akureyrar Býr Íslendingur hér? Jón Páll Eyjólfsson er leikstjóri sýningarinnar sem hann segir eiga óþægilega sterkt samhengi inn í samtímann. 17. september 2015 11:30 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Schütz var dæmdur í fimm ára fangelsi en hafði ekki hafið afplánun vegna biðar eftir að áfrýjunardómstóll í Þýskalandi tæki áfrýjunarbeiðni hans fyrir. Schütz hafði ávallt tekið fyrir að hafa verið SS-liði í fangabúðunum. Hann var sakfelldur fyrir að aðstoða við að myrða 3.518 manns. Hann var þá einnig fundinn sekur fyrir að hafa aðstoðað við að skjóta sovéska stríðsfanga til bana og fyrir að hafa aðstoðað við að myrða aðra með Zyklon B gasi. Tugir þúsunda létust í Sachsenhausen á tímum síðari heimstyrjaldar úr hungri, vinnuþrælkun, tilraunum og enn fleiri voru myrtir af SS-sveitunum. Fleiri en 200 þúsund var haldið föngum í búðunum, þar á meðal pólitískum föngum, gyðingum og Rómafólk. Schütz sýndi aldrei iðrun á meðan á málaferlum stóð og sagði hann meðal annars fyrir dómi: „Ég veit ekki hvers vegna ég sit hér í syndatunnunni. Ég hafði ekkert með þetta að gera.“ Þrátt fyrir að nafn hans og persónuupplýsingar hafi verið skráðar á skírteini SS-fangavarðar í búðunum sagðist hann aldrei hafa komið þangað og á stríðstímum starfað á bóndabæjum. Þýskaland hefur undanfarin ár leitt fyrrverandi nasista fyrir dóm eftir að fordæmisgefandi dómur féll árið 2011. Þá var SS-liðinn John Demjanjuk dæmdur fyrir glæpi sína á stríðsárunum. Í kjölfarð fór af stað mikil leit að stríðsglæpamönnum frá tímum nasismans í Þýskalandi. Árið 2015 var Oskar Gröning, oft kallaður bókasafnsvörður Auschwitz, dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Líkt og Schülz sat hann aldrei í fangelsi vegna fjölda áfrýjana þar til hann lést árið 2018. Síðastliðinn desember varð hin 97 ára gamla Irmgard Furchner fyrsta konan til að vera dregin fyrir dóm í tengslum við glæpi á tímum síðari heimstyrjaldar í marga áratugi. Hún var sakfelld fyrir að hafa tekið þátt í að myrða 10.500 í útrýmingarbúðunum í Stutthof, nærri pólsku borginni Gdansk, sem þá hét Danzig.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Hundrað og eins árs gamall fyrrum fangavörður dæmdur í fimm ára fangelsi Dómstóll í Brandenburg dæmdi hundrað og eins árs gamlan mann til fimm ára fangelsisrefsingar í dag fyrir hlutverk hans í helförinni. Maðurinn var fangavörður í hinum illræmdu Sachsenhausen útrýmingarbúðum á árunum 1942 til 1945. Hann neitaði sök í málinu og sagðist ekkert hafa vitað af voðaverkunum sem framin voru í Sachsenhausen. 28. júní 2022 13:45 Hundrað ára gamall maður ákærður fyrir þátt sinn í helförinni Hundrað ára gamall Þjóðverji verður dreginn fyrir dómstóla í haust. Hann er ákærður fyrir hlutdeild í rúmlega 3,500 morðum. 1. ágúst 2021 22:50 Áminning um ábyrgðina sem fylgir því að vera manneskja Annað kvöld frumsýnir Leikfélag Akureyrar Býr Íslendingur hér? Jón Páll Eyjólfsson er leikstjóri sýningarinnar sem hann segir eiga óþægilega sterkt samhengi inn í samtímann. 17. september 2015 11:30 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Hundrað og eins árs gamall fyrrum fangavörður dæmdur í fimm ára fangelsi Dómstóll í Brandenburg dæmdi hundrað og eins árs gamlan mann til fimm ára fangelsisrefsingar í dag fyrir hlutverk hans í helförinni. Maðurinn var fangavörður í hinum illræmdu Sachsenhausen útrýmingarbúðum á árunum 1942 til 1945. Hann neitaði sök í málinu og sagðist ekkert hafa vitað af voðaverkunum sem framin voru í Sachsenhausen. 28. júní 2022 13:45
Hundrað ára gamall maður ákærður fyrir þátt sinn í helförinni Hundrað ára gamall Þjóðverji verður dreginn fyrir dómstóla í haust. Hann er ákærður fyrir hlutdeild í rúmlega 3,500 morðum. 1. ágúst 2021 22:50
Áminning um ábyrgðina sem fylgir því að vera manneskja Annað kvöld frumsýnir Leikfélag Akureyrar Býr Íslendingur hér? Jón Páll Eyjólfsson er leikstjóri sýningarinnar sem hann segir eiga óþægilega sterkt samhengi inn í samtímann. 17. september 2015 11:30