Elsti nasistinn til að hljóta dóm er látinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2023 22:04 Josef var í fyrrasumar dæmdur fyrir þáttöku sína í helförinni. MICHELE TANTUSSI/AP Elsti maðurinn til að vera sakfelldur fyrir glæpi í helförinni er látinn, 102 ára að aldri. Josef Schütz var síðastliðinn júní sakfelldur fyrir að hafa aðstoðað við að myrða þúsundir fanga í Sachsenhausen-búðunum nærri Berlín á árunum 1942 til 1945. Schütz var dæmdur í fimm ára fangelsi en hafði ekki hafið afplánun vegna biðar eftir að áfrýjunardómstóll í Þýskalandi tæki áfrýjunarbeiðni hans fyrir. Schütz hafði ávallt tekið fyrir að hafa verið SS-liði í fangabúðunum. Hann var sakfelldur fyrir að aðstoða við að myrða 3.518 manns. Hann var þá einnig fundinn sekur fyrir að hafa aðstoðað við að skjóta sovéska stríðsfanga til bana og fyrir að hafa aðstoðað við að myrða aðra með Zyklon B gasi. Tugir þúsunda létust í Sachsenhausen á tímum síðari heimstyrjaldar úr hungri, vinnuþrælkun, tilraunum og enn fleiri voru myrtir af SS-sveitunum. Fleiri en 200 þúsund var haldið föngum í búðunum, þar á meðal pólitískum föngum, gyðingum og Rómafólk. Schütz sýndi aldrei iðrun á meðan á málaferlum stóð og sagði hann meðal annars fyrir dómi: „Ég veit ekki hvers vegna ég sit hér í syndatunnunni. Ég hafði ekkert með þetta að gera.“ Þrátt fyrir að nafn hans og persónuupplýsingar hafi verið skráðar á skírteini SS-fangavarðar í búðunum sagðist hann aldrei hafa komið þangað og á stríðstímum starfað á bóndabæjum. Þýskaland hefur undanfarin ár leitt fyrrverandi nasista fyrir dóm eftir að fordæmisgefandi dómur féll árið 2011. Þá var SS-liðinn John Demjanjuk dæmdur fyrir glæpi sína á stríðsárunum. Í kjölfarð fór af stað mikil leit að stríðsglæpamönnum frá tímum nasismans í Þýskalandi. Árið 2015 var Oskar Gröning, oft kallaður bókasafnsvörður Auschwitz, dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Líkt og Schülz sat hann aldrei í fangelsi vegna fjölda áfrýjana þar til hann lést árið 2018. Síðastliðinn desember varð hin 97 ára gamla Irmgard Furchner fyrsta konan til að vera dregin fyrir dóm í tengslum við glæpi á tímum síðari heimstyrjaldar í marga áratugi. Hún var sakfelld fyrir að hafa tekið þátt í að myrða 10.500 í útrýmingarbúðunum í Stutthof, nærri pólsku borginni Gdansk, sem þá hét Danzig. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Hundrað og eins árs gamall fyrrum fangavörður dæmdur í fimm ára fangelsi Dómstóll í Brandenburg dæmdi hundrað og eins árs gamlan mann til fimm ára fangelsisrefsingar í dag fyrir hlutverk hans í helförinni. Maðurinn var fangavörður í hinum illræmdu Sachsenhausen útrýmingarbúðum á árunum 1942 til 1945. Hann neitaði sök í málinu og sagðist ekkert hafa vitað af voðaverkunum sem framin voru í Sachsenhausen. 28. júní 2022 13:45 Hundrað ára gamall maður ákærður fyrir þátt sinn í helförinni Hundrað ára gamall Þjóðverji verður dreginn fyrir dómstóla í haust. Hann er ákærður fyrir hlutdeild í rúmlega 3,500 morðum. 1. ágúst 2021 22:50 Áminning um ábyrgðina sem fylgir því að vera manneskja Annað kvöld frumsýnir Leikfélag Akureyrar Býr Íslendingur hér? Jón Páll Eyjólfsson er leikstjóri sýningarinnar sem hann segir eiga óþægilega sterkt samhengi inn í samtímann. 17. september 2015 11:30 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Schütz var dæmdur í fimm ára fangelsi en hafði ekki hafið afplánun vegna biðar eftir að áfrýjunardómstóll í Þýskalandi tæki áfrýjunarbeiðni hans fyrir. Schütz hafði ávallt tekið fyrir að hafa verið SS-liði í fangabúðunum. Hann var sakfelldur fyrir að aðstoða við að myrða 3.518 manns. Hann var þá einnig fundinn sekur fyrir að hafa aðstoðað við að skjóta sovéska stríðsfanga til bana og fyrir að hafa aðstoðað við að myrða aðra með Zyklon B gasi. Tugir þúsunda létust í Sachsenhausen á tímum síðari heimstyrjaldar úr hungri, vinnuþrælkun, tilraunum og enn fleiri voru myrtir af SS-sveitunum. Fleiri en 200 þúsund var haldið föngum í búðunum, þar á meðal pólitískum föngum, gyðingum og Rómafólk. Schütz sýndi aldrei iðrun á meðan á málaferlum stóð og sagði hann meðal annars fyrir dómi: „Ég veit ekki hvers vegna ég sit hér í syndatunnunni. Ég hafði ekkert með þetta að gera.“ Þrátt fyrir að nafn hans og persónuupplýsingar hafi verið skráðar á skírteini SS-fangavarðar í búðunum sagðist hann aldrei hafa komið þangað og á stríðstímum starfað á bóndabæjum. Þýskaland hefur undanfarin ár leitt fyrrverandi nasista fyrir dóm eftir að fordæmisgefandi dómur féll árið 2011. Þá var SS-liðinn John Demjanjuk dæmdur fyrir glæpi sína á stríðsárunum. Í kjölfarð fór af stað mikil leit að stríðsglæpamönnum frá tímum nasismans í Þýskalandi. Árið 2015 var Oskar Gröning, oft kallaður bókasafnsvörður Auschwitz, dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Líkt og Schülz sat hann aldrei í fangelsi vegna fjölda áfrýjana þar til hann lést árið 2018. Síðastliðinn desember varð hin 97 ára gamla Irmgard Furchner fyrsta konan til að vera dregin fyrir dóm í tengslum við glæpi á tímum síðari heimstyrjaldar í marga áratugi. Hún var sakfelld fyrir að hafa tekið þátt í að myrða 10.500 í útrýmingarbúðunum í Stutthof, nærri pólsku borginni Gdansk, sem þá hét Danzig.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Hundrað og eins árs gamall fyrrum fangavörður dæmdur í fimm ára fangelsi Dómstóll í Brandenburg dæmdi hundrað og eins árs gamlan mann til fimm ára fangelsisrefsingar í dag fyrir hlutverk hans í helförinni. Maðurinn var fangavörður í hinum illræmdu Sachsenhausen útrýmingarbúðum á árunum 1942 til 1945. Hann neitaði sök í málinu og sagðist ekkert hafa vitað af voðaverkunum sem framin voru í Sachsenhausen. 28. júní 2022 13:45 Hundrað ára gamall maður ákærður fyrir þátt sinn í helförinni Hundrað ára gamall Þjóðverji verður dreginn fyrir dómstóla í haust. Hann er ákærður fyrir hlutdeild í rúmlega 3,500 morðum. 1. ágúst 2021 22:50 Áminning um ábyrgðina sem fylgir því að vera manneskja Annað kvöld frumsýnir Leikfélag Akureyrar Býr Íslendingur hér? Jón Páll Eyjólfsson er leikstjóri sýningarinnar sem hann segir eiga óþægilega sterkt samhengi inn í samtímann. 17. september 2015 11:30 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Hundrað og eins árs gamall fyrrum fangavörður dæmdur í fimm ára fangelsi Dómstóll í Brandenburg dæmdi hundrað og eins árs gamlan mann til fimm ára fangelsisrefsingar í dag fyrir hlutverk hans í helförinni. Maðurinn var fangavörður í hinum illræmdu Sachsenhausen útrýmingarbúðum á árunum 1942 til 1945. Hann neitaði sök í málinu og sagðist ekkert hafa vitað af voðaverkunum sem framin voru í Sachsenhausen. 28. júní 2022 13:45
Hundrað ára gamall maður ákærður fyrir þátt sinn í helförinni Hundrað ára gamall Þjóðverji verður dreginn fyrir dómstóla í haust. Hann er ákærður fyrir hlutdeild í rúmlega 3,500 morðum. 1. ágúst 2021 22:50
Áminning um ábyrgðina sem fylgir því að vera manneskja Annað kvöld frumsýnir Leikfélag Akureyrar Býr Íslendingur hér? Jón Páll Eyjólfsson er leikstjóri sýningarinnar sem hann segir eiga óþægilega sterkt samhengi inn í samtímann. 17. september 2015 11:30