Ellefsen á Skipagötu næsta stórstjarna handboltans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2023 09:30 Elias Ellefsen á Skipagötu skoraði þrettán mörk í sigrinum á Úkraínu. Hondbóltssamband Føroya Færeyingar hafa aldrei verið eins nálægt því að komast á stórmót og þeir eru núna í undankeppni næstu EM í handbolta sem fer fram í Þýskalandi í janúar 2024. Færeyska landsliðið vann sjö marka sigur á Úkraínu, 33-26, í næstsíðasta leiknum í riðlinum í undankeppninni. Færeyingar höfðu áður unnið Rúmena á heimavelli sínum. Liðið er því með fjögur stig og situr það í þriðja sæti riðilsins fyrir lokaumferðina. Lokaleikurinn er á útivelli á móti Austurríki en á meðan Færeyingar eru að berjast fyrir sæti á Evrópumótinu þá hefur austurríska landsliðið þegar tryggt sér sigur í riðlinum. Þriðja sætið gæti gefið sæti á EM en tvö efstu sætin eru örugg. Þetta gæti allt endað á innbyrðis viðureignum milli Færeyja, Rúmeníu og Úkraínu. Þessi fimmtíu þúsund manna þjóð myndi skrifa söguna með því að komast inn á Evrópumótið en aldrei hefur svo fámenn þjóð komist í úrslit stórmóts í liðsíþrótt. Frændurnir öflugu Frændurnir Elias Ellefsen á Skipagötu og Óli Mittún hafa mikla athygli með yngri landsliðum Færeyja sem hafa verið að komast inn á stórmótin. Nú eru þeir komnir í stór hlutverk með landsliðinu og þá sérstaklega inn tvítugi Elias Ellefsen á Skipagötu sem stýrir leik liðsins. Elias er leikmaður sænska liðsins IK Sävehof og var meðal annars valinn besti leikmaður sænsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Það er þegar ljóst að hann er að yfirgefa sænska liðið því strákur er á leiðinni til þýska stórliðsins Kiel. Óli Mittun kom til Sävehof síðasta sumar og þeir frændur eru því bæði liðsfélagar hjá félagsliði og landsliði. Í sigrinum á Úkraínu þá skoruðu þeir saman 20 af 33 mörkum færeyska landsliðsins. Þrettán mörk og átta stoðsendingar Elias Ellefsen á Skipagötu skoraði 13 mörk í leiknum (úr 23 skotum) og var að auki með átta stoðsendingar. Hann kom því með beinum hætti að meiria en 63 prósent marka liðsins. Aðeins tvö af mörkum Ellefsen komu af vítalínunni. Óli Mittun var sjálfur með sjö mörk og þrjár stoðsendingar í þessum flotta sigri. Þessi frammistaða hjá hinum tvítuga Elias Ellefsen á Skipagötu sýnir hins vegar af hverju Kiel vildi fá hann og af hverju hann gæti orðið næsta stórstjarna handboltans. Það sem vekur sérstaka athygli er að hann getur skotið bæði með hægri og vinstri hendi. Elias á Skipagötu í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.kvf.fo Nafnið vekur vissulega athygli enda sérstakt en hann tekur þarna upp eftirnafn föður síns. Ellefsen er eftirnafn móður hans en á Skipagötu kemur frá föður hans. Hann grínaðist með það í viðtali Í Lokalpressen að hafa verið kallaður Skippen fyrst eftir að hann kom til Sävehof. Spilar í númer 71 til heiðurs æskufélaginu Heimili hans var í aðeins fimm hundruð metra fjarlægð frá Höllinni á Hálsi þar sem landsliðið spilar heimaleiki sína og þar sem Elias fór á kostum á miðvikudagskvöldið. Faðir hans lék á sínum tíma með aðalliði H71 og yngri bróðir hans er líka í handboltanum. Félagið er í Hoyvik sem er úthverfi Þórshafnar. Til heiðurs æskufélagsins þá spilar Ellefsen með númerið 71 á bakinu með sænska liðinu. Leikurinn mikilvægi á móti Austurríki fer fram um helgina og þar þurfa Færeyingar aðra svona frábæra frammistöðu frá sínum besta manni ætli þeir að keppa á EM í byrjun næsta árs. View this post on Instagram A post shared by Faroe Islands Handball (@handball_faroe_islands) EM 2024 í handbolta Færeyjar Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Sjá meira
Færeyska landsliðið vann sjö marka sigur á Úkraínu, 33-26, í næstsíðasta leiknum í riðlinum í undankeppninni. Færeyingar höfðu áður unnið Rúmena á heimavelli sínum. Liðið er því með fjögur stig og situr það í þriðja sæti riðilsins fyrir lokaumferðina. Lokaleikurinn er á útivelli á móti Austurríki en á meðan Færeyingar eru að berjast fyrir sæti á Evrópumótinu þá hefur austurríska landsliðið þegar tryggt sér sigur í riðlinum. Þriðja sætið gæti gefið sæti á EM en tvö efstu sætin eru örugg. Þetta gæti allt endað á innbyrðis viðureignum milli Færeyja, Rúmeníu og Úkraínu. Þessi fimmtíu þúsund manna þjóð myndi skrifa söguna með því að komast inn á Evrópumótið en aldrei hefur svo fámenn þjóð komist í úrslit stórmóts í liðsíþrótt. Frændurnir öflugu Frændurnir Elias Ellefsen á Skipagötu og Óli Mittún hafa mikla athygli með yngri landsliðum Færeyja sem hafa verið að komast inn á stórmótin. Nú eru þeir komnir í stór hlutverk með landsliðinu og þá sérstaklega inn tvítugi Elias Ellefsen á Skipagötu sem stýrir leik liðsins. Elias er leikmaður sænska liðsins IK Sävehof og var meðal annars valinn besti leikmaður sænsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Það er þegar ljóst að hann er að yfirgefa sænska liðið því strákur er á leiðinni til þýska stórliðsins Kiel. Óli Mittun kom til Sävehof síðasta sumar og þeir frændur eru því bæði liðsfélagar hjá félagsliði og landsliði. Í sigrinum á Úkraínu þá skoruðu þeir saman 20 af 33 mörkum færeyska landsliðsins. Þrettán mörk og átta stoðsendingar Elias Ellefsen á Skipagötu skoraði 13 mörk í leiknum (úr 23 skotum) og var að auki með átta stoðsendingar. Hann kom því með beinum hætti að meiria en 63 prósent marka liðsins. Aðeins tvö af mörkum Ellefsen komu af vítalínunni. Óli Mittun var sjálfur með sjö mörk og þrjár stoðsendingar í þessum flotta sigri. Þessi frammistaða hjá hinum tvítuga Elias Ellefsen á Skipagötu sýnir hins vegar af hverju Kiel vildi fá hann og af hverju hann gæti orðið næsta stórstjarna handboltans. Það sem vekur sérstaka athygli er að hann getur skotið bæði með hægri og vinstri hendi. Elias á Skipagötu í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.kvf.fo Nafnið vekur vissulega athygli enda sérstakt en hann tekur þarna upp eftirnafn föður síns. Ellefsen er eftirnafn móður hans en á Skipagötu kemur frá föður hans. Hann grínaðist með það í viðtali Í Lokalpressen að hafa verið kallaður Skippen fyrst eftir að hann kom til Sävehof. Spilar í númer 71 til heiðurs æskufélaginu Heimili hans var í aðeins fimm hundruð metra fjarlægð frá Höllinni á Hálsi þar sem landsliðið spilar heimaleiki sína og þar sem Elias fór á kostum á miðvikudagskvöldið. Faðir hans lék á sínum tíma með aðalliði H71 og yngri bróðir hans er líka í handboltanum. Félagið er í Hoyvik sem er úthverfi Þórshafnar. Til heiðurs æskufélagsins þá spilar Ellefsen með númerið 71 á bakinu með sænska liðinu. Leikurinn mikilvægi á móti Austurríki fer fram um helgina og þar þurfa Færeyingar aðra svona frábæra frammistöðu frá sínum besta manni ætli þeir að keppa á EM í byrjun næsta árs. View this post on Instagram A post shared by Faroe Islands Handball (@handball_faroe_islands)
EM 2024 í handbolta Færeyjar Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Sjá meira