Neyðarástand vegna ópíóðafaraldurs Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 27. apríl 2023 16:02 Á Íslandi geisar ópíóðafaraldur með óbærilegum fórnarkostnaði fyrir samfélagið. Fréttir berast í hverri viku af ótímabærum andlátum fólks í blóma lífsins. Síðastliðin 8 ár hefur einstaklingum sem fengu lyfjameðferð við ópíóðafíkn á sjúkrahúsinu Vogi fjölgað úr 117 í 347 og eru nú tæplega fjórðungur innlagna. Á síðasta ári voru 36% þeirra sem lögðust inn á Vog vegna ópíóðafíknar 25 ára og yngri. Ópíóðar og morfínlyf eru sterk, mjög ávanabindandi og bráðdrepandi. 35 af þeim sem komið hafa á Vog létust á fyrstu þrem mánuðum þessa árs. 35 mannslíf á einungis þremur mánuðum. Sé sú tala framreiknuð gætum við misst 80 einstaklinga úr ópíóðafíkn á þessu ári! Samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands fær sjúkrahúsið Vogur greitt fyrir meðferð 90 einstaklinga á ári. Árið 2022 fengu 347 manns slíka meðferð. Mismunurinn er 257 manns. Þetta dæmi gengur augljóslega ekki upp. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag spurði ég Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra um nauðsynlegar aðgerðir vegna þessa alvarlega ástands. Fram kom að hann hyggst leggja tillögur fyrir ríkisstjórnina á fundi á morgun. Í mínum huga eru nokkrar brýnar aðgerðir lífsnauðsynlegar: Að leyfa lausasölu á lyfinu Naloxone, svo auðveldara sé að bjarga fólki sem lendir í öndunarstoppi vegna neyslu. Að koma á fót morfínklíník, með öðrum orðum öruggu neyslurými fyrir fíkla en í því felst augljós forvörn eins og yfirlæknir á Vogi hefur bent á. Að ríkissjóður geri Sjúkratryggingum kleift að semja við Vog um mun fleiri meðferðir en þær 90 sem nú eru í samningum. Það er algerlega óviðunandi staða að Vogur fái greitt fyrir meðferð 90 einstaklinga af þeim 347 sem þurftu á henni að halda á árinu 2022. Það ríkir neyðarástand vegna ópíóðafaraldurs á Íslandi. Ef um hópslys væri að ræða væri búið að virkja allar neyðaráætlanir í stjórnkerfinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Fíkn Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Á Íslandi geisar ópíóðafaraldur með óbærilegum fórnarkostnaði fyrir samfélagið. Fréttir berast í hverri viku af ótímabærum andlátum fólks í blóma lífsins. Síðastliðin 8 ár hefur einstaklingum sem fengu lyfjameðferð við ópíóðafíkn á sjúkrahúsinu Vogi fjölgað úr 117 í 347 og eru nú tæplega fjórðungur innlagna. Á síðasta ári voru 36% þeirra sem lögðust inn á Vog vegna ópíóðafíknar 25 ára og yngri. Ópíóðar og morfínlyf eru sterk, mjög ávanabindandi og bráðdrepandi. 35 af þeim sem komið hafa á Vog létust á fyrstu þrem mánuðum þessa árs. 35 mannslíf á einungis þremur mánuðum. Sé sú tala framreiknuð gætum við misst 80 einstaklinga úr ópíóðafíkn á þessu ári! Samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands fær sjúkrahúsið Vogur greitt fyrir meðferð 90 einstaklinga á ári. Árið 2022 fengu 347 manns slíka meðferð. Mismunurinn er 257 manns. Þetta dæmi gengur augljóslega ekki upp. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag spurði ég Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra um nauðsynlegar aðgerðir vegna þessa alvarlega ástands. Fram kom að hann hyggst leggja tillögur fyrir ríkisstjórnina á fundi á morgun. Í mínum huga eru nokkrar brýnar aðgerðir lífsnauðsynlegar: Að leyfa lausasölu á lyfinu Naloxone, svo auðveldara sé að bjarga fólki sem lendir í öndunarstoppi vegna neyslu. Að koma á fót morfínklíník, með öðrum orðum öruggu neyslurými fyrir fíkla en í því felst augljós forvörn eins og yfirlæknir á Vogi hefur bent á. Að ríkissjóður geri Sjúkratryggingum kleift að semja við Vog um mun fleiri meðferðir en þær 90 sem nú eru í samningum. Það er algerlega óviðunandi staða að Vogur fái greitt fyrir meðferð 90 einstaklinga af þeim 347 sem þurftu á henni að halda á árinu 2022. Það ríkir neyðarástand vegna ópíóðafaraldurs á Íslandi. Ef um hópslys væri að ræða væri búið að virkja allar neyðaráætlanir í stjórnkerfinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar