Corden stimplaði sig út með hjartnæmum skilaboðum Atli Ísleifsson skrifar 28. apríl 2023 07:39 Spjallþáttur hins breska James Corden hefur verið á dagskrá frá árinu 2015. Spjallþáttur breska þáttastjórnadans James Corden lauk göngu sinni í bandarísku sjónvarpi í gærkvöldi eftir átta ár á skjánum. Í þessum síðasta þætti kvaddi Corden áhorfendur, meðal annars aðstoð söngvarans Harry Styles og leikarans Will Ferrell og þá kom Joe Biden Bandaríkjaforseti sérstökum skilaboðum á framfæri. Í þættinum rústuðu þeir Ferrell og Styles borði þáttastjórnandans með sleggju og Biden sendi myndbandsskilaboð þar sem hann sagðist hissa á að Corden „hafi enst í nokkru starfi í heil átta ár“. Biden tilkynnti á dögunum að hann sækist eftir endurkjöri sem forseti og verði hann endurkjörinn má reikna með að hann muni þá sjálfur enst átta ár í sama starfi. Í kveðjuorðum Corden var bæði að finna brandara, hlátur og hjartnæm skilaboð til áhorfanda. Biðlaði hann til bandarískra áhorfenda að láta ekki undan fólki sem reyni að kynda undir óeiningu í samfélaginu. James offers some final thoughts as our final #LateLateShow comes to an end pic.twitter.com/2GbQTQS8kh— The Late Late Show with James Corden (@latelateshow) April 28, 2023 Corden sagði það hafa verið stórt skref fyrir sig og fjölskyldu sína að flytjast til Bandaríkjanna fyrir árum. Börnin tvö hafi verið mjög ung að árum og annað barn hafi svo bæst við á þessum árum. „Við hófum gerð þáttanna með Obama, svo Trump, svo heimsfaraldur og ég hef fylgst með Bandaríkjunum breytast mjög mikið á þessum átta árum. Ég hef séð aukinn klofning og ég hef fundið fyrir aukinni neikvæðni og á ákveðnum tímapunktum sjóða upp úr.“ What... what just happened. pic.twitter.com/oUlORBOojY— The Late Late Show with James Corden (@latelateshow) April 28, 2023 Corden bað svo fólk að muna eftir því hvað Bandaríkin tákna í huga annarra í heiminum. „Allt mitt líf þá hefur þetta ávallt verið staður bjartsýni og gleði. Jú, Bandaríkin hefur galla, svo marga. En sýndu mér land þar sem það á ekki við,“ sagði Corden. Aðrir þáttastjórnendur í bandarísku sjónvarpi – þeir Seth Myers, Jimmy Kimmel, Stephen Colbert, Jimmy Fallon og David Letterman – tóku svo þátt í grínatriði þar sem þeir ræddu hvað tæki nú við hjá Corden og rifust um hver myndi taka við keflinu með Carpool Karaoke – innslags sem hefur notið mikilla vinsælda í þáttum Corden þar sem hann fer á rúntinn, oftast með fræjum söngvurum, og syngur með lögum viðkomandi í bílnum. Corden tók við spjallþættinum af grínistanum og leikaranum Craig Ferguson árið 2015. Þættirnir urðu um 1.200 talsins. Bíó og sjónvarp Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Dramatísk kveðjustund þegar James Corden söng í sínu síðasta bílakarókí Sjónvarpsmaðurinn James Corden hefur sungið sitt síðasta lag í bílakarókí. Þetta er síðasta vika hans sem þáttastjórnandi The Late Late Show. Corden hefur stýrt þættinum frá árinu 2015 en ætlar nú að snúa aftur til heimalands síns, Bretlands. 25. apríl 2023 16:03 James Corden baðst afsökunar í beinni: „Þegar þú gerir mistök verður þú að axla ábyrgð“ „Í síðustu viku heyrðust sögur af því að ég væri bannaður á veitingastað,“ sagði þáttastjórnandinn James Corden í beinni útsendingu í sjónvarpsþætti sínum í gærkvöldi. Eigandi Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar, hafði þá sett Corden í straff frá staðnum. Corden væri að hans mati versti kúnninn í sögu staðarins. 25. október 2022 12:30 Corden aftur velkominn eftir skít og skammir gærdagsins Þáttastjórnandinn og grínistinn James Corden er aftur velkominn á veitingastaðinn Balthazar eftir að hafa beðist afsökunar. Eigandi staðarins setti Corden í straff í gær og lýsti honum sem versta og dónalegasta kúnnanum í 25 ára sögu staðarins. Bannið varði aðeins í nokkrar klukkustundir og grínaðist eigandinn með að aflétta banninu fengi hann að taka við þætti Cordens í níu mánuði. 18. október 2022 11:22 Versti kúnninn í áratugalangri sögu Balthazar Grínistinn James Corden hefur verið settur í straff af eiganda Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar. Hann segir Corden vera versta kúnnann í 25 ára langri sögu staðarins. 17. október 2022 23:49 Mest lesið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
Í þættinum rústuðu þeir Ferrell og Styles borði þáttastjórnandans með sleggju og Biden sendi myndbandsskilaboð þar sem hann sagðist hissa á að Corden „hafi enst í nokkru starfi í heil átta ár“. Biden tilkynnti á dögunum að hann sækist eftir endurkjöri sem forseti og verði hann endurkjörinn má reikna með að hann muni þá sjálfur enst átta ár í sama starfi. Í kveðjuorðum Corden var bæði að finna brandara, hlátur og hjartnæm skilaboð til áhorfanda. Biðlaði hann til bandarískra áhorfenda að láta ekki undan fólki sem reyni að kynda undir óeiningu í samfélaginu. James offers some final thoughts as our final #LateLateShow comes to an end pic.twitter.com/2GbQTQS8kh— The Late Late Show with James Corden (@latelateshow) April 28, 2023 Corden sagði það hafa verið stórt skref fyrir sig og fjölskyldu sína að flytjast til Bandaríkjanna fyrir árum. Börnin tvö hafi verið mjög ung að árum og annað barn hafi svo bæst við á þessum árum. „Við hófum gerð þáttanna með Obama, svo Trump, svo heimsfaraldur og ég hef fylgst með Bandaríkjunum breytast mjög mikið á þessum átta árum. Ég hef séð aukinn klofning og ég hef fundið fyrir aukinni neikvæðni og á ákveðnum tímapunktum sjóða upp úr.“ What... what just happened. pic.twitter.com/oUlORBOojY— The Late Late Show with James Corden (@latelateshow) April 28, 2023 Corden bað svo fólk að muna eftir því hvað Bandaríkin tákna í huga annarra í heiminum. „Allt mitt líf þá hefur þetta ávallt verið staður bjartsýni og gleði. Jú, Bandaríkin hefur galla, svo marga. En sýndu mér land þar sem það á ekki við,“ sagði Corden. Aðrir þáttastjórnendur í bandarísku sjónvarpi – þeir Seth Myers, Jimmy Kimmel, Stephen Colbert, Jimmy Fallon og David Letterman – tóku svo þátt í grínatriði þar sem þeir ræddu hvað tæki nú við hjá Corden og rifust um hver myndi taka við keflinu með Carpool Karaoke – innslags sem hefur notið mikilla vinsælda í þáttum Corden þar sem hann fer á rúntinn, oftast með fræjum söngvurum, og syngur með lögum viðkomandi í bílnum. Corden tók við spjallþættinum af grínistanum og leikaranum Craig Ferguson árið 2015. Þættirnir urðu um 1.200 talsins.
Bíó og sjónvarp Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Dramatísk kveðjustund þegar James Corden söng í sínu síðasta bílakarókí Sjónvarpsmaðurinn James Corden hefur sungið sitt síðasta lag í bílakarókí. Þetta er síðasta vika hans sem þáttastjórnandi The Late Late Show. Corden hefur stýrt þættinum frá árinu 2015 en ætlar nú að snúa aftur til heimalands síns, Bretlands. 25. apríl 2023 16:03 James Corden baðst afsökunar í beinni: „Þegar þú gerir mistök verður þú að axla ábyrgð“ „Í síðustu viku heyrðust sögur af því að ég væri bannaður á veitingastað,“ sagði þáttastjórnandinn James Corden í beinni útsendingu í sjónvarpsþætti sínum í gærkvöldi. Eigandi Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar, hafði þá sett Corden í straff frá staðnum. Corden væri að hans mati versti kúnninn í sögu staðarins. 25. október 2022 12:30 Corden aftur velkominn eftir skít og skammir gærdagsins Þáttastjórnandinn og grínistinn James Corden er aftur velkominn á veitingastaðinn Balthazar eftir að hafa beðist afsökunar. Eigandi staðarins setti Corden í straff í gær og lýsti honum sem versta og dónalegasta kúnnanum í 25 ára sögu staðarins. Bannið varði aðeins í nokkrar klukkustundir og grínaðist eigandinn með að aflétta banninu fengi hann að taka við þætti Cordens í níu mánuði. 18. október 2022 11:22 Versti kúnninn í áratugalangri sögu Balthazar Grínistinn James Corden hefur verið settur í straff af eiganda Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar. Hann segir Corden vera versta kúnnann í 25 ára langri sögu staðarins. 17. október 2022 23:49 Mest lesið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
Dramatísk kveðjustund þegar James Corden söng í sínu síðasta bílakarókí Sjónvarpsmaðurinn James Corden hefur sungið sitt síðasta lag í bílakarókí. Þetta er síðasta vika hans sem þáttastjórnandi The Late Late Show. Corden hefur stýrt þættinum frá árinu 2015 en ætlar nú að snúa aftur til heimalands síns, Bretlands. 25. apríl 2023 16:03
James Corden baðst afsökunar í beinni: „Þegar þú gerir mistök verður þú að axla ábyrgð“ „Í síðustu viku heyrðust sögur af því að ég væri bannaður á veitingastað,“ sagði þáttastjórnandinn James Corden í beinni útsendingu í sjónvarpsþætti sínum í gærkvöldi. Eigandi Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar, hafði þá sett Corden í straff frá staðnum. Corden væri að hans mati versti kúnninn í sögu staðarins. 25. október 2022 12:30
Corden aftur velkominn eftir skít og skammir gærdagsins Þáttastjórnandinn og grínistinn James Corden er aftur velkominn á veitingastaðinn Balthazar eftir að hafa beðist afsökunar. Eigandi staðarins setti Corden í straff í gær og lýsti honum sem versta og dónalegasta kúnnanum í 25 ára sögu staðarins. Bannið varði aðeins í nokkrar klukkustundir og grínaðist eigandinn með að aflétta banninu fengi hann að taka við þætti Cordens í níu mánuði. 18. október 2022 11:22
Versti kúnninn í áratugalangri sögu Balthazar Grínistinn James Corden hefur verið settur í straff af eiganda Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar. Hann segir Corden vera versta kúnnann í 25 ára langri sögu staðarins. 17. október 2022 23:49