„Ég var nú að vonast til að þetta yrði eitthvað meira en tvö ár“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 28. apríl 2023 13:52 Guðmundur Felix fékk ágrædda handleggi fyrir tveimur árum en hann fór að finna fyrir bakslagi fyrir rúmum tveimur vikum. Líkami hans var byrjaður að hafna höndunum og vonast hann til að lyfjameðferð komi í veg fyrir að hann missi þær. Vísir Guðmundur Felix Grétarsson segist bjartsýnn á að lyfjameðferð geti unnið gegn bakslagi sem er komið í ágrædda handleggi hans. Guðmundur fór að finna fyrir einkennum höfnunar fyrir tveimur vikum. Þetta er ekki fyrsta í fyrsta sinn sem líkami Guðmundar Felix hafnar handleggjunum og eru það að hans sögn viðbúin viðbrögð. Guðmundur Felix segir þó óalgengt að fá einkenni höfnunar tveimur árum eftir ágræðslu. Hann fór að finna fyrir fyrstu einkennum höfnunar fyrir rúmum tveimur vikum þegar bólgur fóru að myndast í kringum neglurnar. „Svo byrjaði að blæða úr öllu og ég er byrjaður að missa neglurnar“ Hann hafi fengið lyf í kjölfarið en þau hafi ekki virkað sem skyldi og fór Guðmundur að taka eftir rauðum flekkjum á húðinni. Brjáluð höfnun í gangi „Það getur alltaf komið svona aðeins en svo fór það að á gerast og á miðvikudagsmorgun tek ég myndir af þessu og sendi á teymið og var þá kallaður beint niður á spítala og það var tekið sýni. En þetta var þannig að það var ekkert verið að bíða eftir niðurstöðum. Þeir sögðu það er bara höfnun í gangi alveg brjáluð sko,“ segir Guðmundur sem var þá settur á stóra steraskammta. Sjá má viðtalið við Guðmund Felix í spilaranum að neðan. Að sögn Guðmundar er þetta í þriðja sinn sem líkaminn hafnar höndunum. Það sé eðlilegt á fyrsta árinu eftir aðgerð en ekki eins algengt tveimur árum eftir ágræsðlu líkt og nú. Guðmundur var að klára sterameðferð og fer síðan aftur á sín lyf nema í hærri skömmtun næsta mánuðinn. Framhaldið þurfi svo að koma í ljós. Hann segist þó ekki hræddur um að missa hendurnar á þessum tímapunkti þó það sé vissulega möguleiki. Dæmi séu um tilfelli þar sem fólk hafi fengið handaágræðslur og misst þær. Bjartsýnn á að halda höndunum „Það er svona smá huggun í harmi að í þeim tilfellum sem það hefur gerst hefur það yfirleitt verið tengt við vanrækslu. Fólk er ekki að taka lyfin sem það á að taka, þú þarft að taka lyf á tólf tíma fresti til að hafna þessu ekki, ekki reykja. Ef að svona lagað kemur upp á að það sé dílað við það strax. Í þeim tilfellum sem fólk hefur misst útlimi þá hefur eitthvað af þessu ekki verið í lagi,“ segir Guðmundur. „Það er alltaf þessi möguleiki, við höfum vitað það frá upphafi. Það er ekkert víst að þetta sé for life time sko en ég var nú að vonast til að þetta yrði eitthvað meira en tvö ár“ Guðmundur er bjartsýnn á að lyfjagjöfin virki og að hann haldi höndunum. Honum líði vel þrátt fyrir ýmsa kvilla tengdum bakslaginu og lyfjagjöfinni. „Ég er ekkert kominn í einhverjar þráhyggju hugsanir með eitthvað vonleysi. Ég hef fulla trú á að þetta fari allt vel,“ segir hann. Framhaldið skýrist betur um miðjan maí. „Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir stuðninginn. Búinn að fá mörg hundruð skilaboð. Það er æðislegt að finna alltaf hvað maður hefur mikinn stuðning hérna að heiman,“ segir Guðmundur að lokum. Handleggir græddir á Guðmund Felix Heilbrigðismál Tengdar fréttir Guðmundur Felix hjólaði í fyrsta sinn í 25 ár Guðmundur Felix Grétarsson hjólaði nýverið í fyrsta sinn eftir að hafa misst báða handleggi sína í slysi árið 1998. Hann stefnir á að geta hjólað til og frá spítala í Frakklandi þar sem hann býr. 20. apríl 2023 08:44 Guðmundur Felix með aðra hönd á stýri Guðmundur Felix Grétarsson er byrjaður að æfa sig að keyra með hægri hendinni. Síðan um aldamótin hefur hann eingöngu getað keyrt með fótstýri. Nú sér hann fram á að geta loksins keypt sér nýrri bíl. 19. febrúar 2023 12:51 Guðmundur Felix fagnar tveggja ára afmæli Guðmundur Felix Grétarsson fagnar því að tvö ár séu liðin frá því að hann fékk ágræddar hendur. Frönsk sjónvarpsstöð tók hús á honum í dag. 13. janúar 2023 21:36 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Þetta er ekki fyrsta í fyrsta sinn sem líkami Guðmundar Felix hafnar handleggjunum og eru það að hans sögn viðbúin viðbrögð. Guðmundur Felix segir þó óalgengt að fá einkenni höfnunar tveimur árum eftir ágræðslu. Hann fór að finna fyrir fyrstu einkennum höfnunar fyrir rúmum tveimur vikum þegar bólgur fóru að myndast í kringum neglurnar. „Svo byrjaði að blæða úr öllu og ég er byrjaður að missa neglurnar“ Hann hafi fengið lyf í kjölfarið en þau hafi ekki virkað sem skyldi og fór Guðmundur að taka eftir rauðum flekkjum á húðinni. Brjáluð höfnun í gangi „Það getur alltaf komið svona aðeins en svo fór það að á gerast og á miðvikudagsmorgun tek ég myndir af þessu og sendi á teymið og var þá kallaður beint niður á spítala og það var tekið sýni. En þetta var þannig að það var ekkert verið að bíða eftir niðurstöðum. Þeir sögðu það er bara höfnun í gangi alveg brjáluð sko,“ segir Guðmundur sem var þá settur á stóra steraskammta. Sjá má viðtalið við Guðmund Felix í spilaranum að neðan. Að sögn Guðmundar er þetta í þriðja sinn sem líkaminn hafnar höndunum. Það sé eðlilegt á fyrsta árinu eftir aðgerð en ekki eins algengt tveimur árum eftir ágræsðlu líkt og nú. Guðmundur var að klára sterameðferð og fer síðan aftur á sín lyf nema í hærri skömmtun næsta mánuðinn. Framhaldið þurfi svo að koma í ljós. Hann segist þó ekki hræddur um að missa hendurnar á þessum tímapunkti þó það sé vissulega möguleiki. Dæmi séu um tilfelli þar sem fólk hafi fengið handaágræðslur og misst þær. Bjartsýnn á að halda höndunum „Það er svona smá huggun í harmi að í þeim tilfellum sem það hefur gerst hefur það yfirleitt verið tengt við vanrækslu. Fólk er ekki að taka lyfin sem það á að taka, þú þarft að taka lyf á tólf tíma fresti til að hafna þessu ekki, ekki reykja. Ef að svona lagað kemur upp á að það sé dílað við það strax. Í þeim tilfellum sem fólk hefur misst útlimi þá hefur eitthvað af þessu ekki verið í lagi,“ segir Guðmundur. „Það er alltaf þessi möguleiki, við höfum vitað það frá upphafi. Það er ekkert víst að þetta sé for life time sko en ég var nú að vonast til að þetta yrði eitthvað meira en tvö ár“ Guðmundur er bjartsýnn á að lyfjagjöfin virki og að hann haldi höndunum. Honum líði vel þrátt fyrir ýmsa kvilla tengdum bakslaginu og lyfjagjöfinni. „Ég er ekkert kominn í einhverjar þráhyggju hugsanir með eitthvað vonleysi. Ég hef fulla trú á að þetta fari allt vel,“ segir hann. Framhaldið skýrist betur um miðjan maí. „Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir stuðninginn. Búinn að fá mörg hundruð skilaboð. Það er æðislegt að finna alltaf hvað maður hefur mikinn stuðning hérna að heiman,“ segir Guðmundur að lokum.
Handleggir græddir á Guðmund Felix Heilbrigðismál Tengdar fréttir Guðmundur Felix hjólaði í fyrsta sinn í 25 ár Guðmundur Felix Grétarsson hjólaði nýverið í fyrsta sinn eftir að hafa misst báða handleggi sína í slysi árið 1998. Hann stefnir á að geta hjólað til og frá spítala í Frakklandi þar sem hann býr. 20. apríl 2023 08:44 Guðmundur Felix með aðra hönd á stýri Guðmundur Felix Grétarsson er byrjaður að æfa sig að keyra með hægri hendinni. Síðan um aldamótin hefur hann eingöngu getað keyrt með fótstýri. Nú sér hann fram á að geta loksins keypt sér nýrri bíl. 19. febrúar 2023 12:51 Guðmundur Felix fagnar tveggja ára afmæli Guðmundur Felix Grétarsson fagnar því að tvö ár séu liðin frá því að hann fékk ágræddar hendur. Frönsk sjónvarpsstöð tók hús á honum í dag. 13. janúar 2023 21:36 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Guðmundur Felix hjólaði í fyrsta sinn í 25 ár Guðmundur Felix Grétarsson hjólaði nýverið í fyrsta sinn eftir að hafa misst báða handleggi sína í slysi árið 1998. Hann stefnir á að geta hjólað til og frá spítala í Frakklandi þar sem hann býr. 20. apríl 2023 08:44
Guðmundur Felix með aðra hönd á stýri Guðmundur Felix Grétarsson er byrjaður að æfa sig að keyra með hægri hendinni. Síðan um aldamótin hefur hann eingöngu getað keyrt með fótstýri. Nú sér hann fram á að geta loksins keypt sér nýrri bíl. 19. febrúar 2023 12:51
Guðmundur Felix fagnar tveggja ára afmæli Guðmundur Felix Grétarsson fagnar því að tvö ár séu liðin frá því að hann fékk ágræddar hendur. Frönsk sjónvarpsstöð tók hús á honum í dag. 13. janúar 2023 21:36