Lögregla verst alla frétta af mannsláti á Selfossi: Misvísandi sögusagnir í umferð Margrét Björk Jónsdóttir og Árni Sæberg skrifa 28. apríl 2023 23:07 Lögreglan á Selfossi gefur lítið upp um málið. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurlandi verst allra frétta af mannsláti á Selfossi síðdegis í gær. Ung kona sá sig knúna til að setja færslu á samfélagsmiðla og upplýsa um að hún væri ekki sú látna, þar sem sögur þess efnis gengu um bæjarfélagið. Heimildir fréttastofu herma að mennirnir sem handteknir voru í tengslum við málið séu hálfbræður. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Þá hafa gengið sögur um að andlátið hafi verið vegna ofskömmtunar fíkniefna en konan sem lést í gær var um þrítugt. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttstofu til að fá upplýsingar um rannsókn málsins eða tildrög andlátsins hafa ekki fengist nein svör frá lögreglunni á Suðurlandi. Síðdegis fékkst það þó staðfest að búið væri að leiða mennina fyrir dómara og krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í eina viku. Dómari í málinu hefur ákveðið að nýta sér lögbundinn sólarhringsfrest til þess að kveða upp úrskurð um gæsluvarðhald. „Ég vil að það sé á hreinu að ég er ekki þessi manneskja“ „Nú langar mig að koma fram og láta vita að ég er á lífi. Hef ekki gert annað en að svara símtölum og skilaboðum í allan morgun. Það eru sögusagnir um mig varðandi atburðinn sem átti sér stað hér á Selfossi í gærkvöldi. Ég vil að það sé á hreinu að ég er ekki þessi manneskja og veit ekkert um þetta hræðilega mál.“ Svona hljómar færsla sem ung kona setti inn á Facebook í dag. Því er ljóst að á meðan lögregla gefur ekkert upp geta ýmsar sögur farið á kreik. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Árborg Lögreglumál Grunur um manndráp á Selfossi Tengdar fréttir Konan sem lést á Selfossi var á þrítugsaldri Konan sem lést á Selfossi í gær við grunsamlegar kringumstæður var á þrítugsaldri. Hún lést í heimahúsi. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á vettvangi og var haldið af lögreglu í gær. 28. apríl 2023 06:31 Tveir handteknir vegna andláts á Selfossi Tveir voru handteknir á Selfossi í dag vegna andláts sem varð í bænum. Að sögn lögreglu eru málsatvik enn óljós og er frumrannsókn í gangi. 27. apríl 2023 19:04 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Heimildir fréttastofu herma að mennirnir sem handteknir voru í tengslum við málið séu hálfbræður. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Þá hafa gengið sögur um að andlátið hafi verið vegna ofskömmtunar fíkniefna en konan sem lést í gær var um þrítugt. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttstofu til að fá upplýsingar um rannsókn málsins eða tildrög andlátsins hafa ekki fengist nein svör frá lögreglunni á Suðurlandi. Síðdegis fékkst það þó staðfest að búið væri að leiða mennina fyrir dómara og krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í eina viku. Dómari í málinu hefur ákveðið að nýta sér lögbundinn sólarhringsfrest til þess að kveða upp úrskurð um gæsluvarðhald. „Ég vil að það sé á hreinu að ég er ekki þessi manneskja“ „Nú langar mig að koma fram og láta vita að ég er á lífi. Hef ekki gert annað en að svara símtölum og skilaboðum í allan morgun. Það eru sögusagnir um mig varðandi atburðinn sem átti sér stað hér á Selfossi í gærkvöldi. Ég vil að það sé á hreinu að ég er ekki þessi manneskja og veit ekkert um þetta hræðilega mál.“ Svona hljómar færsla sem ung kona setti inn á Facebook í dag. Því er ljóst að á meðan lögregla gefur ekkert upp geta ýmsar sögur farið á kreik. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Árborg Lögreglumál Grunur um manndráp á Selfossi Tengdar fréttir Konan sem lést á Selfossi var á þrítugsaldri Konan sem lést á Selfossi í gær við grunsamlegar kringumstæður var á þrítugsaldri. Hún lést í heimahúsi. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á vettvangi og var haldið af lögreglu í gær. 28. apríl 2023 06:31 Tveir handteknir vegna andláts á Selfossi Tveir voru handteknir á Selfossi í dag vegna andláts sem varð í bænum. Að sögn lögreglu eru málsatvik enn óljós og er frumrannsókn í gangi. 27. apríl 2023 19:04 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Konan sem lést á Selfossi var á þrítugsaldri Konan sem lést á Selfossi í gær við grunsamlegar kringumstæður var á þrítugsaldri. Hún lést í heimahúsi. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á vettvangi og var haldið af lögreglu í gær. 28. apríl 2023 06:31
Tveir handteknir vegna andláts á Selfossi Tveir voru handteknir á Selfossi í dag vegna andláts sem varð í bænum. Að sögn lögreglu eru málsatvik enn óljós og er frumrannsókn í gangi. 27. apríl 2023 19:04