Kristian var á sínum stað í byrjunarliði Jong Ajax og lék allann leikinn fyrir liðið, en Kristófer var ónotaður varamaður í liði heimamanna.
Eins og áður segir var það Kristian sem skoraði eina mark leiksins þegar hann kom Ajax í forystu með marki af vítapunktinum þegar rétt rúmar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
84. Penalty + Hlynsson 0-1! 😎#vvvjaj pic.twitter.com/u7ZA46Vs52
— AFC Ajax (@AFCAjax) April 28, 2023
Niðurstaðan því 1-0 útisigur Jong Ajax sem nú situr í 13. sæti hollensku B-deildarinnar með 43 stig eftir 35 leiki, átta stigum á eftir Venlo sem situr í áttunda sæti.