Djammheimferðin sérlega hættuleg á rafhlaupahjóli Kristján Már Unnarsson skrifar 29. apríl 2023 13:35 Tölur sýna að 23 prósent alvarlegra slysa á rafhlaupahjólum verða á svokölluðum djammheimferðartíma“, seint á kvöldin á föstudags- og laugardagskvöldum. Vísir/Aníta Guðlaug Axelsdóttir Herferð Samgöngustofu gegn alvarlegum slysum á rafhlaupahjólum, „Ekki skúta upp á bak”, var hrundið af stað í vikunni með ávarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. „Notkun þeirra hafa fylgt fjölmörg slys, og ekki aðeins skeinur og skrámur, heldur því miður mjög alvarleg slys og tvö andlát,“ sagði ráðherrann og dró fram sláandi tölur, sem hann sagði að ættu að vekja menn alvarlega til umhugsunar. Ávarp ráðherrans má sjá hér: „Um fjórðungur allra látinna og alvarlega slasaðra í umferðinni árið 2022 voru á rafhlaupahjólum, eða 49 tilvik af 204. Sömu tölur fyrir fólksbíla eru 61 tilvik af 204 en á það verður að líta að umferð fólksbíla er margfalt meiri en rafhlaupahjóla. Þessar tölur gefa til kynna að meiri áhætta er fólgin í því að vera á rafskútu heldur en í fólksbíl. Í sömu skýrslu kemur fram að tvöfalt fleiri slasast á rafhlaupahjóli en á venjulegu reiðhjóli. Notkun reiðhjóla er 4-5 sinnum meiri en á rafhlaupahjólum samkvæmt síðustu könnun sem þýðir að áhættan við að vera á rafhlaupahjólum miðað við reiðhjól er sjö til tíföld. Þá kemur í ljós að 23% alvarlegra slysa á rafhlaupahjólum verða á svokölluðum djammheimferðartíma“, seint á kvöldin á föstudags- og laugardagskvöldum. U.þ.b. 3% alvarlega slasaðra hjólreiðamanna, 3% alvarlega slasaðra fótgangandi og 3% alvarlega slasaðra í bifreið eru að slasast á þessum sama tíma. Við þurfum að muna að við erum óvarðari á rafhlaupahjólum en mörgum öðrum fararmátum. Líkamsstaða okkar á rafhlaupahjólum með hendur þétt upp að líkamanum þýðir einnig að minna þarf til að missa jafnvægið. Að sama skapi eigum við erfiðara með að bera hendur fyrir okkur ef við dettum. Þetta þýðir að andlitsmeiðsli eru algengari en í til dæmis hjólreiðaslysum. Síðast en ekki síst hafa gögn sýnt að mörg börn slasast á rafhlaupahjólum en þau hafa verið allt að 45% þeirra sem leituðu á bráðamóttöku vegna slíkra slysa. Við þurfum að bregðast þessu af krafti með sameiginlegu átaki. Þessi ferðamáti er nýr af nálinni og við þurfum læra á hann, auka fræðslu og laga regluverk og innviði,“ sagði ráðherrann. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra fer yfir slysatíðni á rafskútum á kynningarfundi Samgöngustofu.Bjarni Einarsson „Ég nefni hér þrennt sem skiptir miklu máli: Í fyrsta lagi vil ég nefna umferðarlögin sjálf. Nú er til umfjöllunar á Alþingi frumvarp sem ég lagði fram um breytingar á lögunum til að auka öryggi notenda smá farartækja og annarra vegfarenda. Þar er m.a. lagt til að innleiða nýjan ökutækjaflokk smá farartækja í umferðarlög, að ökumenn verði að hafa náð 13 ára aldri og notendum yngri en 16 ára verði gert skylt að nota hjálm og að almennt bann verði við lagt við að breyta hraðastillingum. Í öðru lagi höfum við lagt áherslu á að bæta innviði. Framlög til uppbyggingar göngu- og hjólreiðastíga aukist á undanförnum árum og áfram verður haldið á sömu braut. Mikilvægi slíkra innviða hefur aukist samhliða hraðri aukningu á umferð smá farartækja. Síðast en ekki síst er nauðsynlegt að bæta innviði. með áherslu á það að við sjálf sýnum ábyrgð og fyrirhyggju í umferðinni. Og þar kemur að tilefni þessa ágæta fundar – sem er hin nýja kynningarherferð. Samgöngustofa hefur í samstarfi við fjölmarga aðila – í þetta sinn tryggingafélaginu VÍS – gert áhrifaríkar herferðir og auglýsingar. Minnt okkur á að spenna beltin, nota ekki símana okkur undir stýri eða aka ekki undir áhrifum. Nú er kastljósinu beint að rafskútum. Rétt eins og við notkun annarra ferðamáta – ökutækja, reiðhjóla, mótorhjóla eða hesta – þurfum að sýna varkárni og vera skynsöm. Komum heil heim af rafskútunum,“ sagði Sigurður Ingi. Herferðina má nálgast á vefsíðunni Uppábak. Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Samgönguslys Næturlíf Slysavarnir Tengdar fréttir Níu létust í umferðinni í fyrra og 195 slösuðust alvarlega Níu létust í umferðinni í fyrra í jafnmörgum slysum, þar af átta karlar og ein kona. Fólkið var á aldrinum 19 til 74 ára. Fjórir voru í bifreið, einn á rafhlaupahjóli og fjórir gangandi. Þá létust fimm innan þéttbýlis en fjórir utan þéttbýlis. 14. apríl 2023 06:56 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
„Notkun þeirra hafa fylgt fjölmörg slys, og ekki aðeins skeinur og skrámur, heldur því miður mjög alvarleg slys og tvö andlát,“ sagði ráðherrann og dró fram sláandi tölur, sem hann sagði að ættu að vekja menn alvarlega til umhugsunar. Ávarp ráðherrans má sjá hér: „Um fjórðungur allra látinna og alvarlega slasaðra í umferðinni árið 2022 voru á rafhlaupahjólum, eða 49 tilvik af 204. Sömu tölur fyrir fólksbíla eru 61 tilvik af 204 en á það verður að líta að umferð fólksbíla er margfalt meiri en rafhlaupahjóla. Þessar tölur gefa til kynna að meiri áhætta er fólgin í því að vera á rafskútu heldur en í fólksbíl. Í sömu skýrslu kemur fram að tvöfalt fleiri slasast á rafhlaupahjóli en á venjulegu reiðhjóli. Notkun reiðhjóla er 4-5 sinnum meiri en á rafhlaupahjólum samkvæmt síðustu könnun sem þýðir að áhættan við að vera á rafhlaupahjólum miðað við reiðhjól er sjö til tíföld. Þá kemur í ljós að 23% alvarlegra slysa á rafhlaupahjólum verða á svokölluðum djammheimferðartíma“, seint á kvöldin á föstudags- og laugardagskvöldum. U.þ.b. 3% alvarlega slasaðra hjólreiðamanna, 3% alvarlega slasaðra fótgangandi og 3% alvarlega slasaðra í bifreið eru að slasast á þessum sama tíma. Við þurfum að muna að við erum óvarðari á rafhlaupahjólum en mörgum öðrum fararmátum. Líkamsstaða okkar á rafhlaupahjólum með hendur þétt upp að líkamanum þýðir einnig að minna þarf til að missa jafnvægið. Að sama skapi eigum við erfiðara með að bera hendur fyrir okkur ef við dettum. Þetta þýðir að andlitsmeiðsli eru algengari en í til dæmis hjólreiðaslysum. Síðast en ekki síst hafa gögn sýnt að mörg börn slasast á rafhlaupahjólum en þau hafa verið allt að 45% þeirra sem leituðu á bráðamóttöku vegna slíkra slysa. Við þurfum að bregðast þessu af krafti með sameiginlegu átaki. Þessi ferðamáti er nýr af nálinni og við þurfum læra á hann, auka fræðslu og laga regluverk og innviði,“ sagði ráðherrann. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra fer yfir slysatíðni á rafskútum á kynningarfundi Samgöngustofu.Bjarni Einarsson „Ég nefni hér þrennt sem skiptir miklu máli: Í fyrsta lagi vil ég nefna umferðarlögin sjálf. Nú er til umfjöllunar á Alþingi frumvarp sem ég lagði fram um breytingar á lögunum til að auka öryggi notenda smá farartækja og annarra vegfarenda. Þar er m.a. lagt til að innleiða nýjan ökutækjaflokk smá farartækja í umferðarlög, að ökumenn verði að hafa náð 13 ára aldri og notendum yngri en 16 ára verði gert skylt að nota hjálm og að almennt bann verði við lagt við að breyta hraðastillingum. Í öðru lagi höfum við lagt áherslu á að bæta innviði. Framlög til uppbyggingar göngu- og hjólreiðastíga aukist á undanförnum árum og áfram verður haldið á sömu braut. Mikilvægi slíkra innviða hefur aukist samhliða hraðri aukningu á umferð smá farartækja. Síðast en ekki síst er nauðsynlegt að bæta innviði. með áherslu á það að við sjálf sýnum ábyrgð og fyrirhyggju í umferðinni. Og þar kemur að tilefni þessa ágæta fundar – sem er hin nýja kynningarherferð. Samgöngustofa hefur í samstarfi við fjölmarga aðila – í þetta sinn tryggingafélaginu VÍS – gert áhrifaríkar herferðir og auglýsingar. Minnt okkur á að spenna beltin, nota ekki símana okkur undir stýri eða aka ekki undir áhrifum. Nú er kastljósinu beint að rafskútum. Rétt eins og við notkun annarra ferðamáta – ökutækja, reiðhjóla, mótorhjóla eða hesta – þurfum að sýna varkárni og vera skynsöm. Komum heil heim af rafskútunum,“ sagði Sigurður Ingi. Herferðina má nálgast á vefsíðunni Uppábak.
Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Samgönguslys Næturlíf Slysavarnir Tengdar fréttir Níu létust í umferðinni í fyrra og 195 slösuðust alvarlega Níu létust í umferðinni í fyrra í jafnmörgum slysum, þar af átta karlar og ein kona. Fólkið var á aldrinum 19 til 74 ára. Fjórir voru í bifreið, einn á rafhlaupahjóli og fjórir gangandi. Þá létust fimm innan þéttbýlis en fjórir utan þéttbýlis. 14. apríl 2023 06:56 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Níu létust í umferðinni í fyrra og 195 slösuðust alvarlega Níu létust í umferðinni í fyrra í jafnmörgum slysum, þar af átta karlar og ein kona. Fólkið var á aldrinum 19 til 74 ára. Fjórir voru í bifreið, einn á rafhlaupahjóli og fjórir gangandi. Þá létust fimm innan þéttbýlis en fjórir utan þéttbýlis. 14. apríl 2023 06:56
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent