„Ég er eiginlega farinn að elska varnarleikinn meira en sóknarleikinn“ Hinrik Wöhler skrifar 29. apríl 2023 19:47 Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var stoltur af sínum mönnum eftir baráttusigur á móti KA í Víkinni í kvöld. „Við vorum virkilega að herja á þá í seinni hálfleik, við áttum sókn eftir sókn og þeir voru farnir að þreytast. Farnir að bakka verulega og kannski sáttari með stig en við þrýstum okkur áfram og héldum okkur við leikplanið. Við vorum ekki að hlaupa úr stöðum og vitum að það eru mörk í þessu liði,“ sagði Arnar eftir leik en Víkingar þurftu að bíða í 87 mínútur eftir fyrsta og eina marki leiksins. „Við vorum í vandræðum fyrstu 25 mínúturnar og KA-liðið var með okkur algjörlega upp við kaðlana. Sem betur fer náðum við að grafa djúpt og ekki fá á okkur mark, það lagði grunninn fyrir því að við áttum möguleika að vinna þennan leik.“ Norðanmenn byrjuðu leikinn betur og voru sterkari aðilinn framan af fyrri hálfleik en náðu þó ekki að nýta sér þann meðbyr. „Þetta er bara stundum svona, ég fæ slæma tilfinningu í upphitun. Þetta var eitthvað flatt, mikið af klaufalegum mistökum og menn ekki alveg að finna taktinn. Við þurftum að suffera og gerðum það mjög vel, fengum ekki á okkur mark sem veitti okkur platform að fara inn í hálfleikinn. Seinasta korterið í fyrri hálfleik var mjög gott og allur seinni hálfleikur var frábærlega útfærður af okkur hálfu. Við brutum þá hægt og bítandi niður, við fengum ekki mörg færi en við fengum margar sóknir,“ sagði Arnar. Gunnar Vatnhamar, færeyskur varnarmaður Víkinga, skoraði laglegt skallamark fyrir Víkinga eftir hnitmiðaða fyrirgjöf af hægri kantinum frá Karli Friðleifi. „Frábær sókn, við töluðum um þetta fyrir leikinn að við getum bætt fyrirgjafirnar okkar verulega og við erum að fylla teiginn mjög vel. Geggjað sigurmark.“ Víkingar hafa nú sigrað alla fjóra leiki sína í Bestu deild karla og fara frábærlega af stað. Meira er að liðið á enn eftir að fá á sig mark. „Ég veit ekki hvað ég er að breytast í, ég er eiginlega farinn að elska varnarleikinn meira en sóknarleikinn. Þetta er ótrúlegt. Það er svo mikið passion í öllum að verja markið sitt, frá fremsta manni til þess aftasta. Menn eru að fagna þegar tækling er unninn og skallaeinvígi, þetta er akkúrat hugarfar sem lið sem ætlar sér titilinn eiga að vera með. Fjórir leikir og fjögur hrein lök, það er ekki hægt að biðja um meira,“ sagði fyrrum sóknarmaðurinn Arnar Gunnlaugsson í lokinn. Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur – KA 1-0 | Fullkomin byrjun Víkinga heldur áfram Víkingar tróna enn á toppi Bestu-deildar karla eftir 1-0 sigur gegn KA í fjórðu umferð deildarinnar í kvöld. Víkingar eru enn með fullt hús stiga og hafa ekki enn fengið á sig mark. 29. apríl 2023 19:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Sjá meira
„Við vorum virkilega að herja á þá í seinni hálfleik, við áttum sókn eftir sókn og þeir voru farnir að þreytast. Farnir að bakka verulega og kannski sáttari með stig en við þrýstum okkur áfram og héldum okkur við leikplanið. Við vorum ekki að hlaupa úr stöðum og vitum að það eru mörk í þessu liði,“ sagði Arnar eftir leik en Víkingar þurftu að bíða í 87 mínútur eftir fyrsta og eina marki leiksins. „Við vorum í vandræðum fyrstu 25 mínúturnar og KA-liðið var með okkur algjörlega upp við kaðlana. Sem betur fer náðum við að grafa djúpt og ekki fá á okkur mark, það lagði grunninn fyrir því að við áttum möguleika að vinna þennan leik.“ Norðanmenn byrjuðu leikinn betur og voru sterkari aðilinn framan af fyrri hálfleik en náðu þó ekki að nýta sér þann meðbyr. „Þetta er bara stundum svona, ég fæ slæma tilfinningu í upphitun. Þetta var eitthvað flatt, mikið af klaufalegum mistökum og menn ekki alveg að finna taktinn. Við þurftum að suffera og gerðum það mjög vel, fengum ekki á okkur mark sem veitti okkur platform að fara inn í hálfleikinn. Seinasta korterið í fyrri hálfleik var mjög gott og allur seinni hálfleikur var frábærlega útfærður af okkur hálfu. Við brutum þá hægt og bítandi niður, við fengum ekki mörg færi en við fengum margar sóknir,“ sagði Arnar. Gunnar Vatnhamar, færeyskur varnarmaður Víkinga, skoraði laglegt skallamark fyrir Víkinga eftir hnitmiðaða fyrirgjöf af hægri kantinum frá Karli Friðleifi. „Frábær sókn, við töluðum um þetta fyrir leikinn að við getum bætt fyrirgjafirnar okkar verulega og við erum að fylla teiginn mjög vel. Geggjað sigurmark.“ Víkingar hafa nú sigrað alla fjóra leiki sína í Bestu deild karla og fara frábærlega af stað. Meira er að liðið á enn eftir að fá á sig mark. „Ég veit ekki hvað ég er að breytast í, ég er eiginlega farinn að elska varnarleikinn meira en sóknarleikinn. Þetta er ótrúlegt. Það er svo mikið passion í öllum að verja markið sitt, frá fremsta manni til þess aftasta. Menn eru að fagna þegar tækling er unninn og skallaeinvígi, þetta er akkúrat hugarfar sem lið sem ætlar sér titilinn eiga að vera með. Fjórir leikir og fjögur hrein lök, það er ekki hægt að biðja um meira,“ sagði fyrrum sóknarmaðurinn Arnar Gunnlaugsson í lokinn.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur – KA 1-0 | Fullkomin byrjun Víkinga heldur áfram Víkingar tróna enn á toppi Bestu-deildar karla eftir 1-0 sigur gegn KA í fjórðu umferð deildarinnar í kvöld. Víkingar eru enn með fullt hús stiga og hafa ekki enn fengið á sig mark. 29. apríl 2023 19:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Sjá meira
Leik lokið: Víkingur – KA 1-0 | Fullkomin byrjun Víkinga heldur áfram Víkingar tróna enn á toppi Bestu-deildar karla eftir 1-0 sigur gegn KA í fjórðu umferð deildarinnar í kvöld. Víkingar eru enn með fullt hús stiga og hafa ekki enn fengið á sig mark. 29. apríl 2023 19:00