Allar 150 kýrnar í fjósinu með nöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. apríl 2023 21:04 Belinda Margrét Birkisdóttir, kúahirðir á Móheiðarhvoli í Rangárþingi eystra, sem á heiðurinn af öllum nöfnum á kúnum í fjósinu, sem eru um 150 talsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vígdögg, Aðalborg, Stjörnuþoka, Lúpína, Hrun, Hrafnöld, Hornauga, Kleópatra , Ljósblá og Flatkaka. Hvaða nöfn skyldu þetta vera? Jú, þetta eru allt nöfn á kúm á bæ í Rangárvallasýslu en allar kýrnar í fjósinu, hundrað og fimmtíu eru með nöfn í stað númera. „Þarna er Sumarrós, svo Hrafnöld og hérna kemur Flatkaka. Mamma hennar heitir Skonsa og amma hennar heitir Píta,” segir Belinda Margrét Birkisdóttir kúahirðir á Móeiðarhvoli í Rangárþingi eystra en ótrúlegt en satt, allar kýrnar í fjósinu 150 talsins eru með nöfn, sem Belinda á heiðurinn af. „Þetta er bara hobbí hjá mér, sem hefur verið síðan ég var lítil þegar ég var að hjálpa mömmu að merkja kálfana. Þá hef ég verið að skella nafni á þá af og til og endaði að kvígurnar og kýrnar eru allar með nafn. Mér finnst nú skemmtilegra að kalla þær með nafni en eitthvað númer, það er ekki flóknara en það,” segir Belinda. En hvernig finnur hún öll þessi nöfn? „Stundum er skemmtileg saga á bak við það, stundum er það karakterinn og stundum eru það foreldrarnir.” Og það kemur stundum fyrir að Belinda er með ákveðin þema á nöfnunum. „Já, einu sinni tók ég eyjar eins og Surtsey, Sikiley og eitthvað svoleiðis og síðan höfuðborgir líka þannig að það var Osló og Kúala Lúmpúr til dæmis." Þetta er ótrúlega skemmtilegt hjá þér að þú skulir nenna þessu? “ Já, það er mikið sem maður leggur á sig,” segir Belinda hlægjandi. Hér er Ljósblá í fjósinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og áttu alltaf nóg af nöfnum í pokahorninu? „Já, já, það eru margar, sem ég er að bíð eftir að gefi mér kvígu til að skella nöfnum á.” En hvað með nautin og nautkálfana, eru nöfn þar líka? „Nei, ég hef ekki fengið það í gegn að skýra nautin, það er kúanafnanefnd, þetta tekur því víst ekki að skíra öll nautin og kýrnar frá bara íslenska nöfn, þær fá ekki ensk nöfn og þær fá ekki karlanöfn, ég bíð eftir því að geta skýrt einna kúnna Skarphéðinn,” segir Belinda brosandi. Mjög myndarlegt kúabú er rekið á Móeiðarhvoli og allt til fyrirmyndar á þeim bæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Þarna er Sumarrós, svo Hrafnöld og hérna kemur Flatkaka. Mamma hennar heitir Skonsa og amma hennar heitir Píta,” segir Belinda Margrét Birkisdóttir kúahirðir á Móeiðarhvoli í Rangárþingi eystra en ótrúlegt en satt, allar kýrnar í fjósinu 150 talsins eru með nöfn, sem Belinda á heiðurinn af. „Þetta er bara hobbí hjá mér, sem hefur verið síðan ég var lítil þegar ég var að hjálpa mömmu að merkja kálfana. Þá hef ég verið að skella nafni á þá af og til og endaði að kvígurnar og kýrnar eru allar með nafn. Mér finnst nú skemmtilegra að kalla þær með nafni en eitthvað númer, það er ekki flóknara en það,” segir Belinda. En hvernig finnur hún öll þessi nöfn? „Stundum er skemmtileg saga á bak við það, stundum er það karakterinn og stundum eru það foreldrarnir.” Og það kemur stundum fyrir að Belinda er með ákveðin þema á nöfnunum. „Já, einu sinni tók ég eyjar eins og Surtsey, Sikiley og eitthvað svoleiðis og síðan höfuðborgir líka þannig að það var Osló og Kúala Lúmpúr til dæmis." Þetta er ótrúlega skemmtilegt hjá þér að þú skulir nenna þessu? “ Já, það er mikið sem maður leggur á sig,” segir Belinda hlægjandi. Hér er Ljósblá í fjósinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og áttu alltaf nóg af nöfnum í pokahorninu? „Já, já, það eru margar, sem ég er að bíð eftir að gefi mér kvígu til að skella nöfnum á.” En hvað með nautin og nautkálfana, eru nöfn þar líka? „Nei, ég hef ekki fengið það í gegn að skýra nautin, það er kúanafnanefnd, þetta tekur því víst ekki að skíra öll nautin og kýrnar frá bara íslenska nöfn, þær fá ekki ensk nöfn og þær fá ekki karlanöfn, ég bíð eftir því að geta skýrt einna kúnna Skarphéðinn,” segir Belinda brosandi. Mjög myndarlegt kúabú er rekið á Móeiðarhvoli og allt til fyrirmyndar á þeim bæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira