Þetta staðfestir Ómar Ingimarsson, deildarstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í samtali við fréttastofu. Slökkviliðið er enn að störfum en Víkurfréttir voru með beint streymi frá vettvangi á Facebook-síðu sinn.
„Við fengum útkall í þennan bát í gærkveldi, um hálftólfleytið. Þá virtist vera eldur í rafmagnstöflu í vélarrúmi. Það var gengið í þau störf og það virtist allt vera orðið eðlilegt. Lögreglan fékk vettvanginn. Svo byrjaði að koma reykur úr honum um sexleytið í morgun. Þeir fóru aftur út eftir og gengu í skugga að allt væri í lagi þar þegar búið var að kæla. Síðan klukkan níu í morgun gaus upp mikill eldur aftan í bátnum og svo fór það í brúna og annað. Hann varð bara alelda,“ segir Ómar.